„Því miður, en okkur er bara alveg sama“ Andrés Ingi Jónsson skrifar 26. apríl 2022 19:31 Trans fólk veigrar sér oft við að leiðrétta kynskráningu sína í þjóðskrá. Ástæðan er einföld: enn eru til staðar fordómar gagnvart trans fólki, ekki aðeins í alþjóðasamfélaginu, heldur einnig hér heima fyrir. Fólki með hlutlausa skráningu kyns í vegabréfum er nefnilega hætt við að finna fyrir fordómum og verða fyrir áreitni á ferðalögum vegna kynskráningarinnar. Ríkisstjórn Íslands hefur barið sér á brjóst og sagst standa með kynsegin fólki – svo ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar svar barst frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn sem ég lagði fram um stöðu hlutlausrar skráningar kyns í vegabréfum. Í svarinu kemur fram að ráðuneytið hafi ekki gripið til sérstakra aðgerða til að verja handhafa vegabréfa með hlutlausa kynskráningu fyrir áreitni eða fordómum. Enn fremur hefur ekkert verið athugað eða rætt um það hvernig megi breyta reglum um vegabréf þannig að dregið sé úr hættunni á slíku áreiti. Ráðuneytið veit ekki einu sinni hvort eða hvaða ríki viðurkenni vegabréf erlendra ríkisborgara með hlutlausa skráningu kyns. Ljóst er af svörunum að dómsmálaráðuneytið er algjörlega úti að aka: „Dómsmálaráðuneytið hefur ekki upplýsingar…“, „Upplýsingar [...] liggja ekki fyrir í dómsmálaráðuneytinu…“, „Ekki hefur komið til umræðu í dómsmálaráðuneytinu…“, „Ekki hefur komið til athugunar í dómsmálaráðuneytinu…“, „Dómsmálaráðuneytinu hafa ekki borist upplýsingar…“ Þetta er sennilega eitt kærulausasta og slakasta svar sem ég hef fengið við fyrirspurn á ferli mínum sem þingmaður. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að halda því fram að hún standi vörð um mannréttindi, vinni gegn fordómum eða berjist gegn hatursorðræðu ef hún leggur engan metnað í að skoða stöðu jaðarsettra hópa? Það dugar nefnilega ekki bara að segjast ætla að gera eitthvað, það þarf að skoða stöðuna í alvöru, móta aðgerðir og hrinda þeim í framkvæmd. Annars er hópnum lítill greiði gerður. Það vekur upp falskar vonir og leiðir til sársaukafullra vonbrigða þegar á hólminn er komið. Við sem störfum á Alþingi verðum að standa vörð um jaðarsetta hópa samfélagsins, ekki bara í orði heldur á borði sömuleiðis – lög um kynrænt sjálfræði eru merkingarlaus ef þeim er ekki fylgt eftir með ábyrgum og metnaðarfullum hætti. Tryggjum að trans fólki séu allir vegir færir og gerum þeim kleift að stjórna vegabréfaskráningu sinni á hátt sem valdeflir það – eins og til dæmis með því að heimila því að sækja um útgáfu aukalegs vegabréfs með annarri skráningu kyns til nota þar sem það treystir sér ekki til þess að nota kynhlutlaust vegabréf. Setjum valmöguleikana í þeirra hendur og gerum þeim auðvelt fyrir að velja það sem hentar þeim best að hverju sinni frammi fyrir ósanngjörnum, fordómafullum heimi sem gerir þeim erfitt fyrir. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Málefni trans fólks Alþingi Píratar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Trans fólk veigrar sér oft við að leiðrétta kynskráningu sína í þjóðskrá. Ástæðan er einföld: enn eru til staðar fordómar gagnvart trans fólki, ekki aðeins í alþjóðasamfélaginu, heldur einnig hér heima fyrir. Fólki með hlutlausa skráningu kyns í vegabréfum er nefnilega hætt við að finna fyrir fordómum og verða fyrir áreitni á ferðalögum vegna kynskráningarinnar. Ríkisstjórn Íslands hefur barið sér á brjóst og sagst standa með kynsegin fólki – svo ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar svar barst frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn sem ég lagði fram um stöðu hlutlausrar skráningar kyns í vegabréfum. Í svarinu kemur fram að ráðuneytið hafi ekki gripið til sérstakra aðgerða til að verja handhafa vegabréfa með hlutlausa kynskráningu fyrir áreitni eða fordómum. Enn fremur hefur ekkert verið athugað eða rætt um það hvernig megi breyta reglum um vegabréf þannig að dregið sé úr hættunni á slíku áreiti. Ráðuneytið veit ekki einu sinni hvort eða hvaða ríki viðurkenni vegabréf erlendra ríkisborgara með hlutlausa skráningu kyns. Ljóst er af svörunum að dómsmálaráðuneytið er algjörlega úti að aka: „Dómsmálaráðuneytið hefur ekki upplýsingar…“, „Upplýsingar [...] liggja ekki fyrir í dómsmálaráðuneytinu…“, „Ekki hefur komið til umræðu í dómsmálaráðuneytinu…“, „Ekki hefur komið til athugunar í dómsmálaráðuneytinu…“, „Dómsmálaráðuneytinu hafa ekki borist upplýsingar…“ Þetta er sennilega eitt kærulausasta og slakasta svar sem ég hef fengið við fyrirspurn á ferli mínum sem þingmaður. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að halda því fram að hún standi vörð um mannréttindi, vinni gegn fordómum eða berjist gegn hatursorðræðu ef hún leggur engan metnað í að skoða stöðu jaðarsettra hópa? Það dugar nefnilega ekki bara að segjast ætla að gera eitthvað, það þarf að skoða stöðuna í alvöru, móta aðgerðir og hrinda þeim í framkvæmd. Annars er hópnum lítill greiði gerður. Það vekur upp falskar vonir og leiðir til sársaukafullra vonbrigða þegar á hólminn er komið. Við sem störfum á Alþingi verðum að standa vörð um jaðarsetta hópa samfélagsins, ekki bara í orði heldur á borði sömuleiðis – lög um kynrænt sjálfræði eru merkingarlaus ef þeim er ekki fylgt eftir með ábyrgum og metnaðarfullum hætti. Tryggjum að trans fólki séu allir vegir færir og gerum þeim kleift að stjórna vegabréfaskráningu sinni á hátt sem valdeflir það – eins og til dæmis með því að heimila því að sækja um útgáfu aukalegs vegabréfs með annarri skráningu kyns til nota þar sem það treystir sér ekki til þess að nota kynhlutlaust vegabréf. Setjum valmöguleikana í þeirra hendur og gerum þeim auðvelt fyrir að velja það sem hentar þeim best að hverju sinni frammi fyrir ósanngjörnum, fordómafullum heimi sem gerir þeim erfitt fyrir. Höfundur er þingmaður Pírata.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun