PISA og þjóð Jóhannes Aðalbjörnsson skrifar 19. desember 2023 09:30 Læsi íslensku þjóðarinnar hnignar, um það þarf ekki að efast né að hafa í frammi miklar málalengingar um þá augljósu staðreynd. Það er þó hverjum sem byggir þetta land hollt að velta fyrir sér stöðunni sem upp er komin og leggja sitt af mörkum til að þessi grunnstoð samfélagsins og menningarinnar verði ekki enn feysknari. Þjóðin státar af vel uppbyggðu skólakerfi og fjölmörgum kennurum að baki því svo sú staða sem nú er uppi í menntun hennar er þveröfug við það sem efni standa til. Skólinn er samfélag sem er stærra en stofnunin sem slík og mótast af tíðarandanum, gildum, venjum og hefðum er rísa hæst á hverjum tíma. Sú staða getur komið upp að þróun samfélagsins utan skólans stangist á við hlutverk og skyldur hans sem uppeldis- og menntastofnunar. Ég tel að við séum stödd þar nú, við þurfum að stinga niður fæti um stund og ígrunda á hvaða vegferð skólastarf er. Fagurgali eða fögur fyrirheit duga ekki lengur, hefja þarf skólana upp í fyrri stöðu, skapa þeim traust og virðingu sem auðveldar þeim að rækja sitt hlutverk þ.e. að búa í haginn fyrir land og lýð til framtíðar. Veigamest er að efla kennarann í starfi og treysta honum án utanaðkomandi truflunar, sem kann að veikja hans starfsvitund. Þá er hægt að gera læsi og þá sérstaklega lesskilningi hærra undir höfði svo snúa megi til betri vegar þeirri hnignun í menningu þjóðarinn er bág staða lesskilnings í dag veldur. Fleira verður að súpa en sætt þykir. Nú er það vissulega svo að mörg sveitarfélög og skólar þeirra eru að standa sig vel, en að sama skapi önnur ekki eins vel. Sennilegt er að áherslur þeirra séu ólíkar, en viðfangsefnin eru svipuð svo nálgun þeirra gæti verið keimlík. Það er nefnilega í þessu efni eins og oft áður að veldur sá er á heldur svo til að ná árangri þarf að finna leiðir sem eiga við og vinna þær vel. Til eru ýmis kerfi til að halda utan um nám og kennslu og eitt þeirra er RTI (e. response to intervention) er reynst hefur einstaklega vel víða erlendis og vert er að gefa gaum að hér á landi. Það er þó ekki nóg að setja upp kerfi eða stefnur því mesti árangur næst í þeim staðblæ innan skóla þar sem ríkir rólegt andrúmsloft og reglufesta er viðhöfð. Við þannig aðstæður er auðvelt að leggja mikla áherslu á lesskilning að því tilskyldu að öðru sé ekki teflt fram sem mikilvægara námi. Lesskilning má hæglega kenna með skipulegum hætti þar sem mat og eftirfylgni styðja við framvindu hans. Því er það svo að út frá þeirri stöðu sem upp er komin varðandi læsi, að lesskilningur þarf að fá meira vægi við skipulag skólastarfs og í daglegu námi barna. Þá mun árangur ekki láta á sér standa né jákvæð upplifun af lestri texta er menntar lesandann og hvetur hann áfram. Hver skóli ætti að vita það alveg sjálfur hver staðan er hjá sér varðandi lesskilning en getur þurft á stuðningi að halda til að gera betur. Meiri peningar eða aukið námsefni inn í skólana breytir litlu því lesskilningur byggist á eigindum er fara fram í huga hvers nemanda og þar þarf að vera næði til einbeitingar. Gleymum því ekki að skólinn er griðastaður barna þar sem uppbyggileg samskipti og jafnræði á að ríkja, staða læsis á Íslandi bendir ekki til þess. Hvar erum við þá, - hefur skólinn misst fótanna ? Höfundur er kennari og með sérfræðimenntun í stjórnun menntastofnana og sérkennslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Læsi íslensku þjóðarinnar hnignar, um það þarf ekki að efast né að hafa í frammi miklar málalengingar um þá augljósu staðreynd. Það er þó hverjum sem byggir þetta land hollt að velta fyrir sér stöðunni sem upp er komin og leggja sitt af mörkum til að þessi grunnstoð samfélagsins og menningarinnar verði ekki enn feysknari. Þjóðin státar af vel uppbyggðu skólakerfi og fjölmörgum kennurum að baki því svo sú staða sem nú er uppi í menntun hennar er þveröfug við það sem efni standa til. Skólinn er samfélag sem er stærra en stofnunin sem slík og mótast af tíðarandanum, gildum, venjum og hefðum er rísa hæst á hverjum tíma. Sú staða getur komið upp að þróun samfélagsins utan skólans stangist á við hlutverk og skyldur hans sem uppeldis- og menntastofnunar. Ég tel að við séum stödd þar nú, við þurfum að stinga niður fæti um stund og ígrunda á hvaða vegferð skólastarf er. Fagurgali eða fögur fyrirheit duga ekki lengur, hefja þarf skólana upp í fyrri stöðu, skapa þeim traust og virðingu sem auðveldar þeim að rækja sitt hlutverk þ.e. að búa í haginn fyrir land og lýð til framtíðar. Veigamest er að efla kennarann í starfi og treysta honum án utanaðkomandi truflunar, sem kann að veikja hans starfsvitund. Þá er hægt að gera læsi og þá sérstaklega lesskilningi hærra undir höfði svo snúa megi til betri vegar þeirri hnignun í menningu þjóðarinn er bág staða lesskilnings í dag veldur. Fleira verður að súpa en sætt þykir. Nú er það vissulega svo að mörg sveitarfélög og skólar þeirra eru að standa sig vel, en að sama skapi önnur ekki eins vel. Sennilegt er að áherslur þeirra séu ólíkar, en viðfangsefnin eru svipuð svo nálgun þeirra gæti verið keimlík. Það er nefnilega í þessu efni eins og oft áður að veldur sá er á heldur svo til að ná árangri þarf að finna leiðir sem eiga við og vinna þær vel. Til eru ýmis kerfi til að halda utan um nám og kennslu og eitt þeirra er RTI (e. response to intervention) er reynst hefur einstaklega vel víða erlendis og vert er að gefa gaum að hér á landi. Það er þó ekki nóg að setja upp kerfi eða stefnur því mesti árangur næst í þeim staðblæ innan skóla þar sem ríkir rólegt andrúmsloft og reglufesta er viðhöfð. Við þannig aðstæður er auðvelt að leggja mikla áherslu á lesskilning að því tilskyldu að öðru sé ekki teflt fram sem mikilvægara námi. Lesskilning má hæglega kenna með skipulegum hætti þar sem mat og eftirfylgni styðja við framvindu hans. Því er það svo að út frá þeirri stöðu sem upp er komin varðandi læsi, að lesskilningur þarf að fá meira vægi við skipulag skólastarfs og í daglegu námi barna. Þá mun árangur ekki láta á sér standa né jákvæð upplifun af lestri texta er menntar lesandann og hvetur hann áfram. Hver skóli ætti að vita það alveg sjálfur hver staðan er hjá sér varðandi lesskilning en getur þurft á stuðningi að halda til að gera betur. Meiri peningar eða aukið námsefni inn í skólana breytir litlu því lesskilningur byggist á eigindum er fara fram í huga hvers nemanda og þar þarf að vera næði til einbeitingar. Gleymum því ekki að skólinn er griðastaður barna þar sem uppbyggileg samskipti og jafnræði á að ríkja, staða læsis á Íslandi bendir ekki til þess. Hvar erum við þá, - hefur skólinn misst fótanna ? Höfundur er kennari og með sérfræðimenntun í stjórnun menntastofnana og sérkennslu
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar