Innlent

„Al­veg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“

Eiður Þór Árnason skrifar
Til átaka kom milli hjólreiðamannsins og ökumannsins.
Til átaka kom milli hjólreiðamannsins og ökumannsins.

Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað.

„Pirraði ökumaðurinn byrjar á því að keyra hann út í kant, keyrir alveg í hliðina á honum og er alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni,“ segir Pétur sem tók upp símann og náði restinni á myndband. 

Við þetta festist reiðhjólið undir bílnum og átti hjólreiðamaðurinn því erfitt með að fjarlægja það. Þá kom til átaka milli hans og ökumanns bílsins en skráður eigandi hans er leigubílstjóri.

Klippa: Ökumaður keyrir á hjólreiðamann við Spöngina

„Svo urðu þessi átök og það endaði þannig að bílinn keyrði á eftir honum á Spangarsvæðið. Þeir voru að fara þar eitthvað en ég keyrði ekki á eftir þeim.“ Pétur viti því lítið um afdrif þeirra.

Hann telur ástæðu fyrir lögregluna að eiga samtal við ökumanninn. 

„Mér brá rosalega og ég var hneykslaður á hegðun ökumannsins að vera að pirrast út í hjólreiðafólk sem er bara í sakleysi sínu að hjóla,“ bætir Pétur við.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×