Hefur sett saman um 100 módelbíla í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2024 21:06 50 af 100 bílunum, sem Daði hefur sett saman í gegnum árin. Allir þessir bílar verða til sýnis á sýningunni á sunnudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það allra skemmtilegasta sem fimmtugur málarameistari í Hveragerði gerir er að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Bronco, Land Rover og Scania vörubílar eru í mestu uppáhaldi hjá bílaáhugamanninum. Hér eru við að tala um Daða Sævar Sólmundarson, sem er forfallinn bílaáhugamaður þegar kemur að því að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Daði kaupir bílana í pörtum en það er þá hans hlutverk að setja þá saman eftir kúnstarinnar reglum, mála þá og láta þá líta, sem allra best út. „Hérna eru Broncoarnir, hérna er 1974 óbreyttur og hérna er annar sem er búið að klippa úr brettunum á aðeins breyttur eins og þeir voru ansi margir. Svo er ég hérna með 1966 módelið með hvítum stuðurum og sex sílentra vél og orðin snubbóttari en hinir,” segir Daði þegar hann sýnir nokkra af bílunum. Og Daði á að sjálfsögðu líka Wolkswagen bjöllu. „Þetta er mjög skemmtilegt módel, mikið af smáatriðum í henni. Það er allt, hangarnir og blómavasinn eru í mælaborðinu eins og var í þeim upphaflegu bílunum.” Daði Sævar með eina af Scaníunum, sem hann hefur sett saman, bíll, sem er í miklu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Daði hefur alltaf verið mikil Land Rover maður og hefur sett þá nokkra þannig saman. „Þetta er Land Rover 1964, bensín með númerinu X 318 en afi minn átti þennan. Og hérna er ég með til dæmis Willys jeppa, sem ég byggði yfir upp á gamla mátann eins og gert var í gamla daga,” segir Daði. Daði hefur líka sett saman fullt af amerískum köggum þar sem árgerðirnar eru frá 1967 til 1973. Og svo eru það Skaníurnar, sem Daði hefur mikið dálæti á. „Ég er Scaniukarl ef það kemur að vörubílum, þá er það Scania og ekkert annað þó ég sé eins mikill Benskarl og ég er samt þá er það Scanian, sem snertir mig meira þegar kemur að vörubílum,” segir Daði. Bílarnir eru ótrúlega flottir og vel gerðir hjá Daða Sævari.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sonurinn er stoltur af bílaáhugamáli pabba síns. „Mér finnst þetta bara mjög flott en ég hef kannski ekkert mestan áhuga í heimi á þessu en það er alltaf gott að eiga áhugamál,” segir Hallgrímur, sem er nemandi við Menntaskólann að Laugarvatni. Það stendur mikið til sunnudaginn 20. október hjá IPMS samtökunum, sem íslenska módelsamtökin eru hluti af en þau verða með öll flottustu módel landsins til sýnis fyrir almenning í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi þann dag. Módelsýningin fer fram sunnudaginn 20. október í Kíwanishúsi Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a (gul gata) í Kópavogi. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en allur ágóði rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru.Aðsend Hveragerði Bílar Föndur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Hér eru við að tala um Daða Sævar Sólmundarson, sem er forfallinn bílaáhugamaður þegar kemur að því að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Daði kaupir bílana í pörtum en það er þá hans hlutverk að setja þá saman eftir kúnstarinnar reglum, mála þá og láta þá líta, sem allra best út. „Hérna eru Broncoarnir, hérna er 1974 óbreyttur og hérna er annar sem er búið að klippa úr brettunum á aðeins breyttur eins og þeir voru ansi margir. Svo er ég hérna með 1966 módelið með hvítum stuðurum og sex sílentra vél og orðin snubbóttari en hinir,” segir Daði þegar hann sýnir nokkra af bílunum. Og Daði á að sjálfsögðu líka Wolkswagen bjöllu. „Þetta er mjög skemmtilegt módel, mikið af smáatriðum í henni. Það er allt, hangarnir og blómavasinn eru í mælaborðinu eins og var í þeim upphaflegu bílunum.” Daði Sævar með eina af Scaníunum, sem hann hefur sett saman, bíll, sem er í miklu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Daði hefur alltaf verið mikil Land Rover maður og hefur sett þá nokkra þannig saman. „Þetta er Land Rover 1964, bensín með númerinu X 318 en afi minn átti þennan. Og hérna er ég með til dæmis Willys jeppa, sem ég byggði yfir upp á gamla mátann eins og gert var í gamla daga,” segir Daði. Daði hefur líka sett saman fullt af amerískum köggum þar sem árgerðirnar eru frá 1967 til 1973. Og svo eru það Skaníurnar, sem Daði hefur mikið dálæti á. „Ég er Scaniukarl ef það kemur að vörubílum, þá er það Scania og ekkert annað þó ég sé eins mikill Benskarl og ég er samt þá er það Scanian, sem snertir mig meira þegar kemur að vörubílum,” segir Daði. Bílarnir eru ótrúlega flottir og vel gerðir hjá Daða Sævari.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sonurinn er stoltur af bílaáhugamáli pabba síns. „Mér finnst þetta bara mjög flott en ég hef kannski ekkert mestan áhuga í heimi á þessu en það er alltaf gott að eiga áhugamál,” segir Hallgrímur, sem er nemandi við Menntaskólann að Laugarvatni. Það stendur mikið til sunnudaginn 20. október hjá IPMS samtökunum, sem íslenska módelsamtökin eru hluti af en þau verða með öll flottustu módel landsins til sýnis fyrir almenning í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi þann dag. Módelsýningin fer fram sunnudaginn 20. október í Kíwanishúsi Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a (gul gata) í Kópavogi. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en allur ágóði rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru.Aðsend
Hveragerði Bílar Föndur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira