„Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júní 2024 21:04 Helga Björg Heiðdal, íbúi í Laugardal og eigandi kattarins Lítils sem fannst dauður um helgina. Hún telur víst að hundar hafi banað honum. Vísir/bjarni Íbúi í Laugardal, sem telur að veiðihundar í hverfinu hafi drepið köttinn hennar, segir íbúa dauðhrædda við hundana og langþreytta á lausagöngu þeirra. Hún var fyrir tilviljun á vettvangi í gær þegar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana, sem þá gengu lausir enn einu sinni. Hundarnir, veiðihundar af ungversku tegundinni Viszla, komust í fréttir nú um helgina vegna gruns um að þrír þeirra hefðu drepið kött. Myndin sem fylgir fréttinni, þar sem kötturinn Litli sést liggja dauður í götunni, er tekin á horni Sundlaugavegar og Laugarnesvegar á fimmtudag. Við hittum Helgu Björgu Heiðdal, eiganda kattarins Litla, þar á horninu í dag. Hvernig varð þér við að sjá þessa mynd? „Konan sem tók hana varaði mig við henni. Hana langaði ekkert að senda mér hana. Og maður veit ekkert hvað gerðist eða hvað hann þurfti að upplifa áður en hann drapst,“ segir Helga. Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana sem gengu lausir í Laugardalnum í gær.Tinna Bjarnadóttir Ógnandi hegðun Rétt er þó að taka fram að ekki er sannað að hundarnir hafi drepið köttinn. Vitni segist einungis hafa séð þá með hann dauðan í kjaftinum. En Helga telur að hundarnir eigi sannarlega sökina, ekki síst í ljósi þess að grunur hefur áður kviknað um að hundar sömu eigenda hafi ráðist á og drepið ketti. Íbúar í hverfinu hafa lýst miklum áhyggjum af lausagöngu hundanna, á samfélagsmiðlum og í samtali við fréttastofu, og segja hana langvarandi vandamál. Sumir lýsa því að hundarnir hafi sýnt af sér ógnandi hegðun í garð fólks, annarra hunda og katta. Aðrir hafa beinlínis bannað börnum sínum að ganga götuna sem hundarnir búa við eða leika sér þar í nágrenninu. „Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín og önnur dýr sem er náttúrulega bara ógeðslega leiðinlegt,“ segir Helga. Rauk á eftir hundunum Hundarnir þrír fóru svo enn einu sinni á flakk í gær og Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með tvo þeirra í haldi, eftir að vegfarendur handsömuðu þá. Þar á meðal var Helga sjálf. Þú ert bara heima hjá þér í gær þegar þú sérð hundana út um gluggann? „Ég sé þá lausa út um gluggann fyrir einhverja fáránlega slysni og ákveð bara að fara á eftir þeim,“ segir Helga. „Þeir voru mjög æstir. Við hefðum ekki náð þeim ef við hefðum ekki verið með mat. Þeir hlupu út um allt og fundu einmitt einhverja kisu, eltu þarna einhvern kött. Og bara greyið þessir hundar, því miður þá litu þeir ekki vel út.“ Dýraþjónustan fer nú með mál hundanna, í samstarfi við MAST og Heilbrigðiseftirlitið. Eigandi hundanna vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag. Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Hundar Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. 23. júní 2024 11:28 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Hundarnir, veiðihundar af ungversku tegundinni Viszla, komust í fréttir nú um helgina vegna gruns um að þrír þeirra hefðu drepið kött. Myndin sem fylgir fréttinni, þar sem kötturinn Litli sést liggja dauður í götunni, er tekin á horni Sundlaugavegar og Laugarnesvegar á fimmtudag. Við hittum Helgu Björgu Heiðdal, eiganda kattarins Litla, þar á horninu í dag. Hvernig varð þér við að sjá þessa mynd? „Konan sem tók hana varaði mig við henni. Hana langaði ekkert að senda mér hana. Og maður veit ekkert hvað gerðist eða hvað hann þurfti að upplifa áður en hann drapst,“ segir Helga. Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti hundana sem gengu lausir í Laugardalnum í gær.Tinna Bjarnadóttir Ógnandi hegðun Rétt er þó að taka fram að ekki er sannað að hundarnir hafi drepið köttinn. Vitni segist einungis hafa séð þá með hann dauðan í kjaftinum. En Helga telur að hundarnir eigi sannarlega sökina, ekki síst í ljósi þess að grunur hefur áður kviknað um að hundar sömu eigenda hafi ráðist á og drepið ketti. Íbúar í hverfinu hafa lýst miklum áhyggjum af lausagöngu hundanna, á samfélagsmiðlum og í samtali við fréttastofu, og segja hana langvarandi vandamál. Sumir lýsa því að hundarnir hafi sýnt af sér ógnandi hegðun í garð fólks, annarra hunda og katta. Aðrir hafa beinlínis bannað börnum sínum að ganga götuna sem hundarnir búa við eða leika sér þar í nágrenninu. „Fólk er bara orðið hrætt um börnin sín og önnur dýr sem er náttúrulega bara ógeðslega leiðinlegt,“ segir Helga. Rauk á eftir hundunum Hundarnir þrír fóru svo enn einu sinni á flakk í gær og Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með tvo þeirra í haldi, eftir að vegfarendur handsömuðu þá. Þar á meðal var Helga sjálf. Þú ert bara heima hjá þér í gær þegar þú sérð hundana út um gluggann? „Ég sé þá lausa út um gluggann fyrir einhverja fáránlega slysni og ákveð bara að fara á eftir þeim,“ segir Helga. „Þeir voru mjög æstir. Við hefðum ekki náð þeim ef við hefðum ekki verið með mat. Þeir hlupu út um allt og fundu einmitt einhverja kisu, eltu þarna einhvern kött. Og bara greyið þessir hundar, því miður þá litu þeir ekki vel út.“ Dýraþjónustan fer nú með mál hundanna, í samstarfi við MAST og Heilbrigðiseftirlitið. Eigandi hundanna vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í dag.
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Hundar Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. 23. júní 2024 11:28 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54
Veiðihundar í Laugardal grunaðir um að hafa banað ketti Dýraþjónusta Reykjavíkur er nú með til skoðunar mál þriggja veiðihunda, ungverskra viszla, í Laugardal í Reykjavík. Hundarnir eru grunaðir um að hafa drepið heimiliskött á fimmtudaginn síðasta. Sömu hundar eru grunaðir um að hafa drepið tvo ketti áður. 23. júní 2024 11:28