„Því miður, en okkur er bara alveg sama“ Andrés Ingi Jónsson skrifar 26. apríl 2022 19:31 Trans fólk veigrar sér oft við að leiðrétta kynskráningu sína í þjóðskrá. Ástæðan er einföld: enn eru til staðar fordómar gagnvart trans fólki, ekki aðeins í alþjóðasamfélaginu, heldur einnig hér heima fyrir. Fólki með hlutlausa skráningu kyns í vegabréfum er nefnilega hætt við að finna fyrir fordómum og verða fyrir áreitni á ferðalögum vegna kynskráningarinnar. Ríkisstjórn Íslands hefur barið sér á brjóst og sagst standa með kynsegin fólki – svo ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar svar barst frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn sem ég lagði fram um stöðu hlutlausrar skráningar kyns í vegabréfum. Í svarinu kemur fram að ráðuneytið hafi ekki gripið til sérstakra aðgerða til að verja handhafa vegabréfa með hlutlausa kynskráningu fyrir áreitni eða fordómum. Enn fremur hefur ekkert verið athugað eða rætt um það hvernig megi breyta reglum um vegabréf þannig að dregið sé úr hættunni á slíku áreiti. Ráðuneytið veit ekki einu sinni hvort eða hvaða ríki viðurkenni vegabréf erlendra ríkisborgara með hlutlausa skráningu kyns. Ljóst er af svörunum að dómsmálaráðuneytið er algjörlega úti að aka: „Dómsmálaráðuneytið hefur ekki upplýsingar…“, „Upplýsingar [...] liggja ekki fyrir í dómsmálaráðuneytinu…“, „Ekki hefur komið til umræðu í dómsmálaráðuneytinu…“, „Ekki hefur komið til athugunar í dómsmálaráðuneytinu…“, „Dómsmálaráðuneytinu hafa ekki borist upplýsingar…“ Þetta er sennilega eitt kærulausasta og slakasta svar sem ég hef fengið við fyrirspurn á ferli mínum sem þingmaður. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að halda því fram að hún standi vörð um mannréttindi, vinni gegn fordómum eða berjist gegn hatursorðræðu ef hún leggur engan metnað í að skoða stöðu jaðarsettra hópa? Það dugar nefnilega ekki bara að segjast ætla að gera eitthvað, það þarf að skoða stöðuna í alvöru, móta aðgerðir og hrinda þeim í framkvæmd. Annars er hópnum lítill greiði gerður. Það vekur upp falskar vonir og leiðir til sársaukafullra vonbrigða þegar á hólminn er komið. Við sem störfum á Alþingi verðum að standa vörð um jaðarsetta hópa samfélagsins, ekki bara í orði heldur á borði sömuleiðis – lög um kynrænt sjálfræði eru merkingarlaus ef þeim er ekki fylgt eftir með ábyrgum og metnaðarfullum hætti. Tryggjum að trans fólki séu allir vegir færir og gerum þeim kleift að stjórna vegabréfaskráningu sinni á hátt sem valdeflir það – eins og til dæmis með því að heimila því að sækja um útgáfu aukalegs vegabréfs með annarri skráningu kyns til nota þar sem það treystir sér ekki til þess að nota kynhlutlaust vegabréf. Setjum valmöguleikana í þeirra hendur og gerum þeim auðvelt fyrir að velja það sem hentar þeim best að hverju sinni frammi fyrir ósanngjörnum, fordómafullum heimi sem gerir þeim erfitt fyrir. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Málefni trans fólks Alþingi Píratar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Trans fólk veigrar sér oft við að leiðrétta kynskráningu sína í þjóðskrá. Ástæðan er einföld: enn eru til staðar fordómar gagnvart trans fólki, ekki aðeins í alþjóðasamfélaginu, heldur einnig hér heima fyrir. Fólki með hlutlausa skráningu kyns í vegabréfum er nefnilega hætt við að finna fyrir fordómum og verða fyrir áreitni á ferðalögum vegna kynskráningarinnar. Ríkisstjórn Íslands hefur barið sér á brjóst og sagst standa með kynsegin fólki – svo ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar svar barst frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn sem ég lagði fram um stöðu hlutlausrar skráningar kyns í vegabréfum. Í svarinu kemur fram að ráðuneytið hafi ekki gripið til sérstakra aðgerða til að verja handhafa vegabréfa með hlutlausa kynskráningu fyrir áreitni eða fordómum. Enn fremur hefur ekkert verið athugað eða rætt um það hvernig megi breyta reglum um vegabréf þannig að dregið sé úr hættunni á slíku áreiti. Ráðuneytið veit ekki einu sinni hvort eða hvaða ríki viðurkenni vegabréf erlendra ríkisborgara með hlutlausa skráningu kyns. Ljóst er af svörunum að dómsmálaráðuneytið er algjörlega úti að aka: „Dómsmálaráðuneytið hefur ekki upplýsingar…“, „Upplýsingar [...] liggja ekki fyrir í dómsmálaráðuneytinu…“, „Ekki hefur komið til umræðu í dómsmálaráðuneytinu…“, „Ekki hefur komið til athugunar í dómsmálaráðuneytinu…“, „Dómsmálaráðuneytinu hafa ekki borist upplýsingar…“ Þetta er sennilega eitt kærulausasta og slakasta svar sem ég hef fengið við fyrirspurn á ferli mínum sem þingmaður. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að halda því fram að hún standi vörð um mannréttindi, vinni gegn fordómum eða berjist gegn hatursorðræðu ef hún leggur engan metnað í að skoða stöðu jaðarsettra hópa? Það dugar nefnilega ekki bara að segjast ætla að gera eitthvað, það þarf að skoða stöðuna í alvöru, móta aðgerðir og hrinda þeim í framkvæmd. Annars er hópnum lítill greiði gerður. Það vekur upp falskar vonir og leiðir til sársaukafullra vonbrigða þegar á hólminn er komið. Við sem störfum á Alþingi verðum að standa vörð um jaðarsetta hópa samfélagsins, ekki bara í orði heldur á borði sömuleiðis – lög um kynrænt sjálfræði eru merkingarlaus ef þeim er ekki fylgt eftir með ábyrgum og metnaðarfullum hætti. Tryggjum að trans fólki séu allir vegir færir og gerum þeim kleift að stjórna vegabréfaskráningu sinni á hátt sem valdeflir það – eins og til dæmis með því að heimila því að sækja um útgáfu aukalegs vegabréfs með annarri skráningu kyns til nota þar sem það treystir sér ekki til þess að nota kynhlutlaust vegabréf. Setjum valmöguleikana í þeirra hendur og gerum þeim auðvelt fyrir að velja það sem hentar þeim best að hverju sinni frammi fyrir ósanngjörnum, fordómafullum heimi sem gerir þeim erfitt fyrir. Höfundur er þingmaður Pírata.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun