Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 11:27 Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2027. Facebook/@haukarbasket Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við sem þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta og mun stýra liðinu í fyrsta sinn annað kvöld, í leik við Hött á Egilsstöðum í Bónus-deildinni. Haukar greindu frá þessu í dag og segja Friðik Inga þegar hafa hafið störf, og í óða önn við að undirbúa liðið fyrir leikinn við Hött. Friðrik Ingi, sem á að baki langan og farsælan þjálfaraferil, var síðast þjálfari kvennaliðs Keflavíkur en stýrði liðinu aðeins í nokkra mánuði áður en hann sagði upp í desember. Hann tekur við Haukum af Emil Barja sem mun nú einbeita sér alfarið að þjálfun kvennaliðs Hauka. Emil stýrði karlaliðinu í skamman tíma eftir að Maté Dalmay var látinn fara í byrjun desember, en Maté hafði stýrt liðinu frá árinu 2021 og komið því aftur upp í efstu deild. Haukar höfðu hins vegar tapað fyrstu átta leikjum sínum í vetur þegar Maté hætti. Undir stjórn Emils náðu Haukar að vinna tvo fyrstu leiki sína en þeir eru með fjögur stig í neðsta sæti Bónus-deildarinnar, fjórum stigum á eftir næstu fjórum liðum. Í þeim hópi er meðal annars lið Hattar svo leikurinn á Egilsstöðum annað kvöld er afar mikilvægur, nú þegar seinni helmingur deildarkeppninnar er að hefjast. Friðrik Inga þarf vart að kynna en hann skrifaði undir samning til tveggja og hálfs árs við Hauka. Hann hefur stýrt ýmsum liðum í efstu deild karla, þar á meðal Njarðvík, Grindavík, KR, Keflavík, Þór Þorlákshöfn og ÍR, auk íslenska karlalandsliðsins. Síðast þjálfaði hann kvennalið Keflavíkur fyrir áramót, eins og fyrr segir. Haukar Körfubolti Bónus-deild karla Tengdar fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Bandaríkjamaðurinn De'Sean Parsons mun leik með Haukum í Bónusdeild karla eftir áramót. Á dögunum lét félagið þá Tyson Jolly og Steeve Ho You Fat fara frá liðinu. 30. desember 2024 16:48 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
Haukar greindu frá þessu í dag og segja Friðik Inga þegar hafa hafið störf, og í óða önn við að undirbúa liðið fyrir leikinn við Hött. Friðrik Ingi, sem á að baki langan og farsælan þjálfaraferil, var síðast þjálfari kvennaliðs Keflavíkur en stýrði liðinu aðeins í nokkra mánuði áður en hann sagði upp í desember. Hann tekur við Haukum af Emil Barja sem mun nú einbeita sér alfarið að þjálfun kvennaliðs Hauka. Emil stýrði karlaliðinu í skamman tíma eftir að Maté Dalmay var látinn fara í byrjun desember, en Maté hafði stýrt liðinu frá árinu 2021 og komið því aftur upp í efstu deild. Haukar höfðu hins vegar tapað fyrstu átta leikjum sínum í vetur þegar Maté hætti. Undir stjórn Emils náðu Haukar að vinna tvo fyrstu leiki sína en þeir eru með fjögur stig í neðsta sæti Bónus-deildarinnar, fjórum stigum á eftir næstu fjórum liðum. Í þeim hópi er meðal annars lið Hattar svo leikurinn á Egilsstöðum annað kvöld er afar mikilvægur, nú þegar seinni helmingur deildarkeppninnar er að hefjast. Friðrik Inga þarf vart að kynna en hann skrifaði undir samning til tveggja og hálfs árs við Hauka. Hann hefur stýrt ýmsum liðum í efstu deild karla, þar á meðal Njarðvík, Grindavík, KR, Keflavík, Þór Þorlákshöfn og ÍR, auk íslenska karlalandsliðsins. Síðast þjálfaði hann kvennalið Keflavíkur fyrir áramót, eins og fyrr segir.
Haukar Körfubolti Bónus-deild karla Tengdar fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Bandaríkjamaðurinn De'Sean Parsons mun leik með Haukum í Bónusdeild karla eftir áramót. Á dögunum lét félagið þá Tyson Jolly og Steeve Ho You Fat fara frá liðinu. 30. desember 2024 16:48 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Sjá meira
De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Bandaríkjamaðurinn De'Sean Parsons mun leik með Haukum í Bónusdeild karla eftir áramót. Á dögunum lét félagið þá Tyson Jolly og Steeve Ho You Fat fara frá liðinu. 30. desember 2024 16:48