Það var engin áramótapása í NBA-deildinni í körfubolta því sex leikir fór fram í gærkvöldi að bandarískum tíma.
Topplið Vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, tók á móti Minnesota Timberwolves á heimavelli sínum og þar skein stórstjarnan Shai Gilgeous-Alexander skært. Hann skoraði 40 stig í 113-105 sigri heimamanna sem eru með langbestan árangur liða í Vesturdeildinni.
Þetta var tólfti sigur Timberwolves í röð sem aðeins hefur tapað fimm af þrjátíu og tveimur leikjum sínum hingað til á tímabilinu.
Shai says goodbye to 2024 with an ELECTRIFYING performance!
— NBA (@NBA) January 1, 2025
⚡️ 40 PTS (25 in 2H)
⚡️ 4 STL
⚡️ 3 3PM
⚡️ 15-23 FGM
Thunder tie their LONGEST win streak (12 games) since moving to OKC. pic.twitter.com/T8Lpi9CRrm
Í borg englanna tóku heimamenn í Los Angeles Lakers á móti Cleveland Cavaliers sem aðeins hefur tapað fjórum leikjum á tímabilinu sem er besti árangurinn í deildinni. Þar dugðu 35 stig frá Austin Reeves skammt því Lakers mátti sætta sig við 122-110 tap þar sem Jarrett Allen og Donovan Mitchell voru atkvæðamestir hjá liði Cleveland.
Öll úrslitin í nótt
Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 112-120
Toronto Raptors - Boston Celtics 71-125
San Antonio Spurs - LA Clippers 122-86
Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 113-105
Los Angeles Lakers - Cleveland Cavaliers 110-122
Phoenix Suns - Memphis Grizzles 112-117
NBA STANDINGS UPDATE ‼️
— NBA (@NBA) January 1, 2025
▪️ OKC (West No. 1) wins 12th straight
▪️ CLE (East No. 1) wins 8th straight
Download the NBA App for more: https://t.co/pBKIAWOrdI pic.twitter.com/OrZ8hca2GU