Kaupendur hússins eru Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Aflvaka, og Stella María Ármann kennari. Samkvæmt kaupsamningi greiddu hjónin 239 milljónir fyrir eignina.
Húsið var fyrst auglýst til sölu í júní 2022. Þá var óskað eftir tilboði í eignina en fasteignamatið var 161,6 milljónir.
Gerður og Jakob eru að byggja sér draumahúsið sitt í Hveragerði. Í samtali við Vísi á sínum tíma greindi Gerður frá því að þar ættu þau fjölskyldu og vini sem þau hlökkuðu mikið til að vera nær.
Hún sagði að það yrði erfitt að kveðja húsið í Kópavogi en foreldrar hennar byggðu það. Húsið er staðsett nálægt golfvellinum GKG með stórbrotnu útsýni.
Eigninni hefur verið skipt upp í tvær íbúðir og telur samtals sex svefnherbergi og fjögur baðherbergi.