„Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 26. júní 2024 11:13 Karlmaður fannst látinn í fjölbýlishúsi við Bátavog 1-7 laugardagskvöldið 23. september á síðasta ári. Vísir/Vilhelm „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ heyrist Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana í Bátavogi í september síðastliðinum, segja við manninn skömmu áður en hann lést. Þessi ummæli voru á meðal þess sem kom fram í bútum í tæplega tveggja og hálfs klukkutíma myndbandi sem voru spilaðir við aðalmeðferð málsins í dag. Í myndbandinu má heyra manninn öskra ítrekað. Í eitt skiptið svarar hún með því að segja „hættu að öskra, hættu að öskra fíflið þitt.“ Jafnframt heyrist hann spyrja hvort hún vilji ekki ná í hníf og stinga hann í hjartað. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fyrir dómi sagðist hún ekki hafa ráðist á manninn, en í myndbandinu sést hann í mjög slæmu ásigkomulagi. Þegar hún var spurð út í ummæli þar sem hún kallar hann öllum illum nöfnum, sem hún heyrist láta falla í myndbandinu, þá segir hún að um bull hafi verið að ræða, þau hafi verið orðljót hvort við annað. Ekki gagnkvæmur skilningur á sambandinu Dagbjört var spurð út í samband sitt við manninn. Þau hafi verið vinir um margra ára skeið, en einungis vinir. Hún var spurð út í að hann hafi kallað hana kærustuna sína, hún sagði hann bara hafa kallað sig það. Það hafi ekki verið gagnkvæmur skilningur á þeim skilningi hans á sambandi þeirra. Þá hafi vinir og fjölskyldumeðlimir hennar verið hneykslaðir á því að hún væri í sambandi við manninn og hissa á því að hún talaðist við hann. Sjálf sagðist hún spyrja sig að því hvers vegna hún hafi leyft honum að vera hjá sér. Dró í land með að maðurinn bæri ábyrgð á dauða hundsins Þegar áðurnefnt myndband var tekið upp virtist Dagbjört sannfærð um að maðurinn ætti þátt í dauða hunds hennar, en fyrir dómi í dag sagði hún það ekki vera svo. Hundurinn hafi verið orðinn þrettán ára gamall og líklega dáið vegna hás aldurs. Hundurinn fannst dauður á vettvangi málsins. Dagbjört sagðist hafa verið í áfalli vegna þess dagana sem málið varðar. Í myndbandinu heyrist hún kalla hann dýraníðing, sakar hann um að hafa drepið hundinn hennar. Þá segir hún „nóg til af því fólki sem hati fólk eins og hann.“ Jafnframt heyrist hún tala um í myndbandinu að hann væri öfundsjúkur þar sem hún hefði farið niður í bæ með vinum hennar. Sagði hann hafa dottið ítrekað dagana á undan Fyrir dómi sagði Dagbjört að maðurinn hefði dottið ítrekað dagana á undan, og hann hafi verið með áverka vegna þess. Hún gaf til kynna að andlátið hafi borið að vegna þess. Hann hafi verið veiklulegur í aðdraganda andlátsins. Mánuðina fyrir andlátið hafi hann verið orðinn mjög slappur og dagana fyrir hafi hann neitað að borða en heimtað áfengi og vatn. Aðspurð um hvort hún hafi verið að hugsa um manninn sagði Dagbjört alltaf hafa verið mjög góð við hann, eldað fyrir hann og farið með honum í göngutúra. Myndi aldrei gera honum neitt Fyrir dómi vísaði Dagbjört ítrekað í lögregluskýrslur og gögn málsins. Dómarinn virtist furða sig á því að hún vildi ekki skýra framburð sinn betur, og spurði hana nánar út í ýmis atriði málsins og fékk þau svör að hún hefði verið að verja sig fyrir manninum. Hún hafi ekki beitt hann ofbeldi. Hún hafi þó mögulega slegið hann utan undir, en gerði lítið úr því. „Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt,“ sagði hún. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Þessi ummæli voru á meðal þess sem kom fram í bútum í tæplega tveggja og hálfs klukkutíma myndbandi sem voru spilaðir við aðalmeðferð málsins í dag. Í myndbandinu má heyra manninn öskra ítrekað. Í eitt skiptið svarar hún með því að segja „hættu að öskra, hættu að öskra fíflið þitt.“ Jafnframt heyrist hann spyrja hvort hún vilji ekki ná í hníf og stinga hann í hjartað. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fyrir dómi sagðist hún ekki hafa ráðist á manninn, en í myndbandinu sést hann í mjög slæmu ásigkomulagi. Þegar hún var spurð út í ummæli þar sem hún kallar hann öllum illum nöfnum, sem hún heyrist láta falla í myndbandinu, þá segir hún að um bull hafi verið að ræða, þau hafi verið orðljót hvort við annað. Ekki gagnkvæmur skilningur á sambandinu Dagbjört var spurð út í samband sitt við manninn. Þau hafi verið vinir um margra ára skeið, en einungis vinir. Hún var spurð út í að hann hafi kallað hana kærustuna sína, hún sagði hann bara hafa kallað sig það. Það hafi ekki verið gagnkvæmur skilningur á þeim skilningi hans á sambandi þeirra. Þá hafi vinir og fjölskyldumeðlimir hennar verið hneykslaðir á því að hún væri í sambandi við manninn og hissa á því að hún talaðist við hann. Sjálf sagðist hún spyrja sig að því hvers vegna hún hafi leyft honum að vera hjá sér. Dró í land með að maðurinn bæri ábyrgð á dauða hundsins Þegar áðurnefnt myndband var tekið upp virtist Dagbjört sannfærð um að maðurinn ætti þátt í dauða hunds hennar, en fyrir dómi í dag sagði hún það ekki vera svo. Hundurinn hafi verið orðinn þrettán ára gamall og líklega dáið vegna hás aldurs. Hundurinn fannst dauður á vettvangi málsins. Dagbjört sagðist hafa verið í áfalli vegna þess dagana sem málið varðar. Í myndbandinu heyrist hún kalla hann dýraníðing, sakar hann um að hafa drepið hundinn hennar. Þá segir hún „nóg til af því fólki sem hati fólk eins og hann.“ Jafnframt heyrist hún tala um í myndbandinu að hann væri öfundsjúkur þar sem hún hefði farið niður í bæ með vinum hennar. Sagði hann hafa dottið ítrekað dagana á undan Fyrir dómi sagði Dagbjört að maðurinn hefði dottið ítrekað dagana á undan, og hann hafi verið með áverka vegna þess. Hún gaf til kynna að andlátið hafi borið að vegna þess. Hann hafi verið veiklulegur í aðdraganda andlátsins. Mánuðina fyrir andlátið hafi hann verið orðinn mjög slappur og dagana fyrir hafi hann neitað að borða en heimtað áfengi og vatn. Aðspurð um hvort hún hafi verið að hugsa um manninn sagði Dagbjört alltaf hafa verið mjög góð við hann, eldað fyrir hann og farið með honum í göngutúra. Myndi aldrei gera honum neitt Fyrir dómi vísaði Dagbjört ítrekað í lögregluskýrslur og gögn málsins. Dómarinn virtist furða sig á því að hún vildi ekki skýra framburð sinn betur, og spurði hana nánar út í ýmis atriði málsins og fékk þau svör að hún hefði verið að verja sig fyrir manninum. Hún hafi ekki beitt hann ofbeldi. Hún hafi þó mögulega slegið hann utan undir, en gerði lítið úr því. „Ég myndi aldrei gera honum eitt eða neitt,“ sagði hún.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira