Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 4. desember 2025 07:01 Hugverkaiðnaður, þessi fjölbreytti og kraftmikli iðnaður, hefur á fáum árum orðið einn af burðarásum íslensks útflutnings. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er forsenda þess að við getum áfram byggt upp og viðhaldið góðum lífskjörum á Íslandi. Fyrir lítið hagkerfi eru þetta því ekki lítil tíðindi og lykilatriði til að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og þar með sterk lífskjör í landinu. Hugverkaiðnaður hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum en útflutningstekjur greinarinnar hafa tvöfaldast á aðeins fimm árum og voru 309 milljarðar króna á síðasta ári. Og við vitum að þetta er aðeins upphafið. 18.000 störf og fer hratt fjölgandi Samtök iðnaðarins telja að þessi fjórða stoð þjóðarbúsins geti orðið sú stærsta áður en þessi áratugur er á enda. Ef rétt er á málum haldið gætu útflutningstekjur greinarinnar orðið allt að 640 milljarðar árið 2029. Rúmlega 18.000 manns starfa í tækni- og hugverkaiðnaði í dag og á næstu árum geta orðið til þúsundir nýrra háframleiðnistarfa sem skila þjóðinni bæði verðmætum og tækifærum.Þetta er ekki heppni. Þetta er árangur sem byggir á markvissri stefnu og skýrri framtíðarsýn. Fjárfesting í rannsóknum og þróun lykilatriði Grunnurinn að íslenskum hugverkaiðnaði er fjárfesting í rannsóknum og þróun, öflugir skattahvatar, sterkt menntakerfi og fjármögnunarumhverfi sem styður nýsköpun. Vöxtur hugverkaiðnaðar sýnir með skýrum hætti hvað stefna, umgjörð og stuðningur stjórnvalda geta skilað í raunverulegum verðmætum. Ekki aðeins í tekjum fyrir þjóðarbúið sem hægt er að nýta til þess að byggja upp öflugt velferðarkerfi heldur einnig í spennandi störfum fyrir unga sem aldna sem hafa í dag möguleika á að starfa hvar sem er í heiminum. Á undanförnum árum hafa greinarhöfundar fengið að vinna þétt með öflugum hópi fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði innan Samtaka iðnaðarins – allt frá fyrirtækjum í tölvuleikjaiðnaði, hugbúnaðarþróun og menntatækni yfir í líftækni, lyfjaþróun og lækningatækjaframleiðslu. Við höfum séð hvernig fyrirtæki geta margfaldað útflutningstekjur sínar á örfáum árum, þó oftast eftir mjög krefjandi uppbyggingartímabil, á sama tíma og þau byggja upp störf, þekkingu og alþjóðlega stöðu. Það er ótrúlegt að sjá hvað gerist þegar rétt umgjörð, kröftugt samtal og hugrekki mætast. Þéttum raðirnar Í dag fer fram ársfundur Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins, þar sem félagsmenn í tækni- og hugverkaiðnaði móta næstu skref. Það hefur sjaldan verið mikilvægara. Því að þrátt fyrir að íslenskur hugverkaiðnaður skíni skært eru blikur á lofti í alþjóðaviðskiptum, tollastríð hefur áhrif á útflutning, birgðakeðjur sem fyrir örfáum árum þóttu sjálfsagðar eru brotnar upp og óvissan veldur óstöðugleika á mörkuðum. Þá skiptir sköpum að þétta raðir fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði enn frekar og hvetja stjórnvöld áfram, með skýrum tillögum að öflugra starfsumhverfi fyrirtækja, til að skapa skilyrði hér á landi þar sem fyrirtæki í þessum iðnaði geta blómstrað.Ársfundurinn er vettvangur fyrir stærsta samtal greinarinnar – þar sem félagsmenn Samtaka iðnaðarins í tækni- og hugverkaiðnaði móta saman sýn og stefnu og leggja grunn að tækifærum sem geta á jákvæðan hátt umbreytt íslensku hagkerfi til framtíðar í þágu samfélagsins alls. Greinahöfundar eru viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins þar sem þær sinna málefnum hugverkaiðnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hugverkaiðnaður, þessi fjölbreytti og kraftmikli iðnaður, hefur á fáum árum orðið einn af burðarásum íslensks útflutnings. Sterkur og fjölbreyttur útflutningur er forsenda þess að við getum áfram byggt upp og viðhaldið góðum lífskjörum á Íslandi. Fyrir lítið hagkerfi eru þetta því ekki lítil tíðindi og lykilatriði til að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun og þar með sterk lífskjör í landinu. Hugverkaiðnaður hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum en útflutningstekjur greinarinnar hafa tvöfaldast á aðeins fimm árum og voru 309 milljarðar króna á síðasta ári. Og við vitum að þetta er aðeins upphafið. 18.000 störf og fer hratt fjölgandi Samtök iðnaðarins telja að þessi fjórða stoð þjóðarbúsins geti orðið sú stærsta áður en þessi áratugur er á enda. Ef rétt er á málum haldið gætu útflutningstekjur greinarinnar orðið allt að 640 milljarðar árið 2029. Rúmlega 18.000 manns starfa í tækni- og hugverkaiðnaði í dag og á næstu árum geta orðið til þúsundir nýrra háframleiðnistarfa sem skila þjóðinni bæði verðmætum og tækifærum.Þetta er ekki heppni. Þetta er árangur sem byggir á markvissri stefnu og skýrri framtíðarsýn. Fjárfesting í rannsóknum og þróun lykilatriði Grunnurinn að íslenskum hugverkaiðnaði er fjárfesting í rannsóknum og þróun, öflugir skattahvatar, sterkt menntakerfi og fjármögnunarumhverfi sem styður nýsköpun. Vöxtur hugverkaiðnaðar sýnir með skýrum hætti hvað stefna, umgjörð og stuðningur stjórnvalda geta skilað í raunverulegum verðmætum. Ekki aðeins í tekjum fyrir þjóðarbúið sem hægt er að nýta til þess að byggja upp öflugt velferðarkerfi heldur einnig í spennandi störfum fyrir unga sem aldna sem hafa í dag möguleika á að starfa hvar sem er í heiminum. Á undanförnum árum hafa greinarhöfundar fengið að vinna þétt með öflugum hópi fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði innan Samtaka iðnaðarins – allt frá fyrirtækjum í tölvuleikjaiðnaði, hugbúnaðarþróun og menntatækni yfir í líftækni, lyfjaþróun og lækningatækjaframleiðslu. Við höfum séð hvernig fyrirtæki geta margfaldað útflutningstekjur sínar á örfáum árum, þó oftast eftir mjög krefjandi uppbyggingartímabil, á sama tíma og þau byggja upp störf, þekkingu og alþjóðlega stöðu. Það er ótrúlegt að sjá hvað gerist þegar rétt umgjörð, kröftugt samtal og hugrekki mætast. Þéttum raðirnar Í dag fer fram ársfundur Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins, þar sem félagsmenn í tækni- og hugverkaiðnaði móta næstu skref. Það hefur sjaldan verið mikilvægara. Því að þrátt fyrir að íslenskur hugverkaiðnaður skíni skært eru blikur á lofti í alþjóðaviðskiptum, tollastríð hefur áhrif á útflutning, birgðakeðjur sem fyrir örfáum árum þóttu sjálfsagðar eru brotnar upp og óvissan veldur óstöðugleika á mörkuðum. Þá skiptir sköpum að þétta raðir fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði enn frekar og hvetja stjórnvöld áfram, með skýrum tillögum að öflugra starfsumhverfi fyrirtækja, til að skapa skilyrði hér á landi þar sem fyrirtæki í þessum iðnaði geta blómstrað.Ársfundurinn er vettvangur fyrir stærsta samtal greinarinnar – þar sem félagsmenn Samtaka iðnaðarins í tækni- og hugverkaiðnaði móta saman sýn og stefnu og leggja grunn að tækifærum sem geta á jákvæðan hátt umbreytt íslensku hagkerfi til framtíðar í þágu samfélagsins alls. Greinahöfundar eru viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins þar sem þær sinna málefnum hugverkaiðnaðar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar