Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2025 12:08 Stine Oftedal Dahmke var lengi fyrirliði undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Þau hafa nú bæði sagt skilið við norska handboltalandsliðið. EPA-EFE/Bo Amstrup Þórir Hergeirsson var heiðraður samtímis á tveimur verðlaunahófum í gærkvöld, á Íslandi og í Noregi. Ein af stjörnunum sem hann þjálfaði svo lengi í norska handboltalandsliðinu, Stine Oftedal Dahmke, þakkaði Þóri fyrir allt í verðlaunaræðu. Þórir var valinn þjálfari ársins á Íslandi af Samtökum íþróttafréttamanna með yfirburðum, eftir að hafa gert kvennalandslið Noregs að Ólympíumeisturum og svo einnig Evrópumeisturum á sínu síðasta stórmóti með liðinu. Hann þakkaði fyrir sig í myndbandskveðju sem sýnd var í Hörpu, enda gat hann ekki verið á tveimur stöðum á sama tíma. Þórir var nefnilega einnig valinn fram yfir alla þjálfara, í öllum greinum, í Noregi en ásamt honum voru tilnefnd þau Stian Grimseth, Kjetil Knutsen, Siegfried Mazet/Egil Kristiansen, Arild Monsen/Eirik Myhr Nossum og Espen Rooth. Grimseth hjálpaði Solfrid Koanda að vinna ólympíugull í lyftingum, Knutsen er þjálfari fótboltaliðs Bodö/Glimt sem átti frábært ár, og Rooth þjálfar soninn Markus Rooth sem tryggði Noregi fyrsta ólympíugullið í tugþraut síðan árið 1920. „Stórt að hafa fengið þessi verðlaun“ Þessi afrek dugðu þó ekki til að verða þjálfari ársins því þau verðlaun féllu í skaut Þóris: „Hvað get ég sagt? Í fyrsta lagi er ég auðmjúkur yfir að hafa verið valinn. Kollegar mínir sem voru tilnefndir eru ótrúlega hæfileikaríkir. Það er stórt að hafa fengið þessi verðlaun,“ sagði Þórir á hófinu í Noregi, svipað og í ræðu hans sem sýnd var í Hörpu. Hann þakkaði einnig þjálfarateymi sínu og leikmönnum, og konu sinni Kirsten sérstaklega. Stelpurnar hans Þóris fengu líka verðlaun sem lið ársins í Noregi, og nýtti Stine Oftedal Dahmke þá tækifærið til að þakka Þóri fyrir allt og sagði: „Ég held að ég hafi aldrei hitt, og muni aldrei hitta, nokkurn sem að byggir upp lið eins og hann,“ en Oftedal Dahmke var lengi fyrirliði handboltaliðsins, áður en hún lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þórir endaði á að segja að landsliðið ætti áfram eftir að skína skært þó að hans og Oftedal Dahmke nyti ekki lengur við. Handbolti Íþróttamaður ársins Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
Þórir var valinn þjálfari ársins á Íslandi af Samtökum íþróttafréttamanna með yfirburðum, eftir að hafa gert kvennalandslið Noregs að Ólympíumeisturum og svo einnig Evrópumeisturum á sínu síðasta stórmóti með liðinu. Hann þakkaði fyrir sig í myndbandskveðju sem sýnd var í Hörpu, enda gat hann ekki verið á tveimur stöðum á sama tíma. Þórir var nefnilega einnig valinn fram yfir alla þjálfara, í öllum greinum, í Noregi en ásamt honum voru tilnefnd þau Stian Grimseth, Kjetil Knutsen, Siegfried Mazet/Egil Kristiansen, Arild Monsen/Eirik Myhr Nossum og Espen Rooth. Grimseth hjálpaði Solfrid Koanda að vinna ólympíugull í lyftingum, Knutsen er þjálfari fótboltaliðs Bodö/Glimt sem átti frábært ár, og Rooth þjálfar soninn Markus Rooth sem tryggði Noregi fyrsta ólympíugullið í tugþraut síðan árið 1920. „Stórt að hafa fengið þessi verðlaun“ Þessi afrek dugðu þó ekki til að verða þjálfari ársins því þau verðlaun féllu í skaut Þóris: „Hvað get ég sagt? Í fyrsta lagi er ég auðmjúkur yfir að hafa verið valinn. Kollegar mínir sem voru tilnefndir eru ótrúlega hæfileikaríkir. Það er stórt að hafa fengið þessi verðlaun,“ sagði Þórir á hófinu í Noregi, svipað og í ræðu hans sem sýnd var í Hörpu. Hann þakkaði einnig þjálfarateymi sínu og leikmönnum, og konu sinni Kirsten sérstaklega. Stelpurnar hans Þóris fengu líka verðlaun sem lið ársins í Noregi, og nýtti Stine Oftedal Dahmke þá tækifærið til að þakka Þóri fyrir allt og sagði: „Ég held að ég hafi aldrei hitt, og muni aldrei hitta, nokkurn sem að byggir upp lið eins og hann,“ en Oftedal Dahmke var lengi fyrirliði handboltaliðsins, áður en hún lagði skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í sumar. Þórir endaði á að segja að landsliðið ætti áfram eftir að skína skært þó að hans og Oftedal Dahmke nyti ekki lengur við.
Handbolti Íþróttamaður ársins Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira