Eldri borgarar mótmæla gjaldtöku Rafn Ágúst Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 23. júní 2024 19:58 Ingibjörg Sverrisdóttir er stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Stöð 2 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir harðlega hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segir þetta bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál. Fyrirhuguð gjaldtaka fyrir eldri borgara í sundlaugum Reykjavíkur verður gerð í þeim tilgangi að hirða gjald frá eldri ferðamönnum og bjóða íslenskum eldri borgurum þá upp á árskort á fjögur þúsund krónur. Ingibjörg segir þessar hugmyndir Reykjavíkurborgar afskaplega lélegar. „Sund er virkilega gott fyrir allflesta og þetta er algjört lýðheilsumál. Þetta hefur verið til þessa gjaldfrítt og það er mjög nauðsynlegt að eldri borgarar stundi þessa líkamsrækt og þetta er líka samfélagslega hagkvæmt,“ segir hún. „Svo mér finnst þetta bara afskaplega lélegt af sveitarfélaginu að láta sér það til hugar, við erum búin að hafa ferðamenn í tugi ára og alveg þvílíkan fjölda og það er ekki búið að rukka þá í öll þessi ár, og að láta sér detta til hugar að fara að nota eldri borgara núna til þess að ná inn einhverju gjaldi af ferðamönnum,“ bætir hún við. Fjögur þúsund krónur fyrir árskort kann kannski ekki að virðast há upphæð en Ingibjörg bendir á að á höfuðborgarsvæðinu séu sex sveitarfélög og ákveði hin sveitarfélögin að fara í sömu vegferð og Reykjavíkurborg hyggist gera þá getur upphæðin safnast upp. „Ef fólk er að stunda þetta og fara að hitta vini og vandamenn í öðrum sveitarfélögum og sundlaugum og þá spyr ég mig, hvað með hin sveitarfélögin, eru þau að fara að gera það sama og setja gjald á. Erum við þá að fara að kaupa árskort í sex sveitarfélögum til þess að geta farið og hitt vini,“ segir hún. „Þetta er mjög nauðsynlegt og ég tala nú ekki um fréttaveituna í pottinum,“ segir Ingibjörg. Eldri borgarar Sund Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Fyrirhuguð gjaldtaka fyrir eldri borgara í sundlaugum Reykjavíkur verður gerð í þeim tilgangi að hirða gjald frá eldri ferðamönnum og bjóða íslenskum eldri borgurum þá upp á árskort á fjögur þúsund krónur. Ingibjörg segir þessar hugmyndir Reykjavíkurborgar afskaplega lélegar. „Sund er virkilega gott fyrir allflesta og þetta er algjört lýðheilsumál. Þetta hefur verið til þessa gjaldfrítt og það er mjög nauðsynlegt að eldri borgarar stundi þessa líkamsrækt og þetta er líka samfélagslega hagkvæmt,“ segir hún. „Svo mér finnst þetta bara afskaplega lélegt af sveitarfélaginu að láta sér það til hugar, við erum búin að hafa ferðamenn í tugi ára og alveg þvílíkan fjölda og það er ekki búið að rukka þá í öll þessi ár, og að láta sér detta til hugar að fara að nota eldri borgara núna til þess að ná inn einhverju gjaldi af ferðamönnum,“ bætir hún við. Fjögur þúsund krónur fyrir árskort kann kannski ekki að virðast há upphæð en Ingibjörg bendir á að á höfuðborgarsvæðinu séu sex sveitarfélög og ákveði hin sveitarfélögin að fara í sömu vegferð og Reykjavíkurborg hyggist gera þá getur upphæðin safnast upp. „Ef fólk er að stunda þetta og fara að hitta vini og vandamenn í öðrum sveitarfélögum og sundlaugum og þá spyr ég mig, hvað með hin sveitarfélögin, eru þau að fara að gera það sama og setja gjald á. Erum við þá að fara að kaupa árskort í sex sveitarfélögum til þess að geta farið og hitt vini,“ segir hún. „Þetta er mjög nauðsynlegt og ég tala nú ekki um fréttaveituna í pottinum,“ segir Ingibjörg.
Eldri borgarar Sund Sundlaugar Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira