Heimsóttu Dagbjörtu fyrir handtökuna: „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið“ Jón Þór Stefánsson skrifar 26. júní 2024 15:51 Maðurinn fannst látinn i íbúð í Bátavogi. Vísir/Vilhelm Tveir menn komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða áður en Dagbjört Rúnarsdóttir var handtekin en eftir að hinn látni hafði verið fluttur á brott með sjúkrabíl. Dagbjört er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september í fyrra, Annar þessara tveggja manna gaf skýrslu fyrir dómi í dag, en hann sagðist hvorki þekkja Dagbjörtu né hinn látna. Hins vegar hafi félagi hans, hinn maðurinn, þekkt þau. „Hvers vegna komst þú þangað?“ spurði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari fyrir dómi í dag. „Það er mjög góð spurning,“ svaraði maðurinn. Hann sagðist hafa verið með vini sínum sem hafi heyrt í Dagbjörtu. „Hann sagði: kíkjum á þessa vinkonu mína. Ég hafði aldrei hitt hana áður.“ Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Blöskraði dauði hundurinn Vinurinn hafi útskýrt fyrir honum að þetta væri gott fólk. Honum þætti þó stundum leiðinlegt hvernig Dagbjört kæmi fram við hinn látna. Maðurinn útskýrði að þar sem hann þekkti ekki Dagbjörtu ætti hann erfitt með að lýsa því í hvers konar ástandi hún væri, en að hans viti hafi henni ekki liðið „neitt rosalega vel“. Dagbjört hafi boðið þeim drykki, og reynt að sína þeim látinn hund sem væri í frystinum. „Mér hálfblöskraði þegar hún ætlaði að sýna okkur þennan hund. Ég er ekki vanur því að koma heim til fólks og vera sýndur dauður hundur,“ sagði hann. Maðurinn segir Dagbjörtu hafa talað um að hinn látni, sem þeir vissu einungis að hefði verið fluttur með sjúkrabíl á brott, hefði eitrað fyrir hundinum. Síðan hafi lögreglan komið á vettvang og beðið þá um að fara út, sem og þeir gerðu. Í kjölfarið var Dagbjört handtekin. „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið á þennan stað.“ Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. 26. júní 2024 11:13 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Annar þessara tveggja manna gaf skýrslu fyrir dómi í dag, en hann sagðist hvorki þekkja Dagbjörtu né hinn látna. Hins vegar hafi félagi hans, hinn maðurinn, þekkt þau. „Hvers vegna komst þú þangað?“ spurði Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari fyrir dómi í dag. „Það er mjög góð spurning,“ svaraði maðurinn. Hann sagðist hafa verið með vini sínum sem hafi heyrt í Dagbjörtu. „Hann sagði: kíkjum á þessa vinkonu mína. Ég hafði aldrei hitt hana áður.“ Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Blöskraði dauði hundurinn Vinurinn hafi útskýrt fyrir honum að þetta væri gott fólk. Honum þætti þó stundum leiðinlegt hvernig Dagbjört kæmi fram við hinn látna. Maðurinn útskýrði að þar sem hann þekkti ekki Dagbjörtu ætti hann erfitt með að lýsa því í hvers konar ástandi hún væri, en að hans viti hafi henni ekki liðið „neitt rosalega vel“. Dagbjört hafi boðið þeim drykki, og reynt að sína þeim látinn hund sem væri í frystinum. „Mér hálfblöskraði þegar hún ætlaði að sýna okkur þennan hund. Ég er ekki vanur því að koma heim til fólks og vera sýndur dauður hundur,“ sagði hann. Maðurinn segir Dagbjörtu hafa talað um að hinn látni, sem þeir vissu einungis að hefði verið fluttur með sjúkrabíl á brott, hefði eitrað fyrir hundinum. Síðan hafi lögreglan komið á vettvang og beðið þá um að fara út, sem og þeir gerðu. Í kjölfarið var Dagbjört handtekin. „Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið á þennan stað.“
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir „Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. 26. júní 2024 11:13 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. 26. júní 2024 11:13