„Þeir voru pottþétt að spara“ „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. Handbolti 23.1.2025 18:01
Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu brostu hringinn á æfingu dagsins í keppnishöllinni í Zagreb. Enda engin ástæða til annars. Handbolti 23.1.2025 16:55
Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Norður-Makedóníumenn eru enn með í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum á HM, eftir öruggan sigur gegn Katar í dag, 39-34, í næstsíðustu umferð milliriðils II. Handbolti 23.1.2025 16:05
Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Einn leikmaður hefur sprungið út á HM í handbolta í ár og það er vinstri hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson sem hefur eignað sér stöðuna og hjálpað mikið til við draumabyrjun Íslands á heimsmeistaramótinu. Handbolti 23. janúar 2025 10:30
Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Ef Slóvenía réttir ekki fram hjálparhönd myndi fjögurra marka tap gegn Króatíu annað kvöld fella Ísland úr keppni á HM í handbolta, þrátt fyrir að strákarnir okkar hafi unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og séu efstir í milliriðli IV með sex stig. Handbolti 23. janúar 2025 09:18
„Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Það er ekki aðeins gaman hjá íslensku strákunum í leikjum því fjörið er líka mikið á æfingum liðsins þar sem keppnisskapið er stundum ekkert minna. Handbolti 23. janúar 2025 08:32
„Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur átt magnað heimsmeistaramót og sýndi enn á ný mikilvægi sitt í frábærum sigri á sterku liði Egypta í gærkvöldi. Handbolti 23. janúar 2025 08:02
Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Ísland hóf veru sína í milliriðli á HM í handbolta með nokkuð þægilegum sigri á Egyptalandi. Strákarnir okkar hafa nú unnið alla leiki sína til þessa á mótinu og geta tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum með sigri á Króatíu á föstudaginn kemur. Handbolti 23. janúar 2025 07:01
Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Ævintýrið heldur áfram. Fjórir leikir, fjórir sigrar og allt sannfærandi. Ísland er einfaldlega eitt besta lið HM það sem af er móti. Magnað. Handbolti 22. janúar 2025 23:01
Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Íslendingar stigu stórt skref í átt að átta liða úrslitunum á HM í handbolta karla með sigri á Egyptum, 24-27, í milliriðli 4. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu stórvel í kvöld og nokkrir voru í heimklassa. Handbolti 22. janúar 2025 22:03
„Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Ólafur Stefánsson var mjög ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í sigrinum á Egyptum í kvöld en hann og sérfræðingar Ríkisútvarpsins sjá mikil þroskamerki á íslenska liðinu. Handbolti 22. janúar 2025 21:59
„Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Rosa góð. Það var kannski þannig aldrei nein spenna í þessu þó við höfum aldrei náð að slíta þá frá okkur,“ sagði Viggó Kristjánsson um sigur Íslands á Egyptalandi á HM í handbolta. Ísland er með fullt hús stiga í milliriðli eftir frábæra byrjun. Viggó segir menn þó þurfa að halda einbeitingu. Handbolti 22. janúar 2025 21:50
„Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geggjuð, fannst ótrúlega gaman að spila þennan leik,“ sagði Elvar Örn Jónsson um tilfinninguna eftir fjórða sigur Íslands í röð á HM í handbolta. Handbolti 22. janúar 2025 21:48
„Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ „Við vorum að vinna Egypta! Við þurfum að átta okkur á í hvaða stöðu við erum komnir! Við erum komnir með sex stig og maður er að bilast af jákvæðni núna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, í skýjunum eftir frábæran sigur gegn Egyptum á HM í handbolta í kvöld. Handbolti 22. janúar 2025 21:39
Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann mikilvægan þriggja marka sigur á Egyptum, 27-24, í fyrsta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska liðið hefur þar með unnið fjórða fyrstu leiki sína á mótinu. Handbolti 22. janúar 2025 21:36
Noregur marði Spán Noregur vann Spán með minnsta mun á HM karla í handbolta, lokatölur 25-24. Handbolti 22. janúar 2025 21:27
„Kannski er ég orðinn frekur“ „Þetta var frábær sigur, frábær leikur hjá mínu liði. Við náðum að fylgja eftir frábærri frammistöðu og það er mikilvægt að gera hlutina ekki bara einu sinni heldur aftur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari strax eftir sigurinn gegn Egyptum í kvöld, á HM í handbolta. Handbolti 22. janúar 2025 21:20
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur gegn Egyptalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli 4 á HM. Bæði lið tóku með sér fjögur stig úr riðlakeppninni en Ísland er nú efst í milliriðlinum með sex stig. Handbolti 22. janúar 2025 20:56
Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Gestirnir í Gróttu sáu aldrei til sólar þegar liðið mætti Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í Olís-deild kvenna í handbolta, lokatölur 40-19. Handbolti 22. janúar 2025 20:15
„Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Vísir hitti á Dag Sigurðsson, landsliðsþjálfara Króatíu, eftir sigur hans manna á Grænhöfðaeyjum. Gafst þá tækifæri til að spyrja hann út í það sem má lesa um á netinu síðustu daga. Handbolti 22. janúar 2025 18:54
Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Það verður seint sagt að Grænhöfðaeyjar hafi staðið í Króatíu þegar þjóðirnar mættust í milliriðli HM karla í handbolta. Þá gerðu Svíþjóð og Portúgal jafntefli. Handbolti 22. janúar 2025 18:44
Loksins komu treyjur og þær ruku út Það hefur ekkert gengið að fá nýju landsliðstreyjuna í sölu fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins. Þangað til í dag. Handbolti 22. janúar 2025 18:09
Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Fyrsta leik dagsins í milliriðli 4, sem Ísland er í, á HM í handbolta karla er lokið. Slóvenía vann þá öruggan sigur á Argentínu, 34-23. Handbolti 22. janúar 2025 16:07
Ekkert vesen á sókninni Gísli Þorgeir Kristjánsson segir sókn Íslands hafa verið góða gegn Slóveníu þrátt fyrir að mörkin hafi ekki verið nema 23 í leiknum. Færanýtingin sé það sem laga þurfi fyrir leik dagsins við sterkt lið Egypta. Handbolti 22. janúar 2025 15:31