Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Birgir Steinn Jónsson skoraði eitt mark í 34-31 sigri Savehof gegn botnliði Vasteraslrsta í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 26.12.2025 13:59
Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Rúnar Sigtryggsson er strax kominn með sigur sem þjálfari Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni og eyðir jólunum með syni sínum, Andra Már Rúnarssyni, leikmanni Erlangen, sem er í fyrsta sinn í hópi Íslands fyrir komandi stórmót. Handbolti 26.12.2025 08:01
Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Þjóðverjinn Bob Hanning hefur valið tuttugu manna landsliðshóp Ítalíu sem mætir Íslandi í fyrsta leik á EM í handbolta, í Kristianstad í Svíþjóð í janúar. Handbolti 24.12.2025 10:00
Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Hassan Moustafa var endurkjörinn forseti Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF) með miklum yfirburðum í dag. Egyptinn er 81 árs og hefur stýrt IHF undanfarin 25 ár. Handbolti 21. desember 2025 15:10
Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Snorri Steinn Guðjónsson segist ekki háður takmörkunum frá HSÍ varðandi undirbúning og þátttöku íslenska landsliðsins á komandi Evrópumóti í handbolta. Handbolti 21. desember 2025 08:01
Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Skandeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta átti frábæran leik í sigri liðsins á Ribe Esbjerg í dag. Lokatölur 34-27, Skandeborg í vil. Handbolti 20. desember 2025 17:11
Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Íslendingalið Kolstad tapaði nokkuð óvænt fyrir Fjellhamer í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Benedikt Gunnar Óskarsson spilaði í tapinu og skoraði eitt mark. Leikar fóru 31-25, Fjellhammer í vil Handbolti 20. desember 2025 16:42
Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í fyrstu tíu leikjum sínum í Olís-deild kvenna vann Stjarnan loks sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið fékk Fram í heimsókn í dag. Lokatölur 34-31, Garðbæingum í vil. Handbolti 20. desember 2025 13:37
„Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Elliði Snær Viðarsson gat ekki hugsað sér að spila fyrir neitt annað lið í Þýskalandi en Gummersbach og hlakkar til að spila áfram undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, sem hann segir vera stærstu ástæðuna fyrir velgengni liðsins á síðustu árum. Handbolti 20. desember 2025 10:30
KA-menn fengu góða jólagjöf Gærkvöldið var svo sannarlega gott fyrir KA-menn. Ekki nóg með að þeir hafi unnið Framara í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins í handbolta karla því eftir leikinn var greint frá því að markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson hefði samið við félagið. Handbolti 20. desember 2025 09:16
Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sigurmark Garðars Inga Sindrasonar til að skjóta FH í undanúrslit bikarkeppninnar í handbolta rennur honum að líkindum seint úr minni. Hann skoraði á síðustu sekúndu leiksins mark sem skaut liðinu áfram. Handbolti 19. desember 2025 21:41
KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna KA og Haukar komust í kvöld í undanúrslit Powerade-bikars karla í handbolta. KA sló ríkjandi meistara úr leik. Handbolti 19. desember 2025 20:04
Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Það verða engin jól hjá mörgum í Vestmannaeyjum ef þau missa af Stjörnuleiknum en sá leikur fer einmitt fram í Íþróttamiðstöðinni í kvöld. Handbolti 19. desember 2025 13:32
„Er því miður kominn í jólafrí“ Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason segir mikla tilhlökkun fyrir komandi Evrópumóti í handbolta. Hann hefur náð sér af meiðslum og finnur til með mönnum sem fengu ekki kallið á mótið. Handbolti 18. desember 2025 22:32
„Þetta var mjög skrítinn leikur“ Anton Rúnarsson, þjálfari Vals, var sáttur að hafa sótt tvö stig norður yfir heiðar þegar Valur vann sjö maka sigur gegn KA/Þór í elleftu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Handbolti 18. desember 2025 21:17
Haukakonur í fjórða sætið Haukar komust í kvöld upp í fjórða sæti Olís-deildar kvenna í handbolta eftir 32-25 útisigur á Selfossi. Handbolti 18. desember 2025 21:11
KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Valur tryggði sér toppsæti Olís deildar kvenna í handbolta yfir hátíðarnar með sjö marka sigri á KA/Þór fyrir norðan nú í kvöld. Lokatölur 23-30 eftir að norðankonur höfðu leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Handbolti 18. desember 2025 20:40
Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Íslendingalið Magdeburgar komst í kvöld áfram í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handbolta eftir sterkan sigur á Flensburg á heimavelli. Ómar Ingi Magnússon fór mikinn. Handbolti 18. desember 2025 20:06
Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ómar Ingi Magnússon verður fyrirliði íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handbolta á næsta ári en þetta staðfesti landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson í dag þegar hann opinberaði EM-hópinn sinn. Handbolti 18. desember 2025 13:53
Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður „Mínir draumar eru að hann geti orðið klár í milliriðla,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari þegar hann fór yfir stöðu hæsta leikmanns Íslands, Þorsteins Leós Gunnarssonar. Meiðsli hans hafa einnig áhrif á valið á Donna, eða Kristjáni Erni Kristjánssyni, í hægri skyttustöðuna. Handbolti 18. desember 2025 13:50
Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda „Spurning sem mig grunar að brenni á mörgum er valið á hornamönnunum“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson á blaðamannafundi þar sem EM-hópurinn var kynntur. Handbolti 18. desember 2025 13:46
Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sigvaldi Björn Guðjónsson er ekki í íslenska EM-hópnum sem tilkynntur var með viðhöfn í Arion-banka í dag en Evrópumótið hefst 15. janúar næstkomandi. Handbolti 18. desember 2025 13:09
Snorri kynnti EM-strákana okkar HSÍ hélt blaðamannafund í húsakynnum Arion í dag, þar sem Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari skýrði frá vali sínu á landsliðshópnum sem fer á EM í handbolta í janúar. Handbolti 18. desember 2025 12:30
Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handboltamaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur jafnað af meiðslum hraðar en áætlað var og fær loksins að fara heim til Íslands í dag, eftir að hafa þrætt lengi við stjórnarmenn Porto sem vilja helst ekki að hann fari á EM. Handbolti 18. desember 2025 08:32