Lækkun gjalda fyrir barnafjölskyldur í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, Halldór Benjamín Hreinsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Njörður Sigurðsson og Sandra Sigurðardóttir skrifa 17. september 2024 07:00 Í upphafi þessa kjörtímabils setti meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar sér það markmið að gera Hveragerðisbæ að enn fjölskylduvænna samfélagi. Einn liður í því er að lækka álögur á barnafjölskyldur í bænum eins og tækifæri er til. Á þeim rúmlega tveimur árum sem liðin eru af þessu kjörtímabili hafa gjöld barnafjölskyldna fyrir þjónustu sem Hveragerðisbær veitir lækkað verulega. Fyrir vísitölufjölskyldu með eitt barn á leikskóla og eitt í grunnskóla má áætla að náðst hafi að létta byrðar þeirra um kr. 200.000 á ári frá árinu 2022. Leikskólagjöld hafa lækkað um 30% Strax eftir kosningar 2022 var samþykkt í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að gera eina klukkustund á dag gjaldfrjálsa í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2022, haustið 2023 var samþykkt að bæta við annarri klukkustund við og nú frá 1. september 2024 eru gjaldfrjálsar klukkustundir fyrir alla árganga í leikskólum bæjarins orðnar þrjár talsins. Frá sumrinu 2022 hafa leikskólagjöld fyrir átta tíma vistun farið úr kr. 29.256 í kr. 20.500 sem gerir 30% lækkun á tveimur árum. Ef við tökum hækkun verðlags á tímabilinu inn í reikninginn að þá væri lækkunin um 38% á verðlagi dagsins í dag. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar mun svo bæta enn í og í lok kjörtímabilsins verða gjaldfrjálsar klukkustundir á leikskólum Hveragerðisbæjar orðnar sex talsins. Hveragerðismódelið í leikskólamálum gengur út á að lækka gjöld barnafjölskyldna sem og að jafna stöðu þeirra svo að öll börn hafi tækifæri til að sækja fyrsta skólastigið. Frístundastyrkur hefur hækkað um 46% Í upphafi þessa kjörtímabils var frístundastyrkur Hveragerðisbæjar kr. 26.000. Árið 2023 var frístundastyrkurinn hækkaður í kr. 32.000 og var það fyrsta hækkunin í tvö ár. Í byrjun þessa árs fór hann í kr. 38.000 og hefur því hækkunin á þessu kjörtímabili numið 46%. Gert er ráð fyrir að í byrjun næsta árs verði frístundastyrkurinn orðinn kr. 44.000 og árið 2026 kr. 50.000. Frístundastyrkurinn í Hveragerði er fyrir öll börn í bænum frá 0-17 ára og er til þess að gefa öllum börnum tækifæri á að stunda fjölbreyttar frístundir eftir þeirra þörfum og áhuga. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Í sumar samþykkti meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar að skólamáltíðir í grunnskólanum yrðu gjaldfrjálsar frá og með því skólaári sem nú er hafið. Ákvörðun um gjaldfrjálsar skólamáltíðir hjá öllum sveitarfélögum eru tilkomnar til að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun úthluta árlegt framlag úr ríkissjóði til sveitarfélaga sem bjóða öllum skólabörnum gjaldfrjálsar skólamáltíðir en sveitarfélögin sjálf munu svo jafnframt leggja sitt af mörkum í verkefnið. Á vormisseri 2024 var gjald fyrir hverja skólamáltíð kr. 500 fyrir hvert grunnskólabarn í Hveragerði. Á hverju skólaári eru 180 skóladagar og því var kostnaður fyrir hvert barn sem var alla skóladaga í skólamáltíð kr. 90.000 á ári. Þetta er kostnaður sem fjölskyldur grunnskólabarna í bænum þurfa því ekki lengur að standa straum af. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, formaður bæjarráðsHalldór Benjamín Hreinsson, forseti bæjarstjórnarJóhanna Ýr Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúiNjörður Sigurðsson, bæjarfulltrúiSandra Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa kjörtímabils setti meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar sér það markmið að gera Hveragerðisbæ að enn fjölskylduvænna samfélagi. Einn liður í því er að lækka álögur á barnafjölskyldur í bænum eins og tækifæri er til. Á þeim rúmlega tveimur árum sem liðin eru af þessu kjörtímabili hafa gjöld barnafjölskyldna fyrir þjónustu sem Hveragerðisbær veitir lækkað verulega. Fyrir vísitölufjölskyldu með eitt barn á leikskóla og eitt í grunnskóla má áætla að náðst hafi að létta byrðar þeirra um kr. 200.000 á ári frá árinu 2022. Leikskólagjöld hafa lækkað um 30% Strax eftir kosningar 2022 var samþykkt í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að gera eina klukkustund á dag gjaldfrjálsa í öllum árgöngum í leikskólum bæjarins frá 1. september 2022, haustið 2023 var samþykkt að bæta við annarri klukkustund við og nú frá 1. september 2024 eru gjaldfrjálsar klukkustundir fyrir alla árganga í leikskólum bæjarins orðnar þrjár talsins. Frá sumrinu 2022 hafa leikskólagjöld fyrir átta tíma vistun farið úr kr. 29.256 í kr. 20.500 sem gerir 30% lækkun á tveimur árum. Ef við tökum hækkun verðlags á tímabilinu inn í reikninginn að þá væri lækkunin um 38% á verðlagi dagsins í dag. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar mun svo bæta enn í og í lok kjörtímabilsins verða gjaldfrjálsar klukkustundir á leikskólum Hveragerðisbæjar orðnar sex talsins. Hveragerðismódelið í leikskólamálum gengur út á að lækka gjöld barnafjölskyldna sem og að jafna stöðu þeirra svo að öll börn hafi tækifæri til að sækja fyrsta skólastigið. Frístundastyrkur hefur hækkað um 46% Í upphafi þessa kjörtímabils var frístundastyrkur Hveragerðisbæjar kr. 26.000. Árið 2023 var frístundastyrkurinn hækkaður í kr. 32.000 og var það fyrsta hækkunin í tvö ár. Í byrjun þessa árs fór hann í kr. 38.000 og hefur því hækkunin á þessu kjörtímabili numið 46%. Gert er ráð fyrir að í byrjun næsta árs verði frístundastyrkurinn orðinn kr. 44.000 og árið 2026 kr. 50.000. Frístundastyrkurinn í Hveragerði er fyrir öll börn í bænum frá 0-17 ára og er til þess að gefa öllum börnum tækifæri á að stunda fjölbreyttar frístundir eftir þeirra þörfum og áhuga. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Í sumar samþykkti meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar að skólamáltíðir í grunnskólanum yrðu gjaldfrjálsar frá og með því skólaári sem nú er hafið. Ákvörðun um gjaldfrjálsar skólamáltíðir hjá öllum sveitarfélögum eru tilkomnar til að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun úthluta árlegt framlag úr ríkissjóði til sveitarfélaga sem bjóða öllum skólabörnum gjaldfrjálsar skólamáltíðir en sveitarfélögin sjálf munu svo jafnframt leggja sitt af mörkum í verkefnið. Á vormisseri 2024 var gjald fyrir hverja skólamáltíð kr. 500 fyrir hvert grunnskólabarn í Hveragerði. Á hverju skólaári eru 180 skóladagar og því var kostnaður fyrir hvert barn sem var alla skóladaga í skólamáltíð kr. 90.000 á ári. Þetta er kostnaður sem fjölskyldur grunnskólabarna í bænum þurfa því ekki lengur að standa straum af. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, formaður bæjarráðsHalldór Benjamín Hreinsson, forseti bæjarstjórnarJóhanna Ýr Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúiNjörður Sigurðsson, bæjarfulltrúiSandra Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun