Brjóta rúður í Grafarvogi vegna Tiktok-æðis Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 09:00 Furðuleg tískubylgja gengur nú yfir þar sem unglingar skemmta sér við að sparka í útidyrahurðir fólks og hlaupa burt. Þau taka upp myndband af athæfinu og birta á Tiktok. Í vikunni brutu unglingar rúður heima hjá fólki í Grafarvogi. Getty/Vísir Unglingar í Grafarvogi hafa undanfarnar vikur gert Erlu Ríkharðsdóttur lífið leitt með því að berja og sparka aftur og aftur í útidyrahurð hennar og hlaupa burt. Í fyrrakvöld brutu unglingarnir rúðu í hamaganginum. Athæfið er í tísku á samfélagsmiðlinum Tiktok, þar sem unglingar um heim allan eru að taka upp myndbönd þar sem þeir sparka í hurðir og hlaupa burt. Erla segir að unglingarnir hafi komið eitt föstudagskvöld fyrir um mánuði síðan, og byrjað um sexleytið að sparka í hurðina. Svo hafi þeir alltaf flúið vettvang yfir á bæjarlóðina við hliðina. „Þeir báru allt af sér þegar við töluðum við þá, en þeir komu alltaf aftur og aftur þetta kvöld,“ segir Erla. Hún hafi svo hringt á lögregluna sem kom og tók skýrslu. Í fyrrakvöld hafi krakkarnir komið aftur, og þau sparkað svo fast að rúða í hurðinni brotnaði. „Í gærkvöldi komu svo tvær stelpur og þrusuðu í hurðina. Þetta er mjög óþægilegt, og þetta var sérstaklega óþægilegt þetta föstudagskvöld, og ekkert hægt að tala við þá með góðu eða neitt,“ segir Erla. Erla vakti fyrst athygli á þessu á Feisbúkksíðunni íbúar í Grafarvogi. Handteknir í Bandaríkjunum vegna athæfisins Fyrir viku síðan var greint frá því á Vísi að tveir táningar hefðu verið handteknir í Flórída í Bandaríkjunum eftir svipað athæfi. Fox News fjallaði upphaflega um málið. Unglingarnir í Flórída voru gripnir glóðvolgir á öryggismyndavél. Watch the latest video at foxnews.com Til eru fleiri dæmi um krakka sem hafa verið handteknir vegna svipaðra atvika, en í Bandaríkjunum hefur nokkuð verið fjallað um þessa furðulegu tísku sem nú gengur yfir. Samfélagsmiðlar Reykjavík TikTok Tengdar fréttir Vara við TikTok-æði eftir handtöku tveggja unglinga Tveir táningar í Flórída-ríki Bandaríkjanna hafa verið handteknir eftir að lögregla bar kennsl á þá í myndefni úr öryggismyndavél þar sem að þeir sáust sparka í hurðar á húsum ókunnugra. 14. júní 2024 08:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Erla segir að unglingarnir hafi komið eitt föstudagskvöld fyrir um mánuði síðan, og byrjað um sexleytið að sparka í hurðina. Svo hafi þeir alltaf flúið vettvang yfir á bæjarlóðina við hliðina. „Þeir báru allt af sér þegar við töluðum við þá, en þeir komu alltaf aftur og aftur þetta kvöld,“ segir Erla. Hún hafi svo hringt á lögregluna sem kom og tók skýrslu. Í fyrrakvöld hafi krakkarnir komið aftur, og þau sparkað svo fast að rúða í hurðinni brotnaði. „Í gærkvöldi komu svo tvær stelpur og þrusuðu í hurðina. Þetta er mjög óþægilegt, og þetta var sérstaklega óþægilegt þetta föstudagskvöld, og ekkert hægt að tala við þá með góðu eða neitt,“ segir Erla. Erla vakti fyrst athygli á þessu á Feisbúkksíðunni íbúar í Grafarvogi. Handteknir í Bandaríkjunum vegna athæfisins Fyrir viku síðan var greint frá því á Vísi að tveir táningar hefðu verið handteknir í Flórída í Bandaríkjunum eftir svipað athæfi. Fox News fjallaði upphaflega um málið. Unglingarnir í Flórída voru gripnir glóðvolgir á öryggismyndavél. Watch the latest video at foxnews.com Til eru fleiri dæmi um krakka sem hafa verið handteknir vegna svipaðra atvika, en í Bandaríkjunum hefur nokkuð verið fjallað um þessa furðulegu tísku sem nú gengur yfir.
Samfélagsmiðlar Reykjavík TikTok Tengdar fréttir Vara við TikTok-æði eftir handtöku tveggja unglinga Tveir táningar í Flórída-ríki Bandaríkjanna hafa verið handteknir eftir að lögregla bar kennsl á þá í myndefni úr öryggismyndavél þar sem að þeir sáust sparka í hurðar á húsum ókunnugra. 14. júní 2024 08:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Vara við TikTok-æði eftir handtöku tveggja unglinga Tveir táningar í Flórída-ríki Bandaríkjanna hafa verið handteknir eftir að lögregla bar kennsl á þá í myndefni úr öryggismyndavél þar sem að þeir sáust sparka í hurðar á húsum ókunnugra. 14. júní 2024 08:15