Segja eldsupptök ekki tengjast veitingastaðnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júní 2024 16:28 Eldur kom upp í glerskála Turnsins á Höfðatorgi í dag. Vísir/Samsett Upp kom eldur í Turninum á Höfðatorgi um hádegisbilið í dag. Rýming gekk vel og var slökkviliðið fljótt á vettvang og náði tökum á eldinum. Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis sem rekur veitingastaðinn Intro á Höfðatorgi, segir eldsupptök ekki hafa tengst veitingastaðnum á nokkurn hátt. Eldsvoðinn var að mestu leyti einskorðaður við veitingastaðinn. „Það er alltaf áfall þegar upp kemur eldur í fyrirtækjum eða á heimilum en við hjá Intro viljum koma því skýrt á framfæri að eldsupptök tengjast veitingastaðnum ekki á nokkurn hátt,” segir Guðríður María. Eldhúsið slapp Í tilkynningu frá stjórnendum Múlakaffis segir að eldurinn hafi komið upp í lagnaleið sem liggur úr kjallara Turnsins upp í glerskálann á Höfðatorgi, sem gegnir hlutverki veitingasalar Intro. Glerskálinn og innanstokksmunir í honum urðu því fyrir töluverðu tjóni. „Það sem skiptir mestu máli er að rýming hússins gekk vel og allir eru óhultir. Nú erum við, líkt og aðrir rekstraraðilar á jarðhæð Turnsins, að meta stöðuna og næstu skref. Eldhúsið okkar varð sem betur fer ekki fyrir teljandi tjóni og unnið verður að því að koma því af stað sem allra fyrst enda eru fjölmargir viðskiptavinir orðnir vanir því að koma til okkar í hádeginu,” er haft eftir Guðríði í tilkynningunni. Fréttastofa hafði samband við Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra sem sagði enn of snemmt að segja til um nákvæm upptök eldsins. Eldurinn hafi þó verið, eins og fram kom, afmarkaður við sal veitingastaðarins. Enn verið að meta tjón Fasteignafélagið Heimar hf. sem eiga Höfðatorg hrósar viðbragðsaðilum og starfsfólki í húsinu fyrir skjót viðbrögð. „Enn er verið að meta umfang tjónsins sem orðið hefur á jarðhæð hússins en fyrsta mat félagsins bendir til þess að það sé takmarkað við þetta afmarkaða svæði í húsinu. Heimar eru vel tryggðir fyrir tjónum af þessu tagi og hefur tryggingafélag Heima þegar hafist handa við að meta tjónið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Enn sé verið að meta umfang tjónsins á jarðhæðinni en fyrsta mat félagsins bendi til þess að það sé takmarkað við þetta afmarkaða svæði í húsinu. Ekki sé talið að bruninn hafi veruleg áhrif á afkomuhorfur félagsins. Eldsvoði á Höfðatorgi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Það er alltaf áfall þegar upp kemur eldur í fyrirtækjum eða á heimilum en við hjá Intro viljum koma því skýrt á framfæri að eldsupptök tengjast veitingastaðnum ekki á nokkurn hátt,” segir Guðríður María. Eldhúsið slapp Í tilkynningu frá stjórnendum Múlakaffis segir að eldurinn hafi komið upp í lagnaleið sem liggur úr kjallara Turnsins upp í glerskálann á Höfðatorgi, sem gegnir hlutverki veitingasalar Intro. Glerskálinn og innanstokksmunir í honum urðu því fyrir töluverðu tjóni. „Það sem skiptir mestu máli er að rýming hússins gekk vel og allir eru óhultir. Nú erum við, líkt og aðrir rekstraraðilar á jarðhæð Turnsins, að meta stöðuna og næstu skref. Eldhúsið okkar varð sem betur fer ekki fyrir teljandi tjóni og unnið verður að því að koma því af stað sem allra fyrst enda eru fjölmargir viðskiptavinir orðnir vanir því að koma til okkar í hádeginu,” er haft eftir Guðríði í tilkynningunni. Fréttastofa hafði samband við Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra sem sagði enn of snemmt að segja til um nákvæm upptök eldsins. Eldurinn hafi þó verið, eins og fram kom, afmarkaður við sal veitingastaðarins. Enn verið að meta tjón Fasteignafélagið Heimar hf. sem eiga Höfðatorg hrósar viðbragðsaðilum og starfsfólki í húsinu fyrir skjót viðbrögð. „Enn er verið að meta umfang tjónsins sem orðið hefur á jarðhæð hússins en fyrsta mat félagsins bendir til þess að það sé takmarkað við þetta afmarkaða svæði í húsinu. Heimar eru vel tryggðir fyrir tjónum af þessu tagi og hefur tryggingafélag Heima þegar hafist handa við að meta tjónið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Enn sé verið að meta umfang tjónsins á jarðhæðinni en fyrsta mat félagsins bendi til þess að það sé takmarkað við þetta afmarkaða svæði í húsinu. Ekki sé talið að bruninn hafi veruleg áhrif á afkomuhorfur félagsins.
Eldsvoði á Höfðatorgi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira