Æfingin fer fram fram á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu milli klukkan 7 til 14 á morgun en upplýsingar um staðsetningar og viðfangsefni æfingarinnar verða ekki veittar fyrr en að henni lokinni.
Ekki stendur til að grípa til lokana vegna æfingarinnar en almenningur gæti orðið var við nokkurn viðbúnað, segir í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.