Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Haraldur Örn Haraldsson skrifar 3. janúar 2025 18:47 Það var tekist á. Vísir/Anton Brink Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur á KR í Vesturbænum þegar liðin mættust í fyrsta leik beggja liða í Bónus deild karla árið 2025. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað þar sem bæði lið virtust vera að skora í hverri sókn. Gestirnir fóru svo aðeins að klikka á nokkrum skotum þannig að KR náði að byggja forystu upp í 18-10. Þá tók Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls leikhlé. Leikurinn gjörbreyttist eftir það þar sem varnarleikurinn byrjaði að ganga hjá gestunum og þeir sneru taflinu við. Leikhlutinn endaði þá í stöðunni 21-29 Tindastóll búinn að koma sjálfum sér þá átta stigum yfir. Í öðrum leikhluta kom Davis Geks af bekknum og byrjaði að láta vaða fyrir utan þrigga stiga línuna og það var heldur betur að ganga upp. Sadio Doucoure var einnig í stuði en hann var að skemmta áhorfendum með virkilega skemmtilegum troðslum. Stólarnir náðu að koma forystunni upp í 20 stig rétt fyrir lok hálfleiks en Orri Hilmarsson náði að svara með góðri þrigga stiga körfu á loka sekúndum hálfleiksins. Það má síðan með sanni segja að sögulínurnar hafi komið í þriðja leikhluta. KR byrjaði seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og voru búnir að minnka muninn niður í 5 stig. Þá var Benedikt Guðmundssyni ekki skemmt og reyndi það sama og í fyrri hálfleik þar sem hann tók leikhlé eftir fimm mínútna leik. Sadio Doucoure stóð í ströngu.Vísir/Anton Brink Í þetta skipti hafði þetta ekki alveg sömu áhrifin þannig Benedikt tók annað leikhlé tæpri mínútu síðar. Þá byrjaði liðið hans loksins að spila vel og þeir náðu að stækka forskotið á ný. Þessi leikhluti var einnig leikhlutinn sem ætlaði aldrei að enda. Vegna þess að leikurinn var svo mikið stopp. Það var gríðarlega mikið af villum og baráttan í hámarki, þá einna helst milli Sigtryggs Arnars og Nimrod Hilliard. Leikhlutinn endaði í stöðunni 74-91 og Tindastóls menn í þægilegri stöðu fyrir síðustu tíu mínúturnar. Nimrod og Sigtryggur Arnar ræða hér saman á rólegu nótunum.Vísir/Anton Brink Giannis Agravanis kom sterkur inn í loka leikhlutann. Hann setti niður þrist ásamt nokkrum öðrum körfum sem kom gestunum frekar fljótlega í það þægilega stöðu að flestir voru bara farnir að bíða eftir því að leikurinn skildi enda. Hann gerði það svo á endanum 95-116 var staðan og Stólarnir fara með sterkan sigur norður. Atvik leiksins Sigtryggur Arnar og Nimrod Hilliard voru mikið að berjast í gegnum leikinn en það var eitt augnablik í þrjiða leikhluta þar sem Arnar virtist hafa sparkað í Nimrod. Dómararnir fóru í skjáinn og álitu sem svo að þetta hafi ekki verið neitt, sem gæti reynst umdeild ákvörðun en rétt að mínu mati. Farið yfir málin.Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Dedrick Deon Basile og Sadio Doucoure voru frábærir fyrir Stólana. Basile endaði með 27 stig og Doucoure með 25. Giannis Agravanis kom einnig sterkur inn á köflum þar sem hann endaði með 15 stig og 8 fráköst. HJá KR voru Þorvaldur Orri Árnason og Nimrod Hilliard stigahæstir báðir með 21 stig. Veigar Áki Hlynsson átti ekki sinn besta leik í dag þar sem hann hitti ekkert úr þeim fimm skotum sem hann tók og KR var mínus 25 með hann inn á velli. Dómararnir Þetta var erfiður leikur fyrir dómaratríóið með mikið af hörku og brotum. Mér fannst þeir blása full mikið í flautuna þá sérstaklega í þriðja leikhluta en annars var þetta eflaust fínn leikur hjá þeim. Dómarar kvöldsins.Vísir/Anton Brink Stemning og umgjörð Það var vel mætt á Meistaravelli þar sem áhorfendur voru spenntir fyrir því að Körfuboltinn var byrjaður aftur eftir jólafríið. Stemningin var mikil báðu megin, stuðningsmenn þessara liða alveg til fyrirmyndar. Það var nokkuð vel mætt í stúkuna.Vísir/Anton Brink „Hrikalega erfiður leikur” Jakob Örn fer yfir málin.Vísir/Anton Brink „Þetta var hrikalega erfiður leikur, mér fannst við slakir varnarlega heilt yfir. Við vorum að gera mistök varnarlega sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum að skilja skytturnar eftir opnar eins og Davis Geks sem kom þeim aðeins í gang. Þá kom ryþmi í sóknarleik þeirra og eftir það var mjög erfitt að stoppa þá. Þeir voru að hitta rosalega vel og partur af því var mistök hjá okkur, og partur af því var að þeir voru komnir í góðan gír.” KR-ingar byrjuðu báða hálfleik mjög vel en duttu töluvert niður eftir það í bæði skiptin. Jakob sagðist ekki alveg vita skýringuna á því eins og er. „Sóknarlega byrjuðum við leikinn mjög vel, en ekki varnarlega. Við náðum ekki alveg að slíta þá frá okkur og í seinni hálfleik byrjuðum við mjög vel varnarlega. Við vorum aggressívir og aktívir, svo datt það aftur niður og ég hef enga skýringu á því akkúrat núna.” Það var nóg af villum í þriðja leikhluta og menn voru farnir að pirra sig á dómurunum. Bekkurinn hjá KR fékk meðal annars tæknivillu á einum tímapunkti fyrir mótmæli. „Við vorum aggressívir og kraftmiklir, það fór aðeins í taugarnar á þeim og þeir brugðust við. Ég hef samt engar athugasemdir við það og ekkert til að setja út á. Dómararnir skoðuðu atvik og fundu ekkert að því, þá er það bara áfram gakk.” KR mætir Stjörnunni næst sem er topplið deildarinnar. Þeir þurfa því að spila betur á móti þeim ætli þeir sér að ná í sigur þar. „Varnarlega þurfum við að vera aggressívari og meira tilbúnir. Við eigum leik á móti Stjörnunni næst sem spilar mjög aggressívt sóknarlega og varnarlega, þeir spila hratt og eru bara á fullu allan tíman. Þannig við munum ekki hafa efni á því að byrja vel og detta svo niður. Við þurfum að vera stöðugri út allan leikinn ef við eigum einhvern möguleika þar.” „Vorum frekar linir til að byrja með” Davis Geks, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Pétur Rúnar Birgisson.Vísir/Anton Brink „Þetta byrjaði smá strembilega, þeir skora heldur auðveldlega fyrstu fimm mínúturnar í leiknum. Við vorum frekar linir til að byrja með, kannski ástæðan að við vorum að fara af stað eftir frí, en sóknarlega vorum við frábærir alla leið í gegn. Það komu svo þarna varnarkaflar bæði í öðrum leikhluta og lok þriðja, byrjun fjórða sem að skóp þennan sigur.” Tindastólsmenn voru slakir fyrstu fimm mínúturnar í báðum hálfleikjum. Það þurfti leikhlé til þess að vekja menn í bæði skiptin en Pétri finnst ekki eins og það ætti að vera þannig. „Slenið á síðan að vera farið þegar við erum búnir að taka áhlaupið og síðan þegar við byrjum þriðja leikhlutan aftur. Við tókum meira segja tvö leikhlé í byrjun þriðja leikhluta. Þeir gengu svolítið á lagið, við vorum bara allt of linir sérstaklega í byrjun þriðja leikhluta. Sérstaklega þegar við skorum heldur ekkert á móti og þeir bara saxa niður forskotið hægt og bítandi. Við þurftum bara að skora eina góða körfu og þá fer vörnin aðeins að smella aftur. Þeir skora samt 95 stig sem er allt of mikið en það hjálpar líka þegar við hittum á góðan sóknarleik.” Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls talaði um það að hafa prófað mismundandi taktík í sínum leikhléum til að reyna kvekja í sínum mannskap. „Ég hef spilað undir mörgum þjálfurum í gegnum tíðina og þeir reyna ýmisskonar andlegar og sálfræðilegar leiðir til þess að ná fram því besta í sínum leikmönnum. Hann tók í fyrri hálfleik leikhlé þar sem hann var bara frekar svekktur með það hvernig menn mættu til leiks. Hann reyndi það svo aftur í byrjun þriðja leikhlutans en það gekk ekki upp. Þá tók hann bara leikhlé aftur svona mínútu síðar og notaði eins og þú segir, aðeins öðruvísi aðferð og það gekk upp betur.” Það var mikið af villum í þriðja leikhluta og allt virtist vera að fara leysast upp í vitleysu. Það varð þó ekki og menn náðu að halda róinu nægilega lengi til að klára leikinn. „Ég sá bara þegar allt leysist upp og sá að Arnar var mjög pirraður og hinn líka. Þetta var bara smá kítingur og ég held að þeir hafi gert rétt í að gefa tæknivillu bara á sitthvoran aðilan. Svo veit ég ekki hvað gerist þarna hinumegin, ég held þeir hafi hlupið saman og það var aftur smá kítíngur. Ég held þeir hafi farið að skoða það. Það var svo sem bara gaman að menn sýni tilfinningar í þessu og vilji vinna leiki. Það er bara gaman.” Bónus-deild karla KR Tindastóll
Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan sigur á KR í Vesturbænum þegar liðin mættust í fyrsta leik beggja liða í Bónus deild karla árið 2025. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað þar sem bæði lið virtust vera að skora í hverri sókn. Gestirnir fóru svo aðeins að klikka á nokkrum skotum þannig að KR náði að byggja forystu upp í 18-10. Þá tók Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls leikhlé. Leikurinn gjörbreyttist eftir það þar sem varnarleikurinn byrjaði að ganga hjá gestunum og þeir sneru taflinu við. Leikhlutinn endaði þá í stöðunni 21-29 Tindastóll búinn að koma sjálfum sér þá átta stigum yfir. Í öðrum leikhluta kom Davis Geks af bekknum og byrjaði að láta vaða fyrir utan þrigga stiga línuna og það var heldur betur að ganga upp. Sadio Doucoure var einnig í stuði en hann var að skemmta áhorfendum með virkilega skemmtilegum troðslum. Stólarnir náðu að koma forystunni upp í 20 stig rétt fyrir lok hálfleiks en Orri Hilmarsson náði að svara með góðri þrigga stiga körfu á loka sekúndum hálfleiksins. Það má síðan með sanni segja að sögulínurnar hafi komið í þriðja leikhluta. KR byrjaði seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og voru búnir að minnka muninn niður í 5 stig. Þá var Benedikt Guðmundssyni ekki skemmt og reyndi það sama og í fyrri hálfleik þar sem hann tók leikhlé eftir fimm mínútna leik. Sadio Doucoure stóð í ströngu.Vísir/Anton Brink Í þetta skipti hafði þetta ekki alveg sömu áhrifin þannig Benedikt tók annað leikhlé tæpri mínútu síðar. Þá byrjaði liðið hans loksins að spila vel og þeir náðu að stækka forskotið á ný. Þessi leikhluti var einnig leikhlutinn sem ætlaði aldrei að enda. Vegna þess að leikurinn var svo mikið stopp. Það var gríðarlega mikið af villum og baráttan í hámarki, þá einna helst milli Sigtryggs Arnars og Nimrod Hilliard. Leikhlutinn endaði í stöðunni 74-91 og Tindastóls menn í þægilegri stöðu fyrir síðustu tíu mínúturnar. Nimrod og Sigtryggur Arnar ræða hér saman á rólegu nótunum.Vísir/Anton Brink Giannis Agravanis kom sterkur inn í loka leikhlutann. Hann setti niður þrist ásamt nokkrum öðrum körfum sem kom gestunum frekar fljótlega í það þægilega stöðu að flestir voru bara farnir að bíða eftir því að leikurinn skildi enda. Hann gerði það svo á endanum 95-116 var staðan og Stólarnir fara með sterkan sigur norður. Atvik leiksins Sigtryggur Arnar og Nimrod Hilliard voru mikið að berjast í gegnum leikinn en það var eitt augnablik í þrjiða leikhluta þar sem Arnar virtist hafa sparkað í Nimrod. Dómararnir fóru í skjáinn og álitu sem svo að þetta hafi ekki verið neitt, sem gæti reynst umdeild ákvörðun en rétt að mínu mati. Farið yfir málin.Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Dedrick Deon Basile og Sadio Doucoure voru frábærir fyrir Stólana. Basile endaði með 27 stig og Doucoure með 25. Giannis Agravanis kom einnig sterkur inn á köflum þar sem hann endaði með 15 stig og 8 fráköst. HJá KR voru Þorvaldur Orri Árnason og Nimrod Hilliard stigahæstir báðir með 21 stig. Veigar Áki Hlynsson átti ekki sinn besta leik í dag þar sem hann hitti ekkert úr þeim fimm skotum sem hann tók og KR var mínus 25 með hann inn á velli. Dómararnir Þetta var erfiður leikur fyrir dómaratríóið með mikið af hörku og brotum. Mér fannst þeir blása full mikið í flautuna þá sérstaklega í þriðja leikhluta en annars var þetta eflaust fínn leikur hjá þeim. Dómarar kvöldsins.Vísir/Anton Brink Stemning og umgjörð Það var vel mætt á Meistaravelli þar sem áhorfendur voru spenntir fyrir því að Körfuboltinn var byrjaður aftur eftir jólafríið. Stemningin var mikil báðu megin, stuðningsmenn þessara liða alveg til fyrirmyndar. Það var nokkuð vel mætt í stúkuna.Vísir/Anton Brink „Hrikalega erfiður leikur” Jakob Örn fer yfir málin.Vísir/Anton Brink „Þetta var hrikalega erfiður leikur, mér fannst við slakir varnarlega heilt yfir. Við vorum að gera mistök varnarlega sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vorum að skilja skytturnar eftir opnar eins og Davis Geks sem kom þeim aðeins í gang. Þá kom ryþmi í sóknarleik þeirra og eftir það var mjög erfitt að stoppa þá. Þeir voru að hitta rosalega vel og partur af því var mistök hjá okkur, og partur af því var að þeir voru komnir í góðan gír.” KR-ingar byrjuðu báða hálfleik mjög vel en duttu töluvert niður eftir það í bæði skiptin. Jakob sagðist ekki alveg vita skýringuna á því eins og er. „Sóknarlega byrjuðum við leikinn mjög vel, en ekki varnarlega. Við náðum ekki alveg að slíta þá frá okkur og í seinni hálfleik byrjuðum við mjög vel varnarlega. Við vorum aggressívir og aktívir, svo datt það aftur niður og ég hef enga skýringu á því akkúrat núna.” Það var nóg af villum í þriðja leikhluta og menn voru farnir að pirra sig á dómurunum. Bekkurinn hjá KR fékk meðal annars tæknivillu á einum tímapunkti fyrir mótmæli. „Við vorum aggressívir og kraftmiklir, það fór aðeins í taugarnar á þeim og þeir brugðust við. Ég hef samt engar athugasemdir við það og ekkert til að setja út á. Dómararnir skoðuðu atvik og fundu ekkert að því, þá er það bara áfram gakk.” KR mætir Stjörnunni næst sem er topplið deildarinnar. Þeir þurfa því að spila betur á móti þeim ætli þeir sér að ná í sigur þar. „Varnarlega þurfum við að vera aggressívari og meira tilbúnir. Við eigum leik á móti Stjörnunni næst sem spilar mjög aggressívt sóknarlega og varnarlega, þeir spila hratt og eru bara á fullu allan tíman. Þannig við munum ekki hafa efni á því að byrja vel og detta svo niður. Við þurfum að vera stöðugri út allan leikinn ef við eigum einhvern möguleika þar.” „Vorum frekar linir til að byrja með” Davis Geks, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Pétur Rúnar Birgisson.Vísir/Anton Brink „Þetta byrjaði smá strembilega, þeir skora heldur auðveldlega fyrstu fimm mínúturnar í leiknum. Við vorum frekar linir til að byrja með, kannski ástæðan að við vorum að fara af stað eftir frí, en sóknarlega vorum við frábærir alla leið í gegn. Það komu svo þarna varnarkaflar bæði í öðrum leikhluta og lok þriðja, byrjun fjórða sem að skóp þennan sigur.” Tindastólsmenn voru slakir fyrstu fimm mínúturnar í báðum hálfleikjum. Það þurfti leikhlé til þess að vekja menn í bæði skiptin en Pétri finnst ekki eins og það ætti að vera þannig. „Slenið á síðan að vera farið þegar við erum búnir að taka áhlaupið og síðan þegar við byrjum þriðja leikhlutan aftur. Við tókum meira segja tvö leikhlé í byrjun þriðja leikhluta. Þeir gengu svolítið á lagið, við vorum bara allt of linir sérstaklega í byrjun þriðja leikhluta. Sérstaklega þegar við skorum heldur ekkert á móti og þeir bara saxa niður forskotið hægt og bítandi. Við þurftum bara að skora eina góða körfu og þá fer vörnin aðeins að smella aftur. Þeir skora samt 95 stig sem er allt of mikið en það hjálpar líka þegar við hittum á góðan sóknarleik.” Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls talaði um það að hafa prófað mismundandi taktík í sínum leikhléum til að reyna kvekja í sínum mannskap. „Ég hef spilað undir mörgum þjálfurum í gegnum tíðina og þeir reyna ýmisskonar andlegar og sálfræðilegar leiðir til þess að ná fram því besta í sínum leikmönnum. Hann tók í fyrri hálfleik leikhlé þar sem hann var bara frekar svekktur með það hvernig menn mættu til leiks. Hann reyndi það svo aftur í byrjun þriðja leikhlutans en það gekk ekki upp. Þá tók hann bara leikhlé aftur svona mínútu síðar og notaði eins og þú segir, aðeins öðruvísi aðferð og það gekk upp betur.” Það var mikið af villum í þriðja leikhluta og allt virtist vera að fara leysast upp í vitleysu. Það varð þó ekki og menn náðu að halda róinu nægilega lengi til að klára leikinn. „Ég sá bara þegar allt leysist upp og sá að Arnar var mjög pirraður og hinn líka. Þetta var bara smá kítingur og ég held að þeir hafi gert rétt í að gefa tæknivillu bara á sitthvoran aðilan. Svo veit ég ekki hvað gerist þarna hinumegin, ég held þeir hafi hlupið saman og það var aftur smá kítíngur. Ég held þeir hafi farið að skoða það. Það var svo sem bara gaman að menn sýni tilfinningar í þessu og vilji vinna leiki. Það er bara gaman.”