Amorim segir leikmenn sína hrædda Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2025 14:32 Rúben Amorim hefur átt afar krefjandi byrjun sem knattspyrnustjóri Manchester United. Getty/Ash Donelon Gengi Manchester United hefur verið afleitt í vetur og ekki skánað með komu portúgalska stjórans Rúbens Amorim. Tapi United gegn Liverpool í dag yrði það fjórða tap liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni, sem ekki hefur gerst í 46 ár. United hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum, gegn Bournemouth, Wolves og Newcastle, án þess að skora eitt einasta mark. Ef liðið tapar í dag og skorar ekki mark, fjórða leikinn í röð, yrði það í fyrsta sinn síðan í apríl 1909, eða fyrir 116 árum. „Þið sjáið það á andlitinu mínu og getið borið það saman við það þegar ég kom hingað,“ sagði Amorim þegar hann ræddi um pressuna sem er á honum og United-liðinu, sem situr í 14. sæti. „Auðvitað er mikil pressa. Fyrir mér snýst þetta um stoltið og frammistöðuna. Það er allt erfiðara þegar við stöndum okkur ekki vel,“ sagði Amorim samkvæmt grein BBC. United hefur ekki unnið á Anfield síðan í janúar 2016 þegar Wayne Rooney skoraði sigurmarkið. United skoraði síðast mark á Anfield í desember 2018, og hefur því mistekist það í fimm síðustu heimsóknum. Amorim, sem tók við United í nóvember, vill sjá leikmenn sína óhræddari á vellinum: „Þeir eru óöruggir, stundum hræddir á vellinum,“ sagði Amorim um leikmennina en hann hefur kallað eftir því að fleiri leiðtogar stígi fram. „Við þurfum á því að halda að leiðtogarnir axli ábyrgð og hjálpi hinum strákunum, og ég er ábyrgastur fyrir því að frammistaðan batni. Maður sér að leikmenn eru að reyna, stundum af of mikilli örvæntingu, of hræddir við að spila fótbolta því þetta er erfið staða og við viljum hjálpa leikmönnunum að verða betri,“ sagði Amorim. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 16:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Sjá meira
United hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum, gegn Bournemouth, Wolves og Newcastle, án þess að skora eitt einasta mark. Ef liðið tapar í dag og skorar ekki mark, fjórða leikinn í röð, yrði það í fyrsta sinn síðan í apríl 1909, eða fyrir 116 árum. „Þið sjáið það á andlitinu mínu og getið borið það saman við það þegar ég kom hingað,“ sagði Amorim þegar hann ræddi um pressuna sem er á honum og United-liðinu, sem situr í 14. sæti. „Auðvitað er mikil pressa. Fyrir mér snýst þetta um stoltið og frammistöðuna. Það er allt erfiðara þegar við stöndum okkur ekki vel,“ sagði Amorim samkvæmt grein BBC. United hefur ekki unnið á Anfield síðan í janúar 2016 þegar Wayne Rooney skoraði sigurmarkið. United skoraði síðast mark á Anfield í desember 2018, og hefur því mistekist það í fimm síðustu heimsóknum. Amorim, sem tók við United í nóvember, vill sjá leikmenn sína óhræddari á vellinum: „Þeir eru óöruggir, stundum hræddir á vellinum,“ sagði Amorim um leikmennina en hann hefur kallað eftir því að fleiri leiðtogar stígi fram. „Við þurfum á því að halda að leiðtogarnir axli ábyrgð og hjálpi hinum strákunum, og ég er ábyrgastur fyrir því að frammistaðan batni. Maður sér að leikmenn eru að reyna, stundum af of mikilli örvæntingu, of hræddir við að spila fótbolta því þetta er erfið staða og við viljum hjálpa leikmönnunum að verða betri,“ sagði Amorim. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 16:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn „Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Fleiri fréttir Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Havertz frá út leiktíðina og framlínan fámenn Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Sjá meira