„Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. janúar 2025 20:22 Viðvarandi skortur hefur verið á heitu vatni í Hveragerði vegna bilaðs mótors í borholu. Vísir/Samsett Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur skorað á Orkuveitu Reykjavíkur að tryggja Hvergerðingum fyrirtækjum og stofnunum í bænum afhendingaröryggi á heitu vatni. Formaður bæjarráðs segir viðvarandi skort verið á heitu vatni frá í byrjun desember. Áskorunin var birt á heimasíðu Hveragerðisbæjar eftir bæjarráðsfund í dag. Þar segir bæjarráð að þolinmæði Hvergerðinga sé komin að þolmörkum og að gengið yrði fljótt til verks kæmi slíkt upp á höfuðborgarsvæðinu, „Síðustu ár yfir vetrarmánuðina og núna frá því í byrjun desember 2024 hefur verið viðvarandi skortur á heitu vatni í sveitarfélaginu, nú vegna bilunnar í einni borholu. Í upphaflegri tilkynningu frá Veitum kom fram að viðgerðin tæki einhverja daga hið minnsta,“ segir í fundargerðinni. Nú meira en mánuði síðar beri enn við skorti á heitu vatni og mun lægra hitastig á heitu vatni en fólk á að venjast. Samkvæmt tölvupósti sem íbúum bæjarins barst í gær verða svo enn frekari tafir á viðgerð þar sem panta þurfti nýjan mótor sem ekki er vitað hvenær berist til landsins. Gjaldið jafnvel hærra en vanalega Þrátt fyrir þetta er íbúum, fyrirtækjum og stofnunum gert að greiða fullt gjald, og jafnvel meira en það, þar sem aukið rennsli af vatni þarf með lægra hitastigi á heitu vatni til að halda húsum heitum. Einnig kemur fram að sundlaugin Laugaskarði hafi verið lokuð það sem af er nýja árinu með tilheyrandi tekjutapi og kostnaði fyrir sveitarfélagið, enda séu þar starfsmenn á launum en engir gestir nema í líkamsræktinni. „Það er nokkuð víst að kæmi slíkt ástand upp í Reykjavík líkt og varað hefur í Hveragerði yrði gengið fljótt til verks. Þolinmæði Hvergerðinga er komin að þolmörkum gagnvart þessu heitavatnsleysi síðustu ár,“ segir í áskorun bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Búnaðurinn fyrstur sinnar tegundar í heimi Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði erindi bæjarráðs ekki hafa borist Veitum þegar blaðamaður sló á þráðinn en að það fari sinn eðlilega farveg innanhúss. Hún segist átta sig á því að ástandið sé bagalegt fyrir íbúa en segir heita vatnið þó vera innan viðmiðunarmarka, þó í kaldari endann. Veitur séu meðvitaðar um bilunina sem hefur borið við síðan í byrjun desembermánuðar. Mótorinn í dælu borholunnar hafi bilað sem sé sérsmíðaður búnaður vegna þess hve heitt vatnið sé í borholunni. Venjulegar borholur á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru á bilinu 60 til 90 gráður en holan í Hveragerði er um 180 gráður. Þetta er ekki búnaður sem við eigum uppi í hillu. Hann var pantaður fyrir um ári síðan og er á leiðinni,“ segir Silja. Lagast vonandi í næstu viku Ástæðuna fyrir því að viðgerðin taki svona langan tíma segir Silja vera þá að þegar dælunni var komið fyrir árið 2019 hafi það verið í fyrsta skipti í heiminum sem slíkum búnaði hafi verið komið fyrir í svo heitri borholu. „Þess vegna tekur þetta svo langan tima, hann er svo sérhæfður,“ segir hún. Hún segir varamótor berast til landsins í næstu viku sem verður svo settur niður. Gert sé ráð fyrir því að heita vatnið verði heitara undir næstu viku. Hveragerði Vatn Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Sjá meira
Áskorunin var birt á heimasíðu Hveragerðisbæjar eftir bæjarráðsfund í dag. Þar segir bæjarráð að þolinmæði Hvergerðinga sé komin að þolmörkum og að gengið yrði fljótt til verks kæmi slíkt upp á höfuðborgarsvæðinu, „Síðustu ár yfir vetrarmánuðina og núna frá því í byrjun desember 2024 hefur verið viðvarandi skortur á heitu vatni í sveitarfélaginu, nú vegna bilunnar í einni borholu. Í upphaflegri tilkynningu frá Veitum kom fram að viðgerðin tæki einhverja daga hið minnsta,“ segir í fundargerðinni. Nú meira en mánuði síðar beri enn við skorti á heitu vatni og mun lægra hitastig á heitu vatni en fólk á að venjast. Samkvæmt tölvupósti sem íbúum bæjarins barst í gær verða svo enn frekari tafir á viðgerð þar sem panta þurfti nýjan mótor sem ekki er vitað hvenær berist til landsins. Gjaldið jafnvel hærra en vanalega Þrátt fyrir þetta er íbúum, fyrirtækjum og stofnunum gert að greiða fullt gjald, og jafnvel meira en það, þar sem aukið rennsli af vatni þarf með lægra hitastigi á heitu vatni til að halda húsum heitum. Einnig kemur fram að sundlaugin Laugaskarði hafi verið lokuð það sem af er nýja árinu með tilheyrandi tekjutapi og kostnaði fyrir sveitarfélagið, enda séu þar starfsmenn á launum en engir gestir nema í líkamsræktinni. „Það er nokkuð víst að kæmi slíkt ástand upp í Reykjavík líkt og varað hefur í Hveragerði yrði gengið fljótt til verks. Þolinmæði Hvergerðinga er komin að þolmörkum gagnvart þessu heitavatnsleysi síðustu ár,“ segir í áskorun bæjarráðs Hveragerðisbæjar. Búnaðurinn fyrstur sinnar tegundar í heimi Silja Ingólfsdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sagði erindi bæjarráðs ekki hafa borist Veitum þegar blaðamaður sló á þráðinn en að það fari sinn eðlilega farveg innanhúss. Hún segist átta sig á því að ástandið sé bagalegt fyrir íbúa en segir heita vatnið þó vera innan viðmiðunarmarka, þó í kaldari endann. Veitur séu meðvitaðar um bilunina sem hefur borið við síðan í byrjun desembermánuðar. Mótorinn í dælu borholunnar hafi bilað sem sé sérsmíðaður búnaður vegna þess hve heitt vatnið sé í borholunni. Venjulegar borholur á höfuðborgarsvæðinu og víðar eru á bilinu 60 til 90 gráður en holan í Hveragerði er um 180 gráður. Þetta er ekki búnaður sem við eigum uppi í hillu. Hann var pantaður fyrir um ári síðan og er á leiðinni,“ segir Silja. Lagast vonandi í næstu viku Ástæðuna fyrir því að viðgerðin taki svona langan tíma segir Silja vera þá að þegar dælunni var komið fyrir árið 2019 hafi það verið í fyrsta skipti í heiminum sem slíkum búnaði hafi verið komið fyrir í svo heitri borholu. „Þess vegna tekur þetta svo langan tima, hann er svo sérhæfður,“ segir hún. Hún segir varamótor berast til landsins í næstu viku sem verður svo settur niður. Gert sé ráð fyrir því að heita vatnið verði heitara undir næstu viku.
Hveragerði Vatn Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Innlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Sjá meira