Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að einhverjir hafi lent utanvegar og einnig hafi smávægilegir árekstrar átt sér stað vegna ástandsins.
Farið var á fjórum björgunarbílum og var fólk ferjað niður af heiðinni og bílar einnig. Einhverjir bílar voru skildir eftir þar sem þeir voru og lauk aðgerðum að mestu á tíunda tímanum í kvöld.
Snjóþekjan sem myndaðist á Hellisheiði í kvöld var sú fyrsta á þessu ári.