„Það er krísa“ Árni Jóhannsson skrifar 2. janúar 2025 22:01 Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur, er áhyggjufullur út af stöðu mála hjá liðinu sínu. Vísir/Hulda Margrét Það var þungt yfir þjálfara Grindavíkur eftir tapleikinn gegn ÍR í kvöld þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann var lengi í klefanum að fara yfir málin með sínum mönnum áður en hann gaf kost á sér. Leikurinn endaði 98-90 fyrir ÍR eftir framlengdan leik. Til að byrja með var hann spurður að því, sakleysislega hvað hafði gerst í seinni hálfleik hjá Grindvíkingum í kvöld en liðið leit ágætlega út í fyrri hálfleik og leiddi með níu stigum. Jóhann sagði stutta svarið vera lélega vítanýtingu en tók síðan fram að vandamálið væri dýpra en það. „Þetta er talsvert dýpra en vítanýtingin. Þetta er sjötti leikurinn sem við töpum í vetur og þetta er fjórði leikurinn þar sem, eins og sagt er, erum „out-höstlaðir“. Við erum linir, mjúkir og erum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Við erum ekki í þessu sem ein heild. Varnarlega getum við ekki fengið stopp til að bjarga lífi okkar og fórum í eitthvað box og 1, sem við höfum aldrei æft, til að reyna að hrista upp í þessu. Við erum bara langt frá því að vera þar sem við viljum vera. Það er mikið áhyggjuefni.“ Hann var þá spurður hvort það væri einhver lausn í sjónmáli. „Við erum búnir að tala um sömu hlutina aftur og aftur. Við þurfum að grafa mjög djúpt til að reyna að finna lausnir á þessu. Þetta eru hlutir sem hafa ekkert með það að gera hvað þú ert góður í körfubolta sem við erum að falla á. Einfalt. Þetta er hvað þú tekur ákvörðun um að taka með þér inn á völlinn. Við erum bara langt frá því sem við viljum standa fyrir.“ „Lausnir og ekki. Það er kominn janúar og við ættum ekki að vera að tala um það hvernig við hreyfum okkur varnarlega og hvað við viljum standa fyrir. Þetta ætti bara að vera örfáar breytingar milli leikja en þetta er bölvað vesen. Við fórum langt í fyrra og fengum smjörþefinn af þessu og það er mikið lagt í það að halda þessu gangandi. Á meðan erum við bara eins og einhverjir pappakassar. Þetta tekur á, þetta er sárt og þetta er mjög erfitt að stýra þessu og koma þessu ekki til skila hvað við erum að reyna að standa fyrir. Ef við förum ekki að girða okkur í brók þá getum við gleymt því að láta okkur dreyma um að spila einhvern körfubolta í maí“, sagði Jóhann, augljóslega mikið niðri fyrir vegna ástandsins á liðinu sínu. Hann var spurður hvort að vandamálið væri heildarinnar eða hvort það þyrfti að færa leikmenn til eða frá klúbbnum. „Nei nei, við erum bara með þetta lið sem við erum með núna. Þessir sem eru hér þeir klára en mögulega þarf að bæta í. Þetta hefur bara ekkert með það að gera hversu góðir menn eru í körfubolta. ÍR liðið og KR liðið í síðasta leik fyrir jól þá leggja þeir bara meira á sig. Þetta eru fáránlega klisjur en þetta eru bara staðreyndir.“ „Þú talar um leikmenn. Það eru lykilleikmenn hérna sem eru að benda fingrum í staðinn fyrir að axla ábyrgð og til dæmis vera sama um það sem er að gerast. Við töpum öðrum leiknum í röð í framlengingu þannig að þetta er kannski ekki eins mikið volæði og ég held. Það er krísa. Það er svoleiðis.“ UMF Grindavík Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Grindvíkingar voru í fínni stöðu í hálfleik í Breiðholtinu og leiddu með níu stigum en heimamenn í ÍR komu á hvínandi siglingu út í seinni hálfleikinn og virtust vera að sigra en Grindavík kom til baka og jafnaði. ÍR hafði svo betur í framlengdum leik. Lokatölur 98-90 2. janúar 2025 18:31 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Til að byrja með var hann spurður að því, sakleysislega hvað hafði gerst í seinni hálfleik hjá Grindvíkingum í kvöld en liðið leit ágætlega út í fyrri hálfleik og leiddi með níu stigum. Jóhann sagði stutta svarið vera lélega vítanýtingu en tók síðan fram að vandamálið væri dýpra en það. „Þetta er talsvert dýpra en vítanýtingin. Þetta er sjötti leikurinn sem við töpum í vetur og þetta er fjórði leikurinn þar sem, eins og sagt er, erum „out-höstlaðir“. Við erum linir, mjúkir og erum að einbeita okkur að hlutum sem við stjórnum ekki. Við erum ekki í þessu sem ein heild. Varnarlega getum við ekki fengið stopp til að bjarga lífi okkar og fórum í eitthvað box og 1, sem við höfum aldrei æft, til að reyna að hrista upp í þessu. Við erum bara langt frá því að vera þar sem við viljum vera. Það er mikið áhyggjuefni.“ Hann var þá spurður hvort það væri einhver lausn í sjónmáli. „Við erum búnir að tala um sömu hlutina aftur og aftur. Við þurfum að grafa mjög djúpt til að reyna að finna lausnir á þessu. Þetta eru hlutir sem hafa ekkert með það að gera hvað þú ert góður í körfubolta sem við erum að falla á. Einfalt. Þetta er hvað þú tekur ákvörðun um að taka með þér inn á völlinn. Við erum bara langt frá því sem við viljum standa fyrir.“ „Lausnir og ekki. Það er kominn janúar og við ættum ekki að vera að tala um það hvernig við hreyfum okkur varnarlega og hvað við viljum standa fyrir. Þetta ætti bara að vera örfáar breytingar milli leikja en þetta er bölvað vesen. Við fórum langt í fyrra og fengum smjörþefinn af þessu og það er mikið lagt í það að halda þessu gangandi. Á meðan erum við bara eins og einhverjir pappakassar. Þetta tekur á, þetta er sárt og þetta er mjög erfitt að stýra þessu og koma þessu ekki til skila hvað við erum að reyna að standa fyrir. Ef við förum ekki að girða okkur í brók þá getum við gleymt því að láta okkur dreyma um að spila einhvern körfubolta í maí“, sagði Jóhann, augljóslega mikið niðri fyrir vegna ástandsins á liðinu sínu. Hann var spurður hvort að vandamálið væri heildarinnar eða hvort það þyrfti að færa leikmenn til eða frá klúbbnum. „Nei nei, við erum bara með þetta lið sem við erum með núna. Þessir sem eru hér þeir klára en mögulega þarf að bæta í. Þetta hefur bara ekkert með það að gera hversu góðir menn eru í körfubolta. ÍR liðið og KR liðið í síðasta leik fyrir jól þá leggja þeir bara meira á sig. Þetta eru fáránlega klisjur en þetta eru bara staðreyndir.“ „Þú talar um leikmenn. Það eru lykilleikmenn hérna sem eru að benda fingrum í staðinn fyrir að axla ábyrgð og til dæmis vera sama um það sem er að gerast. Við töpum öðrum leiknum í röð í framlengingu þannig að þetta er kannski ekki eins mikið volæði og ég held. Það er krísa. Það er svoleiðis.“
UMF Grindavík Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Grindvíkingar voru í fínni stöðu í hálfleik í Breiðholtinu og leiddu með níu stigum en heimamenn í ÍR komu á hvínandi siglingu út í seinni hálfleikinn og virtust vera að sigra en Grindavík kom til baka og jafnaði. ÍR hafði svo betur í framlengdum leik. Lokatölur 98-90 2. janúar 2025 18:31 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Grindvíkingar voru í fínni stöðu í hálfleik í Breiðholtinu og leiddu með níu stigum en heimamenn í ÍR komu á hvínandi siglingu út í seinni hálfleikinn og virtust vera að sigra en Grindavík kom til baka og jafnaði. ÍR hafði svo betur í framlengdum leik. Lokatölur 98-90 2. janúar 2025 18:31