Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2024 19:44 Anton Kári Halldórsson, sem er formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. Um 70 sveitarstjórnarmenn sátu ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, auk fjölmargra gesta, sem fór fram á Hótel Örk í gær og lauk síðdegis í dag. Mörg mál voru til umfjöllunar og margar ályktanir samþykktar. En hvaða mál eru það sem eru efst á baugi hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi? „Stóru málin eru alltaf á Suðurlandi samgöngumál og vegakerfið hvort, sem það eru stofnvegir eða tengivegir og orkumálin og að arður af orkunni verði eftir heima í héraði,” segir Anton Kári Halldórsson, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Okkur sárvantar nýja Ölfusárbrú, okkur vantar göng til Vestmannaeyja og okkur vantar uppbyggingu á þjóðvegakerfinu í heild því það er gríðarlega umferð um Suðurland,” bætir Anton Kári við. Anton Kári segir að allflestir sveitarstjórnarmenn séu spenntir fyrir virkjunaráformum á Suðurlandi en leggur í leiðinni áherslu á að arðurinn verði að hluta til eftir í sveitarfélögunum til uppbyggingar þar. Ársþingið tókst einstaklega vel en það var haldið á Hótel Örk í HveragerðiMagnús Hlynur Hreiðarsson 400 manns munu fá starf í Hvammsvirkjun, hvaðan mun þetta fólk koma? „Ég býst við að stærsti hlutinn þeirra verði erlent vinnuafl en að sjálfsögðu geta allir fengið vinnu og það er eins og staðan á Suðurlandi er í dag í framkvæmdum, í sem sagt byggingaframkvæmdum í ferðaþjónustu að það er mikið til rekið á erlendu vinnuafli, sem er gott en það er líka krefjandi fyrir sveitarfélagið og að sinna fjölmenningarmálum og þar viljum við gera vel sveitarfélög á Suðurlandi,” segir Anton Kári. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á ársþinginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Samgöngur Orkumál Sveitarstjórnarmál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Um 70 sveitarstjórnarmenn sátu ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, auk fjölmargra gesta, sem fór fram á Hótel Örk í gær og lauk síðdegis í dag. Mörg mál voru til umfjöllunar og margar ályktanir samþykktar. En hvaða mál eru það sem eru efst á baugi hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi? „Stóru málin eru alltaf á Suðurlandi samgöngumál og vegakerfið hvort, sem það eru stofnvegir eða tengivegir og orkumálin og að arður af orkunni verði eftir heima í héraði,” segir Anton Kári Halldórsson, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Okkur sárvantar nýja Ölfusárbrú, okkur vantar göng til Vestmannaeyja og okkur vantar uppbyggingu á þjóðvegakerfinu í heild því það er gríðarlega umferð um Suðurland,” bætir Anton Kári við. Anton Kári segir að allflestir sveitarstjórnarmenn séu spenntir fyrir virkjunaráformum á Suðurlandi en leggur í leiðinni áherslu á að arðurinn verði að hluta til eftir í sveitarfélögunum til uppbyggingar þar. Ársþingið tókst einstaklega vel en það var haldið á Hótel Örk í HveragerðiMagnús Hlynur Hreiðarsson 400 manns munu fá starf í Hvammsvirkjun, hvaðan mun þetta fólk koma? „Ég býst við að stærsti hlutinn þeirra verði erlent vinnuafl en að sjálfsögðu geta allir fengið vinnu og það er eins og staðan á Suðurlandi er í dag í framkvæmdum, í sem sagt byggingaframkvæmdum í ferðaþjónustu að það er mikið til rekið á erlendu vinnuafli, sem er gott en það er líka krefjandi fyrir sveitarfélagið og að sinna fjölmenningarmálum og þar viljum við gera vel sveitarfélög á Suðurlandi,” segir Anton Kári. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á ársþinginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Samgöngur Orkumál Sveitarstjórnarmál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira