Eflum samgöngur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur Steinn Jóhannsson skrifar 10. apríl 2022 14:00 Á síðustu árum hefur orðið bylting í samgönguháttum í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað mikið sem kjósa umhverfisvænan fararmáta til og frá vinnu eða til að njóta útivistar, t.d. hjól, rafskutlur og rafhjól. Einnig hafði COVID þau áhrif að enn stærri hópur fór að njóta útivistar og notaði göngu- og hjólreiðastíga í meira mæli en áður. Hvernig getum við stutt betur við þessa þróun á komandi árum? Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á að styðja við, bæta og efla umhverfisvænar samgöngur. Í stefnu okkar segir: „Uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar verði flýtt eins og kostur er, sem og öðrum framkvæmdum í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem eru mannaflafrek og skila miklum loftslagsávinningi.“ Í samræmi við stefnuna er mikilvægt á næstu árum að breikka stíga og greina meira á milli hjólandi og gangandi vegfarenda þar sem þessi hópur fer ört stækkandi. Jafnframt þarf Hafnarfjörður að huga betur að uppbyggingu stofnleiða og tengja við önnur sveitarfélög. Huga þarf sérstaklega að því að tengja þessar stofnleiðir við Borgarlínuna. Einnig þarf að skoða betri tengingu fyrir þennan hóp að útivistarperlum í nágrenni bæjarins. Nægir þar að nefna Helgafellið og er tilvalið að gera göngu- og hjólastíg að bílastæðunum skammt frá Helgafellinu. Einnig þarf að huga að stíg samhliða Krísuvíkurveginum í samvinnu við Vegagerðina en vegurinn er einn vinsælasti á meðal hjólreiðamanna og oft er þeim mikil hætta búin af þungaflutningum sem koma frá Vatnsskarðsnámunni. Til viðbótar má nefna að skynsamleg framkvæmd væri að byggja stíg meðfram allri strandlengjunni þar sem golfvöllur Keilis er staðsettur. Áðurnefndar breytingar myndu auka aðdráttarafl Hafnarfjarðar, stuðla að umhverfisvænni samgöngum og styðja vel við lýðheilsustefnu stjórnvalda og stuðla að aukinni útivist. Það er þörf á byltingu í almenningssamgöngum og Samfylkingin mun beita sér fyrir því á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 21. sæti á lista Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur orðið bylting í samgönguháttum í íslensku samfélagi. Þeim hefur fjölgað mikið sem kjósa umhverfisvænan fararmáta til og frá vinnu eða til að njóta útivistar, t.d. hjól, rafskutlur og rafhjól. Einnig hafði COVID þau áhrif að enn stærri hópur fór að njóta útivistar og notaði göngu- og hjólreiðastíga í meira mæli en áður. Hvernig getum við stutt betur við þessa þróun á komandi árum? Við í Samfylkingunni leggjum áherslu á að styðja við, bæta og efla umhverfisvænar samgöngur. Í stefnu okkar segir: „Uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar verði flýtt eins og kostur er, sem og öðrum framkvæmdum í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem eru mannaflafrek og skila miklum loftslagsávinningi.“ Í samræmi við stefnuna er mikilvægt á næstu árum að breikka stíga og greina meira á milli hjólandi og gangandi vegfarenda þar sem þessi hópur fer ört stækkandi. Jafnframt þarf Hafnarfjörður að huga betur að uppbyggingu stofnleiða og tengja við önnur sveitarfélög. Huga þarf sérstaklega að því að tengja þessar stofnleiðir við Borgarlínuna. Einnig þarf að skoða betri tengingu fyrir þennan hóp að útivistarperlum í nágrenni bæjarins. Nægir þar að nefna Helgafellið og er tilvalið að gera göngu- og hjólastíg að bílastæðunum skammt frá Helgafellinu. Einnig þarf að huga að stíg samhliða Krísuvíkurveginum í samvinnu við Vegagerðina en vegurinn er einn vinsælasti á meðal hjólreiðamanna og oft er þeim mikil hætta búin af þungaflutningum sem koma frá Vatnsskarðsnámunni. Til viðbótar má nefna að skynsamleg framkvæmd væri að byggja stíg meðfram allri strandlengjunni þar sem golfvöllur Keilis er staðsettur. Áðurnefndar breytingar myndu auka aðdráttarafl Hafnarfjarðar, stuðla að umhverfisvænni samgöngum og styðja vel við lýðheilsustefnu stjórnvalda og stuðla að aukinni útivist. Það er þörf á byltingu í almenningssamgöngum og Samfylkingin mun beita sér fyrir því á næsta kjörtímabili. Höfundur skipar 21. sæti á lista Samfylkingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun