Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2024 19:44 Anton Kári Halldórsson, sem er formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stóru málin á Suðurlandi eru samgöngur og orkumál með sérstaka áherslu á að arður af orkunni verði að hluta til eftir heima í héraði. Þetta segir formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem fagnar í leiðinni fjögur hundruð nýjum störfum við Hvammsvirkjun, sem hann segir að verði meira og minna skipuð erlendu vinnuafli. Um 70 sveitarstjórnarmenn sátu ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, auk fjölmargra gesta, sem fór fram á Hótel Örk í gær og lauk síðdegis í dag. Mörg mál voru til umfjöllunar og margar ályktanir samþykktar. En hvaða mál eru það sem eru efst á baugi hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi? „Stóru málin eru alltaf á Suðurlandi samgöngumál og vegakerfið hvort, sem það eru stofnvegir eða tengivegir og orkumálin og að arður af orkunni verði eftir heima í héraði,” segir Anton Kári Halldórsson, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Okkur sárvantar nýja Ölfusárbrú, okkur vantar göng til Vestmannaeyja og okkur vantar uppbyggingu á þjóðvegakerfinu í heild því það er gríðarlega umferð um Suðurland,” bætir Anton Kári við. Anton Kári segir að allflestir sveitarstjórnarmenn séu spenntir fyrir virkjunaráformum á Suðurlandi en leggur í leiðinni áherslu á að arðurinn verði að hluta til eftir í sveitarfélögunum til uppbyggingar þar. Ársþingið tókst einstaklega vel en það var haldið á Hótel Örk í HveragerðiMagnús Hlynur Hreiðarsson 400 manns munu fá starf í Hvammsvirkjun, hvaðan mun þetta fólk koma? „Ég býst við að stærsti hlutinn þeirra verði erlent vinnuafl en að sjálfsögðu geta allir fengið vinnu og það er eins og staðan á Suðurlandi er í dag í framkvæmdum, í sem sagt byggingaframkvæmdum í ferðaþjónustu að það er mikið til rekið á erlendu vinnuafli, sem er gott en það er líka krefjandi fyrir sveitarfélagið og að sinna fjölmenningarmálum og þar viljum við gera vel sveitarfélög á Suðurlandi,” segir Anton Kári. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á ársþinginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Samgöngur Orkumál Sveitarstjórnarmál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Um 70 sveitarstjórnarmenn sátu ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, auk fjölmargra gesta, sem fór fram á Hótel Örk í gær og lauk síðdegis í dag. Mörg mál voru til umfjöllunar og margar ályktanir samþykktar. En hvaða mál eru það sem eru efst á baugi hjá sveitarstjórnarfólki á Suðurlandi? „Stóru málin eru alltaf á Suðurlandi samgöngumál og vegakerfið hvort, sem það eru stofnvegir eða tengivegir og orkumálin og að arður af orkunni verði eftir heima í héraði,” segir Anton Kári Halldórsson, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. „Okkur sárvantar nýja Ölfusárbrú, okkur vantar göng til Vestmannaeyja og okkur vantar uppbyggingu á þjóðvegakerfinu í heild því það er gríðarlega umferð um Suðurland,” bætir Anton Kári við. Anton Kári segir að allflestir sveitarstjórnarmenn séu spenntir fyrir virkjunaráformum á Suðurlandi en leggur í leiðinni áherslu á að arðurinn verði að hluta til eftir í sveitarfélögunum til uppbyggingar þar. Ársþingið tókst einstaklega vel en það var haldið á Hótel Örk í HveragerðiMagnús Hlynur Hreiðarsson 400 manns munu fá starf í Hvammsvirkjun, hvaðan mun þetta fólk koma? „Ég býst við að stærsti hlutinn þeirra verði erlent vinnuafl en að sjálfsögðu geta allir fengið vinnu og það er eins og staðan á Suðurlandi er í dag í framkvæmdum, í sem sagt byggingaframkvæmdum í ferðaþjónustu að það er mikið til rekið á erlendu vinnuafli, sem er gott en það er líka krefjandi fyrir sveitarfélagið og að sinna fjölmenningarmálum og þar viljum við gera vel sveitarfélög á Suðurlandi,” segir Anton Kári. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á ársþinginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Samgöngur Orkumál Sveitarstjórnarmál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira