Reykjavík

Fréttamynd

Sam­þykkja aukningu hluta­fjár Ljós­leiðarans

Þrjú sveitarfélög sem eru eigendur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og endanlegir eigendur Ljósleiðarans ehf., hafa samþykkt að auka hlutafé félagsins. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð bjóða því nýjum hluthöfum það til kaups. 

Innlent
Fréttamynd

Sósíalísk fjár­hags­á­ætlun – svona byggjum við góða borg

Kæru félagar. Í þessari grein ætlum við að ræða fjárhagsstöðu Reykjavíkur og sýn Sósíalista. Sýn sem felur í sér að létta gjaldtöku af lág- og millitekjufólki og færa hana til þeirra sem hafa bolmagn. Á síðustu árum hafa skattar verið lækkaðir á fyrirtæki og hin ríku.

Skoðun
Fréttamynd

Brýnar á­bendingar fjár­mála­sviðs sitja á hakanum

Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar hefur um árabil brýnt fyrir borginni að skilgreina þak á erlendar skuldir Orkuveitu Reykjavíkur og að gera aðgerðaáætlun um það hvernig beinum ábyrgðum borgarsjóðs á lánum Orkuveitunnar verði mætt.

Klinkið
Fréttamynd

Engar ábendingar borist vegna Sölva

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að hinum nítján ára gamla Sölva Guðmundssyni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa enn engar ábendingar borist vegna Sölva en lýst var eftir honum fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan lýsir eftir Sölva

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sölva Guðmundssyni. Sölvi er nítján ára, tæpir 190 sentimetrar að stærð, grannvaxinn með dökkt, hrokkið hár og brún augu. Hann er klæddur í svartar jogging buxur, ljósa hettupeysu og svartan primaloft jakka með hettu. Hann er í hvítum slitnum Nike skóm.

Innlent
Fréttamynd

Segja ríki og borg spila með fram­tíðar­öryggi lands­byggðarinnar

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í fjórtán sveitarfélögum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem áform innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um að hefjast handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning íbúðauppbyggingar í Skerjafirði eru fordæmd. Þau setji framtíð Reykjavíkurflugvallar, og þar með framtíðaröryggi landsbyggðarinnar í uppnám. 

Innlent
Fréttamynd

Syst­kini boða til hlaups til styrktar Ein­stökum börnum

Systkinin Nína Kristín, Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn hafa boðið öllum sem vilja að hlaupa, ganga eða rúlla með þeim fimm kílómetra í miðbæ Reykjavíkur á morgun, 1. maí. Hlaupið verður til styrktar Einstökum börnum og til heiðurs móður þeirra, sem átti afmæli 1. maí og lést fyrir ellefu árum.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta var upp­­á­halds­húsið hennar mömmu“

Haraldur Þorleifsson, betur þekktur sem Halli í Ueno, segir að viðbrögð landsmanna við veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu 11 hafi farið fram úr sínum björtustu vonum. Hann segist hafa viljað fylla uppáhaldshús móður sinnar af lífi.

Lífið
Fréttamynd

Dyra­vörður réðst á gest á skemmti­stað

Klukkan tuttugu mínútur yfir eitt í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um líkamsárás á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Dyravörður staðarins er grunaður um að hafa beitt gest ofbeldi. Ekki kemur fram hverjar aðgerðir lögreglu voru eða hvort slys voru á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Allar raddir muni heyrast og ekkert borð­fast um sam­einingu

Til stendur að skoða mögulega sameiningu eða aukið samstarf sem nær til átta framhaldsskóla á landinu. Ráðherra segir samtal eftir að eiga sér stað, mál sem þessu séu viðkvæm og ekkert verið ákveðið. Sameining Kvennaskóla Reykjavíkur og Menntaskólans við Sund í nýju húsnæði hefur þó vakið hörð viðbrögð. Kvenskælingar sem fréttastofa ræddi við kvörtuðu ekki mikið en kennarar vara við slæmum áhrifum. 

Innlent
Fréttamynd

Sjö bíla á­rekstur í Ár­túns­brekku

Laust eftir klukkan 17 í dag varð árekstur í Ártúnsbrekku við eldsneytisstöð N1 í austurátt. Alls voru sjö bílar sem lentu saman. Einn var fluttur á sjúkrahús með minniháttar áverka.

Innlent
Fréttamynd

Hollywood muni laðast að Gufu­nesi

Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skatturinn vill slíta Reykja­víkur­listanum

Skatturinn hefur farið fram á slit á þrjátíu félögum í umdæmi Héraðsdóms Reykjavíkur. Meðal félaga eru Skákfélagið Hrókurinn, Íslenska sundþjálfarasambandið og Reykjavíkurlistinn. 

Innlent
Fréttamynd

„Af hverju má mér ekki líða vel?“

Íbúi á tjaldsvæðinu í Laugardal segir þá sem sjá um að finna langtímastæði fyrir íbúana þar þurfi að girða sig í brók. Leigusamningar þeirra sem búa í hjólhýsum á tjaldsvæðinu renna út um miðjan maí.

Innlent
Fréttamynd

Ótrúlegt vetrarríki á Hellu og Selfossi í dag

Vetur konungur hrifsaði aftur til sín völdin á suður- og suðvesturlandi í morgun. Snjóþyngslin eru afar óvenjuleg fyrir þennan árstíma - og létu einna helst finna fyrir sér á Selfossi og Hellu, þar sem gríðarlegir skaflar mynduðust

Innlent