Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum gegn Oklahoma City Thunder í úrslitum Vesturdeildar NBA vann Minnesota Timberwolves yfirburðasigur í þriðja leik liðanna, 143-101. Körfubolti 25.5.2025 09:32
Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði LeBron James hefur skrifað sig í sögubækurnar með allskonar mismerkileg met í gegnum tíðina og bætti einu slíku við á dögunum þegar hann varð elsti leikmaðurinn í sögunni NBA deildarinnar til að fá atkvæði í kjörinu um mikilvægasta leikmann tímabilsins. Körfubolti 25.5.2025 08:03
Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín eru úr leik í 8-liða úrslitum þýska körfuboltans en liðið tapaði í kvöld gegn Ulm 93-84. Martin var stigahæstur í liði Alba með 20 stig. Körfubolti 24.5.2025 20:02
Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Körfubolti 23.5.2025 13:02
Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Oklahoma City Thunder er komið í 2-0 í einvíginu við Minnesota Timberwolves í úrslitum Vesturdeildar NBA eftir sigur í öðrum leik liðanna í nótt, 118-103. Körfubolti 23. maí 2025 09:30
Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Stjörnunnar í körfubolta, finnur nú fyrir létti þegar að titillinn sem hann hefur elt svo lengi er í höfn og að baki „algjört andlegt rugl“ í úrslitakeppni deildarinnar. Körfubolti 23. maí 2025 09:01
EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet EuroBasket 2029 verður haldið í höfuðborgum Spánar, Grikklands, Slóveníu og Eistlands. Stefnt er að áhorfendameti í opnunarleiknum, sem mun fara fram á Santiago Bernabeu í Madríd, fótboltavelli Real Madrid sem verður breytt í körfuboltavöll. Körfubolti 22. maí 2025 15:16
Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins. Körfubolti 22. maí 2025 14:02
Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Það blés ekki byrlega fyrir Indiana Pacers þegar skammt var til leiksloka gegn New York Knicks í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. En Pacers sneri laglega á tölfræðina og vann leikinn. Körfubolti 22. maí 2025 11:32
„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ „Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“ Körfubolti 22. maí 2025 10:30
Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Þrátt fyrir að vera níu stigum undir þegar innan við mínúta var eftir af leiknum vann Indiana Pacers New York Knicks, 135-138, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Körfubolti 22. maí 2025 09:32
Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Stjarnan varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn eftir sigur á Tindastóli, 77-82, í gær. Gleði Garðbæinga í leikslok var ósvikin. Körfubolti 22. maí 2025 08:00
Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Shai Gilgeous-Alexander var valinn verðmætasti leikmaður NBA í gærkvöldi, eftir að hafa skorað mest allra leikmanna að meðaltali og farið fyrir liði Oklahoma City Thunder á besta tímabili í sögu félagsins. Shai fékk 71 af 100 atkvæðum en Nikola Jokic varð annar með 29 atkvæði. Körfubolti 22. maí 2025 07:01
„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Benedikt Guðmundsson var gríðarlega sár og svekktur eftir tap Tindastóls gegn Stjörnunni í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Hann segir liðið hafa lagt sig vel fram en klikkað á allt of mörgum mikilvægum skotum. Spurningum um framtíðina var hann ekki tilbúinn að svara. Körfubolti 21. maí 2025 23:35
Ægir valinn verðmætastur Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar en vaggaði fingri þegar hann tók við verðlaununum. Körfubolti 21. maí 2025 23:09
„Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ „Alsæla. Ég á hreinlega ekki orð“ sagði Íslandsmeistarinn Hlynur Bæringsson eftir sigur í oddaleik gegn Tindastóli. Þetta var hans síðasti leikur á löngum ferli, sem endar með fyrsta Íslandsmeistaratitli í sögu Stjörnunnar. Körfubolti 21. maí 2025 22:27
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Stjarnan er Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 77-82 sigur gegn Tindastól í oddaleik sem fór fram í Síkinu á Sauðárkróki. Körfubolti 21. maí 2025 22:00
Shaq segist hundrað prósent Shaquille Rombley, miðherji Stjörnunnar, sést hita upp með liðinu í aðdraganda oddaleiksins og er skráður á leikskýrsluna í leiknum gegn Tindastóli sem fer fram í Síkinu í kvöld. Hann staðfesti í viðtalið við Andra Má Eggertsson að hann væri klár í slaginn í kvöld. Körfubolti 21. maí 2025 19:28
Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Spennuþrungið andrúmsloft er ríkjandi á Sauðárkróki. Úrslitin í Bónus deildinni í körfubolta ráðast þar í kvöld í oddaleik úrslitaeinvígis Tindastóls og Stjörnunnar. Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir fólk á þeim bænum ekki í vinnuhæfu ástandi, allir séu með hugann við leik kvöldsins. Körfubolti 21. maí 2025 12:33
Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Áhrifavaldurinn, ofurskvísan og körfuboltaáhugakonan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, hefur ekki látið sig vanta á körfuboltaleikina undanfarið. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk góð ráð um hvernig ætti að klæða sig fyrir körfuboltaleik. Tíska og hönnun 21. maí 2025 12:01
Þruman skellti í lás og tók forystuna Oklahoma City Thunder vann öruggan sigur á Minnesota Timberwolves, 114-88, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Körfubolti 21. maí 2025 08:30
Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari skorar á Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, að mæta sér hvar og hvenær sem er til að ræða þjálfun. Sport 20. maí 2025 12:08
Opinber áskorun til prófessorsins Jæja, nú hefur karmað loksins bankað upp á og prófessorinn Víðir Halldórsson er kominn út úr fylgsninu. Hér með býð ég honum opinberlega að mæta mér hvar og hvenær sem er, svo við getum farið yfir öll þau mál sem hann hefur svo lengi fjallað um varðandi mig körfuboltaþjálfarann. Skoðun 20. maí 2025 12:00
Tryllt eftirspurn eftir miðum Það er ljóst að margfalt færri komast að en vilja, á oddaleik Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla í körfubolta annað kvöld. Körfubolti 20. maí 2025 11:05
„Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Daníel Andri Halldórsson er nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta og fær það verkefni að festa liðið í sessi í efstu deild. Hann tekur næsta skref á sínum ferli með miklu sjálfsöryggi eftir að hafa lært mikið á stuttum ferli til þessa. Körfubolti 20. maí 2025 07:31