Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Aron Guðmundsson skrifar 5. janúar 2025 09:31 Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands Vísir/Einar Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir það mikil vonbrigði fyrir sambandið að fá ekki úthlutað fjármunum úr afrekssjóði ÍSÍ enn einu sinni. Hann telur sig hins vegar hafa fengið hálfgert loforð frá forsvarsmönnum ÍSÍ sem lofi góðu um framhaldið hvað úthlutun varðar. Búið er að samþykkja úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025 upp á alls rúmar 519 milljónir króna. KSÍ er eina sérsambandið innan ÍSÍ, sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum í ár, sem fær ekki krónu úr sjóðnum og hefur ekki fengið frá árinu 2017. Það þykir mönnum á Laugardalsvelli miður. „Fyrst og fremst eru þetta mikil vonbrigði,“ segir Þorvaldur við íþróttadeild. „Ég ætla nú samt að taka það fram að ég fagna því fyrir hönd hinna sérsambandanna að þau séu að fá fé. Auknar tekjur fyrir þau og ég gleðst fyrir þeirra hönd og fyrir þau að fá fjármagn inn en fyrir okkur er þetta ekki gott. Við teljum okkur eiga rétt á að fá inn fé úr þessum afreksjóði en því miður erum við enn og aftur ekki að fá úthlutun. Höfum ekki fengið síðan árið 2017.“ „Það segir sig sjálft að það yrði mjög gott að hluta af þessari úthlutun inn í reksturinn og hreyfinguna. Við gætum þá gert fleiri hluti. Við höfum þurft að skera svolítið niður hjá okkur á þessu ári en höfum verið með mjög ábyrgan rekstur undanfarið ár. Við verðum að átta okkur á því að knattspyrnuhreyfingin er stærsta hreyfingin innan vébanda ÍSÍ. Hún er stór og innan ÍSÍ erum við með ansi marga iðkendur. Við erum í rauninni bara að biðja um smá sanngirni. Að það sé horft til þess að við erum stór fjöldahreyfing. Við erum hvað svekktastir með það. Við viljum að það sé sanngirni í þessu. Að það sé horft fram veginn og séð hvað við erum að gera. Það er úthlutað til allra, enn og aftur þá fagna ég fyrir hönd hinna, en við viljum fá hluta af þessu líka.“ Skýringar ÍSÍ á því eru á þá leið að fjárhagsstaða KSÍ sé einfaldlega of góð. Þörfin á fé úr afrekssjóði sé einfaldlega meiri hjá minni sérsamböndum. „Þetta var svo sem sett inn í regluverkið í kringum afreksjóðinn og þvíumlíkt en það segir sig sjálft að við erum að reka þetta með ábyrgum hætti. Við gerum það vel en 2023 var ekki gott ár fyrir sambandið. Stórt tap þá en við erum að sýna ábyrgð og reka þetta vel. Við getum ekki einn daginn öll staðið saman og verið vinir í skóginum og svo þegar að farið er að úthluta fáum við ekki neitt.“ Það er þó ekki öll nótt úti enn fyrir KSÍ því framlag ríkisins til ÍSÍ hækkar um 637 milljónir króna árið 2025 frá síðasta ári og á að úthluta hluta af því fjármagni til sérsambanda á árinu. „Ég vona að með meira fjármagni, sem á að koma inn núna í byrjun árs, um sex hundruð milljónir sem menn hafa fengið inn og eftir að hafa átt gott samtal við forystumenn ÍSÍ þá er það okkar skilningur að við séum að fara fá inn hér styrk frá þeim á nýju ári.“ En þegar að þið sækið um, með reynslu síðastliðinna ára í huga, varstu bjartsýnn á að fá úthlutun úr afrekssjóðnum? „Ég var svo einfaldur já. Ég hélt það en það var greinilega ekki. Ég tel okkur hafa unnið heiðarlega að því og á kurteisan og sanngjarnan máta. Ég vona það svo sannarlega, og eiginlega vona það ekki, ég tel mig hafa fengið hálfgert loforð um það að við fáum eitthvað úr því. Sem betur fer er það mjög gott.“ KSÍ ÍSÍ Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Búið er að samþykkja úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025 upp á alls rúmar 519 milljónir króna. KSÍ er eina sérsambandið innan ÍSÍ, sem sóttu um úthlutun úr sjóðnum í ár, sem fær ekki krónu úr sjóðnum og hefur ekki fengið frá árinu 2017. Það þykir mönnum á Laugardalsvelli miður. „Fyrst og fremst eru þetta mikil vonbrigði,“ segir Þorvaldur við íþróttadeild. „Ég ætla nú samt að taka það fram að ég fagna því fyrir hönd hinna sérsambandanna að þau séu að fá fé. Auknar tekjur fyrir þau og ég gleðst fyrir þeirra hönd og fyrir þau að fá fjármagn inn en fyrir okkur er þetta ekki gott. Við teljum okkur eiga rétt á að fá inn fé úr þessum afreksjóði en því miður erum við enn og aftur ekki að fá úthlutun. Höfum ekki fengið síðan árið 2017.“ „Það segir sig sjálft að það yrði mjög gott að hluta af þessari úthlutun inn í reksturinn og hreyfinguna. Við gætum þá gert fleiri hluti. Við höfum þurft að skera svolítið niður hjá okkur á þessu ári en höfum verið með mjög ábyrgan rekstur undanfarið ár. Við verðum að átta okkur á því að knattspyrnuhreyfingin er stærsta hreyfingin innan vébanda ÍSÍ. Hún er stór og innan ÍSÍ erum við með ansi marga iðkendur. Við erum í rauninni bara að biðja um smá sanngirni. Að það sé horft til þess að við erum stór fjöldahreyfing. Við erum hvað svekktastir með það. Við viljum að það sé sanngirni í þessu. Að það sé horft fram veginn og séð hvað við erum að gera. Það er úthlutað til allra, enn og aftur þá fagna ég fyrir hönd hinna, en við viljum fá hluta af þessu líka.“ Skýringar ÍSÍ á því eru á þá leið að fjárhagsstaða KSÍ sé einfaldlega of góð. Þörfin á fé úr afrekssjóði sé einfaldlega meiri hjá minni sérsamböndum. „Þetta var svo sem sett inn í regluverkið í kringum afreksjóðinn og þvíumlíkt en það segir sig sjálft að við erum að reka þetta með ábyrgum hætti. Við gerum það vel en 2023 var ekki gott ár fyrir sambandið. Stórt tap þá en við erum að sýna ábyrgð og reka þetta vel. Við getum ekki einn daginn öll staðið saman og verið vinir í skóginum og svo þegar að farið er að úthluta fáum við ekki neitt.“ Það er þó ekki öll nótt úti enn fyrir KSÍ því framlag ríkisins til ÍSÍ hækkar um 637 milljónir króna árið 2025 frá síðasta ári og á að úthluta hluta af því fjármagni til sérsambanda á árinu. „Ég vona að með meira fjármagni, sem á að koma inn núna í byrjun árs, um sex hundruð milljónir sem menn hafa fengið inn og eftir að hafa átt gott samtal við forystumenn ÍSÍ þá er það okkar skilningur að við séum að fara fá inn hér styrk frá þeim á nýju ári.“ En þegar að þið sækið um, með reynslu síðastliðinna ára í huga, varstu bjartsýnn á að fá úthlutun úr afrekssjóðnum? „Ég var svo einfaldur já. Ég hélt það en það var greinilega ekki. Ég tel okkur hafa unnið heiðarlega að því og á kurteisan og sanngjarnan máta. Ég vona það svo sannarlega, og eiginlega vona það ekki, ég tel mig hafa fengið hálfgert loforð um það að við fáum eitthvað úr því. Sem betur fer er það mjög gott.“
KSÍ ÍSÍ Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti