Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2025 11:27 Friðrik Ingi Rúnarsson skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2027. Facebook/@haukarbasket Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við sem þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta og mun stýra liðinu í fyrsta sinn annað kvöld, í leik við Hött á Egilsstöðum í Bónus-deildinni. Haukar greindu frá þessu í dag og segja Friðik Inga þegar hafa hafið störf, og í óða önn við að undirbúa liðið fyrir leikinn við Hött. Friðrik Ingi, sem á að baki langan og farsælan þjálfaraferil, var síðast þjálfari kvennaliðs Keflavíkur en stýrði liðinu aðeins í nokkra mánuði áður en hann sagði upp í desember. Hann tekur við Haukum af Emil Barja sem mun nú einbeita sér alfarið að þjálfun kvennaliðs Hauka. Emil stýrði karlaliðinu í skamman tíma eftir að Maté Dalmay var látinn fara í byrjun desember, en Maté hafði stýrt liðinu frá árinu 2021 og komið því aftur upp í efstu deild. Haukar höfðu hins vegar tapað fyrstu átta leikjum sínum í vetur þegar Maté hætti. Undir stjórn Emils náðu Haukar að vinna tvo fyrstu leiki sína en þeir eru með fjögur stig í neðsta sæti Bónus-deildarinnar, fjórum stigum á eftir næstu fjórum liðum. Í þeim hópi er meðal annars lið Hattar svo leikurinn á Egilsstöðum annað kvöld er afar mikilvægur, nú þegar seinni helmingur deildarkeppninnar er að hefjast. Friðrik Inga þarf vart að kynna en hann skrifaði undir samning til tveggja og hálfs árs við Hauka. Hann hefur stýrt ýmsum liðum í efstu deild karla, þar á meðal Njarðvík, Grindavík, KR, Keflavík, Þór Þorlákshöfn og ÍR, auk íslenska karlalandsliðsins. Síðast þjálfaði hann kvennalið Keflavíkur fyrir áramót, eins og fyrr segir. Haukar Körfubolti Bónus-deild karla Tengdar fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Bandaríkjamaðurinn De'Sean Parsons mun leik með Haukum í Bónusdeild karla eftir áramót. Á dögunum lét félagið þá Tyson Jolly og Steeve Ho You Fat fara frá liðinu. 30. desember 2024 16:48 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
Haukar greindu frá þessu í dag og segja Friðik Inga þegar hafa hafið störf, og í óða önn við að undirbúa liðið fyrir leikinn við Hött. Friðrik Ingi, sem á að baki langan og farsælan þjálfaraferil, var síðast þjálfari kvennaliðs Keflavíkur en stýrði liðinu aðeins í nokkra mánuði áður en hann sagði upp í desember. Hann tekur við Haukum af Emil Barja sem mun nú einbeita sér alfarið að þjálfun kvennaliðs Hauka. Emil stýrði karlaliðinu í skamman tíma eftir að Maté Dalmay var látinn fara í byrjun desember, en Maté hafði stýrt liðinu frá árinu 2021 og komið því aftur upp í efstu deild. Haukar höfðu hins vegar tapað fyrstu átta leikjum sínum í vetur þegar Maté hætti. Undir stjórn Emils náðu Haukar að vinna tvo fyrstu leiki sína en þeir eru með fjögur stig í neðsta sæti Bónus-deildarinnar, fjórum stigum á eftir næstu fjórum liðum. Í þeim hópi er meðal annars lið Hattar svo leikurinn á Egilsstöðum annað kvöld er afar mikilvægur, nú þegar seinni helmingur deildarkeppninnar er að hefjast. Friðrik Inga þarf vart að kynna en hann skrifaði undir samning til tveggja og hálfs árs við Hauka. Hann hefur stýrt ýmsum liðum í efstu deild karla, þar á meðal Njarðvík, Grindavík, KR, Keflavík, Þór Þorlákshöfn og ÍR, auk íslenska karlalandsliðsins. Síðast þjálfaði hann kvennalið Keflavíkur fyrir áramót, eins og fyrr segir.
Haukar Körfubolti Bónus-deild karla Tengdar fréttir De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Bandaríkjamaðurinn De'Sean Parsons mun leik með Haukum í Bónusdeild karla eftir áramót. Á dögunum lét félagið þá Tyson Jolly og Steeve Ho You Fat fara frá liðinu. 30. desember 2024 16:48 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Bandaríkjamaðurinn De'Sean Parsons mun leik með Haukum í Bónusdeild karla eftir áramót. Á dögunum lét félagið þá Tyson Jolly og Steeve Ho You Fat fara frá liðinu. 30. desember 2024 16:48