Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2021 10:09 Viktor Babariko mældist með mestan stuðning mótframbjóðenda Lúkasjenka áður en hann var handtekinn tveimur mánuðum fyrir kosningarnar í fyrra. Vísir/EPA Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. Babariko var talinn líklegasti keppinautur Alexanders Lúkasjenka forseta þegar hann bauð sig fram í forsetakosningunum í ágúst. Hann er fyrrverandi bankastjóri rússneska bankans Belgazprombank. Hvítrússnesk yfirvöld handtóku hann í júní í fyrra og varð það kveikjan að mótmælum þúsunda stuðningsmanna hans á götum úti, að sögn AP-fréttastofunnar. Babariko hefur dúsað í fangelsi frá því að hann var handtekinn. Hæstiréttur landsins sakfelldi hann í dag fyrir mútuþægni og peningaþvætti. Lúkasjenka, sem hefur verið við völd frá 1994, lýsti yfir öruggum sigri í forsetakosningunum en stjórnarandstaðan neitaði að viðurkenna úrslitin. Hún telur að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað. Í kjölfar kosninganna brutust út fjölmennustu mótmæli í stjórnartíð Lúkasjenka sem stóðu yfir í fleiri vikur. Lét forsetinn berja mótmælin niður af mikilli hörku. Tugir þúsunda voru handteknir og þúsundir beitt ofbeldi. Konurnar þrjár sem leiddu stjórnarandstöðuna í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra, frá vinstri: Veronika Tsepkalo, Svetlana Tsikhanouskaja og Veronika Kolesnikova. Tsepkalog og Tsikhanouskaja flúðu land en Kolesnikova var fangelsuð.Vísir/EPA Eftir að stjórn Lúkasjenka ruddi Babariko úr vegi tóku þrjár konur við forystuhlutverki í stjórnarandstöðunni, þær Maria Kolesnikova, bandamaður hans, Svetlana Tsikhanouskaja og Veronika Tsepkalo. Kolesnikova er nú í fangelsi, Tsepkalo flúði land og Tsikhanouskaja sömuleiðis. Sú síðastnefnda bauð sig fram gegn Lúkasjenka eftir að eiginmaður hennar var handtekinn. Tsikhanouskaja, sem heimsótti Íslands í boði íslenskra stjórnvalda í síðustu viku, sagði að refsing Babariko væri sturluð. „Stjórnin gerir allt til þess að drepa niður sérhverja hugsun sem ber minnstu líkindi við von og trú. En fyrir Viktor, og þúsundir saklauss fólks í fangelsi er það vonin í hjörtum okkar sem skiptir máli,“ sagði hún, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bandaríska sendiráðið í Minsk fordæmdi sakfellingu Babariko og kallaði réttarhöldin fals. Þau sýndu að stjórn Lúkasjenka léti ekkert stöðva sig í að hanga á völdum í landinu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Babariko var talinn líklegasti keppinautur Alexanders Lúkasjenka forseta þegar hann bauð sig fram í forsetakosningunum í ágúst. Hann er fyrrverandi bankastjóri rússneska bankans Belgazprombank. Hvítrússnesk yfirvöld handtóku hann í júní í fyrra og varð það kveikjan að mótmælum þúsunda stuðningsmanna hans á götum úti, að sögn AP-fréttastofunnar. Babariko hefur dúsað í fangelsi frá því að hann var handtekinn. Hæstiréttur landsins sakfelldi hann í dag fyrir mútuþægni og peningaþvætti. Lúkasjenka, sem hefur verið við völd frá 1994, lýsti yfir öruggum sigri í forsetakosningunum en stjórnarandstaðan neitaði að viðurkenna úrslitin. Hún telur að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað. Í kjölfar kosninganna brutust út fjölmennustu mótmæli í stjórnartíð Lúkasjenka sem stóðu yfir í fleiri vikur. Lét forsetinn berja mótmælin niður af mikilli hörku. Tugir þúsunda voru handteknir og þúsundir beitt ofbeldi. Konurnar þrjár sem leiddu stjórnarandstöðuna í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra, frá vinstri: Veronika Tsepkalo, Svetlana Tsikhanouskaja og Veronika Kolesnikova. Tsepkalog og Tsikhanouskaja flúðu land en Kolesnikova var fangelsuð.Vísir/EPA Eftir að stjórn Lúkasjenka ruddi Babariko úr vegi tóku þrjár konur við forystuhlutverki í stjórnarandstöðunni, þær Maria Kolesnikova, bandamaður hans, Svetlana Tsikhanouskaja og Veronika Tsepkalo. Kolesnikova er nú í fangelsi, Tsepkalo flúði land og Tsikhanouskaja sömuleiðis. Sú síðastnefnda bauð sig fram gegn Lúkasjenka eftir að eiginmaður hennar var handtekinn. Tsikhanouskaja, sem heimsótti Íslands í boði íslenskra stjórnvalda í síðustu viku, sagði að refsing Babariko væri sturluð. „Stjórnin gerir allt til þess að drepa niður sérhverja hugsun sem ber minnstu líkindi við von og trú. En fyrir Viktor, og þúsundir saklauss fólks í fangelsi er það vonin í hjörtum okkar sem skiptir máli,“ sagði hún, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bandaríska sendiráðið í Minsk fordæmdi sakfellingu Babariko og kallaði réttarhöldin fals. Þau sýndu að stjórn Lúkasjenka léti ekkert stöðva sig í að hanga á völdum í landinu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01
Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21