„Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2025 10:13 Jóhann Þór Ólafsson þarf að eiga við gífurlega pressu, segja sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds. vísir/Anton „Það er ekkert rosalega gaman í Grindavík núna og það þarf að vera gaman í Grindavík,“ segir Pavel Ermolinskij um karlalið Grindvíkinga í körfubolta. Pavel segir þjálfara og leikmenn þurfa að eiga við gífurlega pressu sem sameiningartákn Grindvíkinga eftir að bænum var lokað síðasta vetur vegna eldgoss. Jóhann Þór Ólafsson og lærisveinar hans í Grindavík þurftu að sætta sig við 98-90 tap í framlengdum leik gegn ÍR í Bónus-deildinni á fimmtudagskvöld. Grindavík hefur því unnið sex af tólf leikjum sínum og er í 5. sæti deildarinnar. „Jóhann kom í viðtal eftir leik og það sat eftir hjá mér að ég trúði honum þegar hann sagði að þetta tæki á. Ég held að flestir þjálfarar í deildinni haldi að þeir séu í erfiðu og krefjandi starfi, en að vera þjálfari eða leikmaður Grindavíkur í dag er mjög erfitt. Þú ert með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu,“ segir Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Ekki gaman í Grindavík núna „Við erum núna með frábæra þætti í gangi á Stöð 2, um söguna um það sem Grindvíkingar gengu í gegnum í fyrra, og allir að tala um hvað þetta körfuboltalið er mikið sameiningartákn. Þú ert að burðast með þessa pressu á þér. Margir þessara leikmanna, þjálfarar liðsins, stjórnin og allir í kringum stjórnina… Þetta er gífurleg pressa að bera. Þannig að sama hvað er að inni á vellinum, þá held ég að Grindavík verði einhvern veginn að losa um þessa pressu. Taka nokkur kíló af bakinu,“ segir Pavel. Upplifði svipað fyrir norðan, mínus eldgos Helgi Már Magnússon tekur undir með honum: „Þeir komast þetta langt í fyrra, í úrslit, og hafa hugsað að núna væri komin meiri ró yfir allt. Liðið komið með heimili í Smáranum. „Við vorum svona frá því og núna ætlum við að landa þessu.“ En þetta er ekki svona auðvelt. Taka bara sama lið aftur og vinna. Jú, jú, þeir þurftu að gera breytingar, Devon Tomas fyrir Basile, en mér finnst þetta ekki vera… Þetta er topp 4 lið í deildinni, leikmannalega séð. Mér finnst þeir þurfa að aðlaga sínar væntingar miðað við það,“ segir Helgi. „Ég upplifði eitthvað svipað fyrir norðan, mínus eldgos. Núna er búið að losa ákveðinn þrýsting þar,“ segir Pavel um væntingarnar til Grindvíkinga, en hann stýrði Tindastóli til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins. Hann þekkir því vel að vera undir þrýstingi þó að enginn hafi þó verið í sömu sporum og Jóhann nú: „Ég trúði honum. Þetta tekur ekki á hann bara af því að þeir töpuðu þessum leik og það er ekki búið að ganga sem skyldi. Hann, sem þjálfari liðsins, er að bera vonir og væntingar heils bæjarfélags, sem er að halda í þetta körfuboltalið sem sameiningartákn. Hann og leikmenn þurfa að bera þetta, og það er ábyggilega erfitt fyrir þá. Þeir þurfa bara að taka einn góðan stöðufund og losa sig við þetta. Jákvæðni, keyrum þetta af stað, allt í góðu og gerum okkar besta.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson og lærisveinar hans í Grindavík þurftu að sætta sig við 98-90 tap í framlengdum leik gegn ÍR í Bónus-deildinni á fimmtudagskvöld. Grindavík hefur því unnið sex af tólf leikjum sínum og er í 5. sæti deildarinnar. „Jóhann kom í viðtal eftir leik og það sat eftir hjá mér að ég trúði honum þegar hann sagði að þetta tæki á. Ég held að flestir þjálfarar í deildinni haldi að þeir séu í erfiðu og krefjandi starfi, en að vera þjálfari eða leikmaður Grindavíkur í dag er mjög erfitt. Þú ert með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu,“ segir Pavel í Bónus Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Ekki gaman í Grindavík núna „Við erum núna með frábæra þætti í gangi á Stöð 2, um söguna um það sem Grindvíkingar gengu í gegnum í fyrra, og allir að tala um hvað þetta körfuboltalið er mikið sameiningartákn. Þú ert að burðast með þessa pressu á þér. Margir þessara leikmanna, þjálfarar liðsins, stjórnin og allir í kringum stjórnina… Þetta er gífurleg pressa að bera. Þannig að sama hvað er að inni á vellinum, þá held ég að Grindavík verði einhvern veginn að losa um þessa pressu. Taka nokkur kíló af bakinu,“ segir Pavel. Upplifði svipað fyrir norðan, mínus eldgos Helgi Már Magnússon tekur undir með honum: „Þeir komast þetta langt í fyrra, í úrslit, og hafa hugsað að núna væri komin meiri ró yfir allt. Liðið komið með heimili í Smáranum. „Við vorum svona frá því og núna ætlum við að landa þessu.“ En þetta er ekki svona auðvelt. Taka bara sama lið aftur og vinna. Jú, jú, þeir þurftu að gera breytingar, Devon Tomas fyrir Basile, en mér finnst þetta ekki vera… Þetta er topp 4 lið í deildinni, leikmannalega séð. Mér finnst þeir þurfa að aðlaga sínar væntingar miðað við það,“ segir Helgi. „Ég upplifði eitthvað svipað fyrir norðan, mínus eldgos. Núna er búið að losa ákveðinn þrýsting þar,“ segir Pavel um væntingarnar til Grindvíkinga, en hann stýrði Tindastóli til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins. Hann þekkir því vel að vera undir þrýstingi þó að enginn hafi þó verið í sömu sporum og Jóhann nú: „Ég trúði honum. Þetta tekur ekki á hann bara af því að þeir töpuðu þessum leik og það er ekki búið að ganga sem skyldi. Hann, sem þjálfari liðsins, er að bera vonir og væntingar heils bæjarfélags, sem er að halda í þetta körfuboltalið sem sameiningartákn. Hann og leikmenn þurfa að bera þetta, og það er ábyggilega erfitt fyrir þá. Þeir þurfa bara að taka einn góðan stöðufund og losa sig við þetta. Jákvæðni, keyrum þetta af stað, allt í góðu og gerum okkar besta.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira