Reykjavík

Fréttamynd

„Þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall“

Aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2013 barst lögreglu tilkynning frá áhyggjufullum íbúa í Hraunbæ í Reykjavík. Íbúinn kvaðst reglulega verða fyrir ónæði vegna hávaða og tónlistar úr íbúðinni fyrir ofan en í þetta sinn var hljóðið í honum þyngra. Hann sagðist hafa heyrt skothvell koma úr íbúðinni og tók sérstaklega fram að hann hefði starfað á erlendri grundu sem friðargæsluliði og þekkti því skothljóð vel. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Komu manni til hjálpar sem villtist á Bláfjallasvæðinu

Fyrir nokkrum mínútum síðan, laust eftir klukkan fjögur í dag, voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar út vegna manns sem er týndur á Bláfjallasvæðinu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

„Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“

Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fór inn í bíl og rændi ökumann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um rán í Laugardalnum þar sem maður fór inn í bíl, ógnaði ökumanni og hafði á brott muni í eigu ökumannsins. Þá varð slys í Garðabæ þar sem tveir bílar skullu saman og urðu báðir óökufærir.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn er fundinn

Rétt fyrir klukkan fimm í dag voru björgunarsveitir kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu vegna göngumanns sem er villtur nálægt Móskarðshnjúkum. Maðurinn náði sjálfur að tilkynna að hann hefði villst af leið.

Innlent
Fréttamynd

Leggjumst öll á eitt

Yfirborð jarðar hefur verið að hlýna allar götur síðan iðnbyltingin hófst. Við erum nú þegar farin að upplifa alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar vegna loftslagsbreytinga.

Skoðun
Fréttamynd

Nagladekk spila langstærstan þátt í myndun svifryks

Greining nýrrar rannsóknar bendir til þess að nagladekkjanotkun spili langstærstan þátt í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er að draga þurfi verulega úr nagladekkjanotkun.

Innlent
Fréttamynd

Lýsti því eins og í dýra­lífs­þætti þegar hún horfði í augun á á­rásar­manninum

Kona sem varð fyrir hnífaárás í íbúð sinni við Langholtsveg í sumar segist viss um að hún hefði látið lífið í árásinni, sem leigjandi hennar til skamms tíma er ákærður fyrir, ef ekki hefði verið fyrir snör viðbrögð af hennar hálfu. Hún lýsir því að hún hafi vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varðist einnig hnífsstungum með þvottakörfu. Atburðarásin hafi verið óraunveruleg og maðurinn ítrekað hótað henni lífláti.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir fimm milljóna króna þjófnaðinn í Gulli og silfri

Rúmenskur karlmaður hefur reynst nokkuð stórtækur í þjófnaði undanfarna mánuði. Hann hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi en hann lét meðal annars greipar sópa í Gull og silfri á Laugavegi í september og hafði á brott skartgripi að verðmæti fimm milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Hús­næði fyrst – far­sæl stefna til fram­tíðar!

Allt fram til ársins 2014 var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra í Reykjavík. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa karla í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn.

Skoðun
Fréttamynd

Nágrannar tilkynna mun meira en áður til barnaverndarnefnda

Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 14% milli ára á landsvísu. Nýjar deildir borgarinnar sinna eingöngu börnum af erlendum uppruna og börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Sviðsstjóri velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur miklar áhyggjur af ungmennum í hópnum.

Innlent
Fréttamynd

Vilt þú ráða hvar þú býrð?

Réttur okkar til að ákveða sjálf hvar við búum finnst okkur sjálfsagður, ekki satt? Mig langar að biðja þig að hugleiða hvort eftirfarandi lýsing væru aðstæður sem þú myndir sætta þig við.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin þurfi fleiri milljarða frá ríkinu vegna faraldursins

Reykjavíkurborg telur að fjárhagslegt högg borgarinnar vegna áhrifa kórónuveirunnar verði umtalsvert meira en áður var áætlað. Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar við þingsályktunartillgöu um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Skíðlogaði í bíl í Seljahverfi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust fyrir klukkan hálftvö í nótt vegna elds sem hafði kviknað í bíl á bílastæði í Seljahverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri pláss, minna stress

Diljá Ámundadóttir Zoega, fulltrúi Viðreisnar í Skóla og frístundaráði í Reykjavík skrifar um leikskólamál í Reykjavík.

Skoðun
Fréttamynd

Fær fullar bætur sex árum eftir al­var­legt bíl­slys á Gullin­brú

Karlmaður sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Gullinbrú fyrir sex árum fær fullar bætur úr slysatryggingu frá tryggingafélagi sínu samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Tryggingafélagið vildi skerða eða fella niður bæturnar vegna þess að maðurinn ók of hratt þegar slysið varð.

Innlent
Fréttamynd

Þjóð­hags­leg arð­semi Borgar­línu

Að undanförnu hefur borið á gagnrýni í fjölmiðlum á félagshagfræðilega greiningu á fyrsta fasa Borgarlínu sem finna má í fimm ára samgönguáætlun Alþingis og er jafnframt hluti af samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

Skoðun
Fréttamynd

Annasöm nótt hjá lögreglu

Eldur í báti við Grandagarð í Reykjavík var á meðal fjölda verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt. Töluvert var um útköll vegna hávaða og ónæðis víðs vegar um borgina.

Innlent