Hveragerði

Fréttamynd

Eiga á fjórða hundrað bíla í Hvera­gerði

Eitt glæsilegast bílasafn landsins er í eigu hjóna í Hveragerði, sem eiga nú tæplega fjögur hundruð bíla, sem eru stofustáss heimilisins. Allir bílarnir eru merktir með heiti þeirra og öðrum gagnlegum upplýsingum.

Lífið
Fréttamynd

Pall­borðið á Vísi í dag: Er ógn eld­gosa að færast nær höfuð­borgar­svæðinu?

Ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum verður umræðuefni Pallborðsins á Vísi í dag. Kristján Már Unnarsson fær til sín bæjarstjórann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur, og tvo jarðvísindamenn, Kristínu Jónsdóttur, jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Virkjanir í Ölfusi og hags­munir Hver­gerðinga

Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform.

Skoðun
Fréttamynd

Náttúru­lega Hvera­gerði

Í lok ársins 2023 samþykkti bæjarstjórn Hveragerðisbær fjárhagsáætlun 2024-2027. Áætlunin var unnin af bæjarfulltrúum meirihluta í góðu samstarfi við bæjarstjóra, skrifstofustjóra og aðra starfsmenn bæjarins.

Skoðun
Fréttamynd

Bestu jólahúsin þar sem fólk gengur að­eins lengra

Jón Helgason hefur síðustu þrjú ár safnað á sérstakt kort upplýsingum og myndum af best skreyttu jólahúsunum á landinu. Kort ársins er enn í vinnslu en Jón segir að hann langi sérstaklega fá meira frá landsbyggðinni.

Lífið
Fréttamynd

Afmælisdagatöl úr parketi slá í gegn í Hvera­gerði

Listamaður í Hveragerði situr sveittur við alla daga langt fram á nótt við að útbúa afmælisdagatöl úr parketi en hann segir vinsældir dagatalanna vera að slá öll met núna í desember. Hann breytir líka gömlum vínylplötum í listaverk.

Lífið
Fréttamynd

„Mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð“

Forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir bæjarstjórn strax hafa óskað eftir samráði við Sveitarfélagið Ölfus í febrúar þegar bæjarstjórninni barst erindi bæjarstjóra Ölfus til Orkustofnunar um fyriræt. Málið varði hagsmuni Hvergerðinga umfram alla aðra.

Innlent
Fréttamynd

Lét Hver­gerðinga vita í febrúar

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus, segir erfitt að sitja undir ásökunum um að vilja ekki vinna með bæjarstjórninni í Hveragerði. Hann hafi sent Geir Sveinssyni, bæjarstjóra Hveragerðis, erindi um áform um rannsóknir á frekari virkjun í febrúar sem rætt hafi verið í bæjarráði Hveragerðis og samþykkt af bæjarstjórn í mars.

Innlent
Fréttamynd

Hvergerðingar undrast yfir­lýsingar ná­granna sinna um virkjun

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar undrast hálýstar yfirlýsingar í fjölmiðlum um virkjanaáform í Ölfusdal og samstarf Orkuveitu Reykjavíkur, Sveitarfélagsins Ölfuss og Títans, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Forseti bæjarstjórnar segir áformin skerða lífsgæði, regluverkið sé þannig að bærinn hafi í raun ekkert um þetta að segja.

Innlent
Fréttamynd

Sunn­lensk ung­menni unnu Skjálftann

Grunnskólinn í Hveragerði vann Skjálftann 2023, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum á Suðurlandi. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn síðastliðinn laugardag með pompi og prakt. 

Lífið
Fréttamynd

Kærð fyrir að löðrunga skólastelpu á Hótel Örk

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar uppákomu á Hótel Örk liðna helgi þar sem fullorðin hvít kona löðrungaði unga stúlku, dökka á hörund, á gangi hótelsins. Myndskeið af löðrungnum er í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og hefur vakið hörð viðbrögð.

Innlent
Fréttamynd

Litla hryllingsbúðin slær í gegn í Hveragerði

Það gengur mikið á í Hveragerði þessa dagana því þar er leikfélag bæjarins að sýna Litlu Hryllingsbúðina við mikinn fögnuð leikhúsgesta. Bræður og systur spila stór hlutverk í sýningunni svo ekki sé minnst á Guggurnar eins og þær kalla sig, sem fara á kostum.

Lífið
Fréttamynd

„Svona gerir maður ekki, mamma“

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var í gær og af því tilefni fór dagskrárgerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson og hitti móður sína, Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund, á heimili hennar í Hveragerði. 

Lífið
Fréttamynd

Segir ræstinga­konum sagt upp svo karlarnir geti grætt meira

Sól­veig Anna Jóns­dóttir, for­maður Eflingar, segir að hún muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá stjórn­endur Grundar­heimila til þess að hætta við á­kvörðun sína um að segja upp 33 starfs­mönnum í ræstingum og í þvotta­húsi.

Innlent
Fréttamynd

33 starfs­mönnum Grundar­heimila verði sagt upp

Allt stefnir í að 33 starfsmönnum Grundarheimilanna verði sagt upp, þar með talið öllu starfs­fólki á Þvotta­húsi Grundar­heimilanna, sem eru átta talsins. Þá verður nítján sagt upp í ræstinga­deild í Ási, hjúkrunar-og dvalar­heimili í Hvera­gerði. Þá verða breytingar á sex störfum til við­bótar, ýmist með upp­sögnum eða þau lögð niður.

Innlent