Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. október 2025 16:43 Julia Wandelt er fullviss um að hún sé Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007. Samsett Réttað er yfir pólskri konu sem heldur því fram að hún sé Madeleine McCann. Hún var handtekin í febrúar og er ákærð fyrir umsáturseinelti gegn foreldrum McCann. Konan hefur mætt heim til hjónanna og hringt ítrekað í þau í þeirri von að þau trúi að hún sé týnda dóttir þeirra. Réttað er yfir Julia Wandelt, 24 ára pólskri konu sem heldur því fram að hún sé Madeleine McCann, sem var þriggja ára árið 2007 í fjölskylduferðalagi í Portúgal þegar hún hvarf. Um er að ræða eitt umtalaðasta mannhvarfsmál sögunnar en Madeleine hefur enn ekki komið í leitirnar. Sjá nánar: Madeleine McCann Wandelt er kærð fyrir umsáturseinelti gegn Kate og Gerry McCann, foreldrum Madeleine, í rúm tvö og hálft ár. Karen Spragg, 61 árs, hefur einnig verið kærð fyrir að taka þátt í áreitninni en hún trúir tilgátu Wandelt. Þær voru báðar handteknar á flugvelli í Bristol í febrúar á þessu ári. Þegar þær voru handteknar gekkst Wandelt undir DNA-próf sem staðfesti að hún væri ekki Madeleine. Wandelt bar vitni fyrr í dag og hóf vitnisburð sinn á að hún trúði því ekki að hún væri dóttir foreldra sinna og grunaði að hún hefði verið ættleidd sem barn. Hún hafi óskað eftir DNA-rannsókn frá foreldrum sínum til að sanna að hún væri barn þeirra en þau neitað. Eftir að hafa leitað að stúlkum á svipuðum aldri og hún sem væru týndar rakst hún á Madeleine McCann og var viss um að hún væri umrædd stúlka. Fréttamaður BBC er í dómsal og fylgist með málinu. Mætti heim til McCann-fjölskyldunnar Wandelt reyndi ítrekað að hafa samband við McCann-hjónin og hringdi meðal annars í sjúkrahúsið þar sem þau starfa bæði og óskaði eftir að fá að tala við þau. Einnig hafði hún samband við Amalie, systur Madeleine, í gegnum samfélagsmiðla en Amalie segist ekki hafa svarað. Síðar hóf Wandelt að hringja í persónulega síma hjónanna sem olli Kate mikilli vanlíðan. Gerry sagði er hann bar vitni fyrr í mánuðinum að hann hefði einstöku sinnum svarað og tjáð Wandelt að hún væri ekki dóttir hans. Það var þá í desember 2024 þegar Wandelt og Spragg mættu heim til hjónanna. Kate mætti þeim fyrir utan og fór inn en seinna mætti Gerry þeim. Á upptöku sem Wandelt tók má heyra hann segja henni að hún væri ekki Madeleine og að þær ættu að láta þau í friði. Hún reyndi að láta hann fá einhver skjöl en hann fór beint inn. Spragg og Wandelt eiga síðan að hafa barið á hurðina og kallað í um tíu til fimmtán mínútur. Trúir því að hún sé Madeleine Gera þurfti hlé á réttarhöldunum í dag þegar saksóknarinn sagði það skýrt að Julia Wandelt væri ekki Madeleine McCann. Eftir að þessi orð voru látin falla fór Wandelt að gráta. Hún tók fram að hún trúði því enn að hún væri Madeleine. Hún greindi einnig frá því að hún hefði haft samband við 22 stofnanir eða samtök þar sem hún hélt því fram að hún væri Madeleine. Á meðal þeirra eru Interpol í London, lögreglan í Póllandi, Portúgal og Þýskalandi, pólska sendiráðið í Bretlandi og Portúgal og bresku sendiráðin í Póllandi og Portúgal. Hún sagðist hafa haft samband við alla sem hún gat áður en hún leitaði til McCann-hjónanna. Rétt eftir klukkan fjögur lauk vitnisburði Windelt og halda réttarhöldin áfram á morgun. Í júní á þessu ári hófst leit aftur að Madeleine en Christian Brueckner er grunaður í málinu. Hann afplánar nú sjö ára dóm í Þýskalandi fyrir að hafa nauðgað 72 ára gamalli konu í Praia da Luz árið 2005. Vitað er að hann var skammt frá dvalarstað McCann-fjölskyldunnar þegar Madeleine hvarf. Hann hefur ítrekað neitað því að hafa verið viðriðinn málið. Madeleine McCann Erlend sakamál Pólland Bretland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Réttað er yfir Julia Wandelt, 24 ára pólskri konu sem heldur því fram að hún sé Madeleine McCann, sem var þriggja ára árið 2007 í fjölskylduferðalagi í Portúgal þegar hún hvarf. Um er að ræða eitt umtalaðasta mannhvarfsmál sögunnar en Madeleine hefur enn ekki komið í leitirnar. Sjá nánar: Madeleine McCann Wandelt er kærð fyrir umsáturseinelti gegn Kate og Gerry McCann, foreldrum Madeleine, í rúm tvö og hálft ár. Karen Spragg, 61 árs, hefur einnig verið kærð fyrir að taka þátt í áreitninni en hún trúir tilgátu Wandelt. Þær voru báðar handteknar á flugvelli í Bristol í febrúar á þessu ári. Þegar þær voru handteknar gekkst Wandelt undir DNA-próf sem staðfesti að hún væri ekki Madeleine. Wandelt bar vitni fyrr í dag og hóf vitnisburð sinn á að hún trúði því ekki að hún væri dóttir foreldra sinna og grunaði að hún hefði verið ættleidd sem barn. Hún hafi óskað eftir DNA-rannsókn frá foreldrum sínum til að sanna að hún væri barn þeirra en þau neitað. Eftir að hafa leitað að stúlkum á svipuðum aldri og hún sem væru týndar rakst hún á Madeleine McCann og var viss um að hún væri umrædd stúlka. Fréttamaður BBC er í dómsal og fylgist með málinu. Mætti heim til McCann-fjölskyldunnar Wandelt reyndi ítrekað að hafa samband við McCann-hjónin og hringdi meðal annars í sjúkrahúsið þar sem þau starfa bæði og óskaði eftir að fá að tala við þau. Einnig hafði hún samband við Amalie, systur Madeleine, í gegnum samfélagsmiðla en Amalie segist ekki hafa svarað. Síðar hóf Wandelt að hringja í persónulega síma hjónanna sem olli Kate mikilli vanlíðan. Gerry sagði er hann bar vitni fyrr í mánuðinum að hann hefði einstöku sinnum svarað og tjáð Wandelt að hún væri ekki dóttir hans. Það var þá í desember 2024 þegar Wandelt og Spragg mættu heim til hjónanna. Kate mætti þeim fyrir utan og fór inn en seinna mætti Gerry þeim. Á upptöku sem Wandelt tók má heyra hann segja henni að hún væri ekki Madeleine og að þær ættu að láta þau í friði. Hún reyndi að láta hann fá einhver skjöl en hann fór beint inn. Spragg og Wandelt eiga síðan að hafa barið á hurðina og kallað í um tíu til fimmtán mínútur. Trúir því að hún sé Madeleine Gera þurfti hlé á réttarhöldunum í dag þegar saksóknarinn sagði það skýrt að Julia Wandelt væri ekki Madeleine McCann. Eftir að þessi orð voru látin falla fór Wandelt að gráta. Hún tók fram að hún trúði því enn að hún væri Madeleine. Hún greindi einnig frá því að hún hefði haft samband við 22 stofnanir eða samtök þar sem hún hélt því fram að hún væri Madeleine. Á meðal þeirra eru Interpol í London, lögreglan í Póllandi, Portúgal og Þýskalandi, pólska sendiráðið í Bretlandi og Portúgal og bresku sendiráðin í Póllandi og Portúgal. Hún sagðist hafa haft samband við alla sem hún gat áður en hún leitaði til McCann-hjónanna. Rétt eftir klukkan fjögur lauk vitnisburði Windelt og halda réttarhöldin áfram á morgun. Í júní á þessu ári hófst leit aftur að Madeleine en Christian Brueckner er grunaður í málinu. Hann afplánar nú sjö ára dóm í Þýskalandi fyrir að hafa nauðgað 72 ára gamalli konu í Praia da Luz árið 2005. Vitað er að hann var skammt frá dvalarstað McCann-fjölskyldunnar þegar Madeleine hvarf. Hann hefur ítrekað neitað því að hafa verið viðriðinn málið.
Madeleine McCann Erlend sakamál Pólland Bretland Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira