Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar 3. desember 2025 09:00 Reykjalundur er lykilstofnun í endurhæfingu landsmanna og hefur verið rekin án hagnaðarsjónarmiða allt frá stofnun árið 1945 þegar SÍBS keypti land af Reykjabændum í Mosfellssveit til að reka endurhæfingu fyrir berklasjúklinga. Nú er á Reykjalundi rekin almenn endurhæfingarþjónusta sem hjálpað hefur 50 þúsund manns út í lífið eftir sjúkdóma eða slys og í flestum fjölskyldum á Íslandi er einhver sem hefur notið góðs af þjónustunni þar. Flestir Íslendingar þekkja líka Happdrætti SÍBS sem hefur verið bakhjarl Reykjalundar síðan happdrættið hóf starfsemi árið 1950. Í dag er happdrættið eina uppspretta fjármagns til byggingarframkvæmda á Reykjalundi því ríkið greiðir enga leigu fyrir afnot af húsnæðinu, öfugt við húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Viðhald á úreltum húsakosti Húsnæði Reykjalundar er að miklu leyti úr sér gengið og svarar illa nútímakröfum til heilbrigðisþjónustu enda flest 50–80 ára gamalt. SÍBS hefur varið um 50 milljónum króna árlega síðustu ár í lágmarksviðhald húsnæðisins. Þetta er fórnarkostnaður þess að burðast með úr sér gengnar byggingar og betra hefði verið að geta notað þetta fé í nýbyggingu. Í heildarúttekt verkfræðistofu árið 2023 voru allra brýnustu endurbætur metnar á tvo milljarða króna. Ljóst er að það myndi engan veginn borga sig að leggja upp í slíka óvissuferð með húsnæði sem svarar ekki kalli tímans. Beðið eftir stefnu stjórnvalda Að byggja nýtt húsnæði yfir Reykjalund er eina raunhæfa leiðin til að tryggja starfsemina til framtíðar. Með þetta fyrir augum hefur SÍBS verið að leita fjármagns til að mynda sjóð sem gæti staðið undir eiginfjárframlagi á móti framkvæmdalánum. Skilyrði fyrir að slík fjármögnun gangi upp er leigusamningur við ríkið um nýja húsnæðið líkt og tíðkast með húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva. Happdrættið er að leggja fé í slíkan sjóð en meginhluti fjármögnunarinnar mun þó að líkindum koma gegnum sölu byggingarréttar á landi í eigu SÍBS. Á fundi með heilbrigðisráðherra í febrúar 2025 var stjórnendum SÍBS og Reykjalundar tjáð að endurhæfingarþjónusta yrði tekin til heildarendurskoðunar. Ráðherra mælti þá með að SÍBS og Reykjalundur tækju engar stórar ákvarðanir í húsnæðismálum fyrr en stefna ríkisins í málaflokknum lægi fyrir Nú bíðum við eftir hvítbók og í kjölfar hennar stefnumótunarvinnu sem vonandi klárast á næsta ári. Lítið er hægt að aðhafast í húsnæðismálum fyrr en við vitum hvaða endurhæfingu ríkið ætlar að fjármagna og hvaða ekki. Samfélagsleg grunnstoð Reykjalundur er mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu sem nær ekki að lifa af nema ríkið axli ábyrgð og tryggi að endurhæfing sé fjármögnuð á sama hátt og önnur heilbrigðisþjónusta. Reykjalundur hefur bætt lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þúsunda einstaklinga. Við rekum ómissandi grunnþjónustu í íslensku heilbrigðiskerfi og erum leiðandi stofnun á sviði endurhæfingar. Nú þarf ríkið að stíga inn með skýrum skuldbindingum svo að bygging nýs húsnæðis verði að veruleika. Rekstur endurhæfingar á ekki að vera happdrætti heldur fagleg þjónusta sem byggir á skýrri langtímastefnu stjórnvalda. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga á Reykjalundi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Reykjalundur er lykilstofnun í endurhæfingu landsmanna og hefur verið rekin án hagnaðarsjónarmiða allt frá stofnun árið 1945 þegar SÍBS keypti land af Reykjabændum í Mosfellssveit til að reka endurhæfingu fyrir berklasjúklinga. Nú er á Reykjalundi rekin almenn endurhæfingarþjónusta sem hjálpað hefur 50 þúsund manns út í lífið eftir sjúkdóma eða slys og í flestum fjölskyldum á Íslandi er einhver sem hefur notið góðs af þjónustunni þar. Flestir Íslendingar þekkja líka Happdrætti SÍBS sem hefur verið bakhjarl Reykjalundar síðan happdrættið hóf starfsemi árið 1950. Í dag er happdrættið eina uppspretta fjármagns til byggingarframkvæmda á Reykjalundi því ríkið greiðir enga leigu fyrir afnot af húsnæðinu, öfugt við húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva svo eitthvað sé nefnt. Viðhald á úreltum húsakosti Húsnæði Reykjalundar er að miklu leyti úr sér gengið og svarar illa nútímakröfum til heilbrigðisþjónustu enda flest 50–80 ára gamalt. SÍBS hefur varið um 50 milljónum króna árlega síðustu ár í lágmarksviðhald húsnæðisins. Þetta er fórnarkostnaður þess að burðast með úr sér gengnar byggingar og betra hefði verið að geta notað þetta fé í nýbyggingu. Í heildarúttekt verkfræðistofu árið 2023 voru allra brýnustu endurbætur metnar á tvo milljarða króna. Ljóst er að það myndi engan veginn borga sig að leggja upp í slíka óvissuferð með húsnæði sem svarar ekki kalli tímans. Beðið eftir stefnu stjórnvalda Að byggja nýtt húsnæði yfir Reykjalund er eina raunhæfa leiðin til að tryggja starfsemina til framtíðar. Með þetta fyrir augum hefur SÍBS verið að leita fjármagns til að mynda sjóð sem gæti staðið undir eiginfjárframlagi á móti framkvæmdalánum. Skilyrði fyrir að slík fjármögnun gangi upp er leigusamningur við ríkið um nýja húsnæðið líkt og tíðkast með húsnæði hjúkrunarheimila og heilsugæslustöðva. Happdrættið er að leggja fé í slíkan sjóð en meginhluti fjármögnunarinnar mun þó að líkindum koma gegnum sölu byggingarréttar á landi í eigu SÍBS. Á fundi með heilbrigðisráðherra í febrúar 2025 var stjórnendum SÍBS og Reykjalundar tjáð að endurhæfingarþjónusta yrði tekin til heildarendurskoðunar. Ráðherra mælti þá með að SÍBS og Reykjalundur tækju engar stórar ákvarðanir í húsnæðismálum fyrr en stefna ríkisins í málaflokknum lægi fyrir Nú bíðum við eftir hvítbók og í kjölfar hennar stefnumótunarvinnu sem vonandi klárast á næsta ári. Lítið er hægt að aðhafast í húsnæðismálum fyrr en við vitum hvaða endurhæfingu ríkið ætlar að fjármagna og hvaða ekki. Samfélagsleg grunnstoð Reykjalundur er mikilvægur hlekkur í heilbrigðiskerfinu sem nær ekki að lifa af nema ríkið axli ábyrgð og tryggi að endurhæfing sé fjármögnuð á sama hátt og önnur heilbrigðisþjónusta. Reykjalundur hefur bætt lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þúsunda einstaklinga. Við rekum ómissandi grunnþjónustu í íslensku heilbrigðiskerfi og erum leiðandi stofnun á sviði endurhæfingar. Nú þarf ríkið að stíga inn með skýrum skuldbindingum svo að bygging nýs húsnæðis verði að veruleika. Rekstur endurhæfingar á ekki að vera happdrætti heldur fagleg þjónusta sem byggir á skýrri langtímastefnu stjórnvalda. Höfundur er starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun