Grunaður um ýmis brot og reyndi að hlaupa frá lögreglu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. apríl 2022 07:41 Alls voru tíu stöðvaðir í höfuðborginni vegna gruns um akstur undir áhrifum. Vísir/Vilhelm Þó nokkur ölvunarmál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en tíu ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá voru tveir ofurölvi einstaklingar vistaðir í fangageymslu sökum ástands. Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var maður handtekinn í miðbænum eftir umferðaróhapp en ökumaðurinn er grunaður um ýmis brot. Má þar meðal annars nefna akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, og að reyna að hlaupa á brott af vettvangi. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Á svipuðum tíma hafði lögregla afskipti af ökumanni bifhjóls í Árbæ en ökumaðurinn hafði ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Maðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Fleiri sviptir ökuréttindum Laust eftir klukkan eitt var síðan ökumaður stöðvaður á Reykjanesbrautinni en sá er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Fyrr um kvöldið hafði ökumaður verið stöðvaður í Grafarholti af sömu ástæðu. Í dagbók lögreglu kemur einnig fram annar ökumaður hafi verið stöðvaður í Grafarholti á tíunda tímanum í gærkvöldi en mikil fíkniefnalykt kom frá ökumanni. Lögreglumenn fundu ætluð fíkniefni í bílnum en ökumaðurinn sjálfur reyndist ekki vera undir áhrifum. Efnin voru haldlögð og skýrsla rituð. Þá var lögregla með eftirlit með ölvunarakstri á Hafnarfjarðarvegi þar sem alls voru um 65 stöðvaðir. Tveir reyndust undir refsimörkum og var gert að hætta akstri en einn var kærður fyrir ölvun við akstur, akstur án gildra ökuréttinda og skjalafals, þar sem hann var með falsað ökuskírteini. Tveir í annarlegu ástandi handteknir Lögregla hafði sömuleiðis afskipti af einstaklingum í annarlegu ástandi en einn var handtekinn í miðbænum klukkan hálf þrjú í nótt þar sem hann var að veitast að fólki og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Var hann vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Klukkan þrjú hafði lögregla afskipti af manni sem var að kasta af sér þvagi á hús Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn var kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Upp úr klukkan fjögur í nótt var lögregla þá kölluð út að veitingahúsi í Hafnarfirði vegna ofurölvi manns. Maðurinn var í tökum dyravarða og fór ekki að fyrirmælum lögreglu en hann var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var maður handtekinn í miðbænum eftir umferðaróhapp en ökumaðurinn er grunaður um ýmis brot. Má þar meðal annars nefna akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, og að reyna að hlaupa á brott af vettvangi. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Á svipuðum tíma hafði lögregla afskipti af ökumanni bifhjóls í Árbæ en ökumaðurinn hafði ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Maðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Fleiri sviptir ökuréttindum Laust eftir klukkan eitt var síðan ökumaður stöðvaður á Reykjanesbrautinni en sá er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Fyrr um kvöldið hafði ökumaður verið stöðvaður í Grafarholti af sömu ástæðu. Í dagbók lögreglu kemur einnig fram annar ökumaður hafi verið stöðvaður í Grafarholti á tíunda tímanum í gærkvöldi en mikil fíkniefnalykt kom frá ökumanni. Lögreglumenn fundu ætluð fíkniefni í bílnum en ökumaðurinn sjálfur reyndist ekki vera undir áhrifum. Efnin voru haldlögð og skýrsla rituð. Þá var lögregla með eftirlit með ölvunarakstri á Hafnarfjarðarvegi þar sem alls voru um 65 stöðvaðir. Tveir reyndust undir refsimörkum og var gert að hætta akstri en einn var kærður fyrir ölvun við akstur, akstur án gildra ökuréttinda og skjalafals, þar sem hann var með falsað ökuskírteini. Tveir í annarlegu ástandi handteknir Lögregla hafði sömuleiðis afskipti af einstaklingum í annarlegu ástandi en einn var handtekinn í miðbænum klukkan hálf þrjú í nótt þar sem hann var að veitast að fólki og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Var hann vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Klukkan þrjú hafði lögregla afskipti af manni sem var að kasta af sér þvagi á hús Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn var kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Upp úr klukkan fjögur í nótt var lögregla þá kölluð út að veitingahúsi í Hafnarfirði vegna ofurölvi manns. Maðurinn var í tökum dyravarða og fór ekki að fyrirmælum lögreglu en hann var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira