PISA og þjóð Jóhannes Aðalbjörnsson skrifar 19. desember 2023 09:30 Læsi íslensku þjóðarinnar hnignar, um það þarf ekki að efast né að hafa í frammi miklar málalengingar um þá augljósu staðreynd. Það er þó hverjum sem byggir þetta land hollt að velta fyrir sér stöðunni sem upp er komin og leggja sitt af mörkum til að þessi grunnstoð samfélagsins og menningarinnar verði ekki enn feysknari. Þjóðin státar af vel uppbyggðu skólakerfi og fjölmörgum kennurum að baki því svo sú staða sem nú er uppi í menntun hennar er þveröfug við það sem efni standa til. Skólinn er samfélag sem er stærra en stofnunin sem slík og mótast af tíðarandanum, gildum, venjum og hefðum er rísa hæst á hverjum tíma. Sú staða getur komið upp að þróun samfélagsins utan skólans stangist á við hlutverk og skyldur hans sem uppeldis- og menntastofnunar. Ég tel að við séum stödd þar nú, við þurfum að stinga niður fæti um stund og ígrunda á hvaða vegferð skólastarf er. Fagurgali eða fögur fyrirheit duga ekki lengur, hefja þarf skólana upp í fyrri stöðu, skapa þeim traust og virðingu sem auðveldar þeim að rækja sitt hlutverk þ.e. að búa í haginn fyrir land og lýð til framtíðar. Veigamest er að efla kennarann í starfi og treysta honum án utanaðkomandi truflunar, sem kann að veikja hans starfsvitund. Þá er hægt að gera læsi og þá sérstaklega lesskilningi hærra undir höfði svo snúa megi til betri vegar þeirri hnignun í menningu þjóðarinn er bág staða lesskilnings í dag veldur. Fleira verður að súpa en sætt þykir. Nú er það vissulega svo að mörg sveitarfélög og skólar þeirra eru að standa sig vel, en að sama skapi önnur ekki eins vel. Sennilegt er að áherslur þeirra séu ólíkar, en viðfangsefnin eru svipuð svo nálgun þeirra gæti verið keimlík. Það er nefnilega í þessu efni eins og oft áður að veldur sá er á heldur svo til að ná árangri þarf að finna leiðir sem eiga við og vinna þær vel. Til eru ýmis kerfi til að halda utan um nám og kennslu og eitt þeirra er RTI (e. response to intervention) er reynst hefur einstaklega vel víða erlendis og vert er að gefa gaum að hér á landi. Það er þó ekki nóg að setja upp kerfi eða stefnur því mesti árangur næst í þeim staðblæ innan skóla þar sem ríkir rólegt andrúmsloft og reglufesta er viðhöfð. Við þannig aðstæður er auðvelt að leggja mikla áherslu á lesskilning að því tilskyldu að öðru sé ekki teflt fram sem mikilvægara námi. Lesskilning má hæglega kenna með skipulegum hætti þar sem mat og eftirfylgni styðja við framvindu hans. Því er það svo að út frá þeirri stöðu sem upp er komin varðandi læsi, að lesskilningur þarf að fá meira vægi við skipulag skólastarfs og í daglegu námi barna. Þá mun árangur ekki láta á sér standa né jákvæð upplifun af lestri texta er menntar lesandann og hvetur hann áfram. Hver skóli ætti að vita það alveg sjálfur hver staðan er hjá sér varðandi lesskilning en getur þurft á stuðningi að halda til að gera betur. Meiri peningar eða aukið námsefni inn í skólana breytir litlu því lesskilningur byggist á eigindum er fara fram í huga hvers nemanda og þar þarf að vera næði til einbeitingar. Gleymum því ekki að skólinn er griðastaður barna þar sem uppbyggileg samskipti og jafnræði á að ríkja, staða læsis á Íslandi bendir ekki til þess. Hvar erum við þá, - hefur skólinn misst fótanna ? Höfundur er kennari og með sérfræðimenntun í stjórnun menntastofnana og sérkennslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Læsi íslensku þjóðarinnar hnignar, um það þarf ekki að efast né að hafa í frammi miklar málalengingar um þá augljósu staðreynd. Það er þó hverjum sem byggir þetta land hollt að velta fyrir sér stöðunni sem upp er komin og leggja sitt af mörkum til að þessi grunnstoð samfélagsins og menningarinnar verði ekki enn feysknari. Þjóðin státar af vel uppbyggðu skólakerfi og fjölmörgum kennurum að baki því svo sú staða sem nú er uppi í menntun hennar er þveröfug við það sem efni standa til. Skólinn er samfélag sem er stærra en stofnunin sem slík og mótast af tíðarandanum, gildum, venjum og hefðum er rísa hæst á hverjum tíma. Sú staða getur komið upp að þróun samfélagsins utan skólans stangist á við hlutverk og skyldur hans sem uppeldis- og menntastofnunar. Ég tel að við séum stödd þar nú, við þurfum að stinga niður fæti um stund og ígrunda á hvaða vegferð skólastarf er. Fagurgali eða fögur fyrirheit duga ekki lengur, hefja þarf skólana upp í fyrri stöðu, skapa þeim traust og virðingu sem auðveldar þeim að rækja sitt hlutverk þ.e. að búa í haginn fyrir land og lýð til framtíðar. Veigamest er að efla kennarann í starfi og treysta honum án utanaðkomandi truflunar, sem kann að veikja hans starfsvitund. Þá er hægt að gera læsi og þá sérstaklega lesskilningi hærra undir höfði svo snúa megi til betri vegar þeirri hnignun í menningu þjóðarinn er bág staða lesskilnings í dag veldur. Fleira verður að súpa en sætt þykir. Nú er það vissulega svo að mörg sveitarfélög og skólar þeirra eru að standa sig vel, en að sama skapi önnur ekki eins vel. Sennilegt er að áherslur þeirra séu ólíkar, en viðfangsefnin eru svipuð svo nálgun þeirra gæti verið keimlík. Það er nefnilega í þessu efni eins og oft áður að veldur sá er á heldur svo til að ná árangri þarf að finna leiðir sem eiga við og vinna þær vel. Til eru ýmis kerfi til að halda utan um nám og kennslu og eitt þeirra er RTI (e. response to intervention) er reynst hefur einstaklega vel víða erlendis og vert er að gefa gaum að hér á landi. Það er þó ekki nóg að setja upp kerfi eða stefnur því mesti árangur næst í þeim staðblæ innan skóla þar sem ríkir rólegt andrúmsloft og reglufesta er viðhöfð. Við þannig aðstæður er auðvelt að leggja mikla áherslu á lesskilning að því tilskyldu að öðru sé ekki teflt fram sem mikilvægara námi. Lesskilning má hæglega kenna með skipulegum hætti þar sem mat og eftirfylgni styðja við framvindu hans. Því er það svo að út frá þeirri stöðu sem upp er komin varðandi læsi, að lesskilningur þarf að fá meira vægi við skipulag skólastarfs og í daglegu námi barna. Þá mun árangur ekki láta á sér standa né jákvæð upplifun af lestri texta er menntar lesandann og hvetur hann áfram. Hver skóli ætti að vita það alveg sjálfur hver staðan er hjá sér varðandi lesskilning en getur þurft á stuðningi að halda til að gera betur. Meiri peningar eða aukið námsefni inn í skólana breytir litlu því lesskilningur byggist á eigindum er fara fram í huga hvers nemanda og þar þarf að vera næði til einbeitingar. Gleymum því ekki að skólinn er griðastaður barna þar sem uppbyggileg samskipti og jafnræði á að ríkja, staða læsis á Íslandi bendir ekki til þess. Hvar erum við þá, - hefur skólinn misst fótanna ? Höfundur er kennari og með sérfræðimenntun í stjórnun menntastofnana og sérkennslu
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun