Umferðaröryggi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Bíl var ekið á sjö ára barn í Borgartúninu í Reykjavík um fjögurleytið í dag. Bíllinn mun hafa verið á litlum hraða, en barnið var flutt á sjúkrahús til skoðunar. Ekki er talið að meiðsli þess séu alvarleg. Innlent 8.7.2025 16:48 Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Átta ökumenn eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda, auk sektar, og 246 ökumenn til viðbótar von á sekt vegna hraðaksturs við framkvæmdasvæði hjá Kringlumýrarbraut á vegarkafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar á móts við Bólstaðarhlíð. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 8.7.2025 14:20 Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Þrír milljarðar verða settir til viðbótar í viðhald vega á landsbyggðinni árið 2025. Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnarinnar þess efnis þegar fjáraukalög voru afgreidd á laugardag. Innlent 7.7.2025 15:37 Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innviðaráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu hvort hjörtun í umferðaljósunum á Akureyri verði fjarlægð eins og Vegagerðin hefur óskað eftir við Akureyrarbæ. Ráðherra reyndi að mynda hjarta með fingrum sínum í pontu Alþingis en útkoman var skrautleg. Innlent 4.7.2025 16:03 Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð við Hamrastekk í Breiðholti þann 19. júní síðastliðinn, þar sem sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann. Innlent 4.7.2025 13:24 Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Íbúar í Breiðholti safna undirskriftum og krefjast þess að umferðaröryggi verði bætt við Hamrastekk eftir að sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var þar á hann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi Reykjavíkurborg erindi vegna málsins. Innlent 3.7.2025 23:03 Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Þessi grein endurspeglar áhyggjur íbúa í Ásahverfi og eigendur lítilla fyrirtækja við Fitjabakka. Skoðun 3.7.2025 10:32 Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Breikkun Reykjanesbrautar um Straumsvík og Hvassahraun er á undan áætlun og stefnir í að búið verði að tvöfalda hana alla fyrir veturinn. Vegfarendur fá smjörþefinn á næstu dögum þegar umferð verður í fyrsta sinn hleypt á nýja akreinar. Innlent 2.7.2025 22:33 Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Allnokkrir ökumenn voru sviptir ökuréttindum og 322 ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa ekið á meðalhraða 49 á Kringlumýrarbraut. Á vegarkaflanum á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. Innlent 2.7.2025 20:05 Árekstur á Kringlumýrarbraut Árekstur varð laust upp úr klukkan 10 í morgun á Kringlumýrarbraut við Sæbraut. Búast má við töfum á umferð vegna slyssins. Innlent 2.7.2025 10:33 Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa verið gripinn á 185 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Hvassahraun. Innlent 30.6.2025 14:22 Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur blandað sér með óformlegum hætti í umræðuna um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Halla birti hringrásarfærslu á Instagram þar sem fylgjendur gátu greitt atkvæði með tjákni um það hversu hrifnir þeir væru af hjartanu. Innlent 27.6.2025 23:02 Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. Innlent 27.6.2025 14:20 Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Ökumenn sem óku á yfir sextíu kílómetra hraða við framkvæmdasvæði í Reykjavík í gær eiga von á að verða sviptir ökuréttindunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hraðakstur við vegavinnusvæði mikið vandamál hér á landi. Innlent 27.6.2025 10:22 Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. Innlent 26.6.2025 16:22 Margir í vandræðum vegna of skyggðra rúðna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í dag afskipti af minnst þremur ökumönnum sem keyrðu bíla með of skyggðar rúður. Voru þeir sektaðir og bílarnir boðaðir í skoðun. Einn hafði áður ekki sinnt því að fara í skoðun vegna sama atriðis og voru því skráningarmerki bílsins fjarlægð. Innlent 24.6.2025 20:16 Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Ekki stendur til að bæta fallvarnir vegna grjóthruns við Holtshnúp þar sem varð banaslys í mars á þessu ári. Ráðherra segir fjármagni forgangsraðað í önnur verkefni. Það hafi komið til greina að setja upp varnir við veginn en það ekki enn komist til framkvæmdar. Íbúi við veginn segir stjórnvöld verða að forgangsraða. Það sé óásættanlegt að ekki séu varnir við veginn. Innlent 21.6.2025 07:01 Harður árekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætisvagni Harður árekstur varð á horni Hverfisgötu og Klapparstígs þar sem bíll keyrði í hliðina á strætisvagni. Slökkviliðið er á vettvangi ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum og segir um minniháttar meiðsli að ræða. Einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku. Innlent 18.6.2025 20:28 Var á yfir 200 kílómetra hraða þegar slysið varð Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á ofsahraða, lenti á afleggjara, kastaðist yfir hann og stöðvaðist utan vegar eftir rúma fimmtíu metra. Ökumaður og farþegi létust af völdum fjöláverka en samkvæmt gögnum úr árekstrareftirlitskerfi var bíllinn á 201 kílómetra hraða þegar slysið varð. Innlent 12.6.2025 08:48 Slævandi lyf og lágt sætisbak dráttarvélar orsakir banaslyss Meginorsök banaslyss sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, í janúar í fyrra var að ökumaður jeppa gætti ekki að umferð fyrir framan sig. Hann ók aftan á dráttarvél á áttatíu kílómetra hraða. Aðrar orsakir slyssins voru að ökumaðurinn var undir áhrifum slævandi lyfja, í lækningalegum skammti þó, og að sætisbak dráttarvélarinnar var aðeins 35 sentimetra hátt. Innlent 6.6.2025 11:42 Ferðamaður ók húsbíl niður göngustíg Ferðamaður ók húsbíl inn á göngustíg við gatnamót Laugavegs og Kringlumýrarbrautar eftir að hafa næstum ekið yfir gangandi vegfaranda á gangbraut gatnanna á milli. Útleigjandinn segir það ekki á ábyrgð bílaleiga að upplýsa leigjendur um að forðast eigi að aka á göngustígum. Innlent 5.6.2025 16:16 Flutt á sjúkrahús eftir bílslys á Háaleitisbraut Bílslys varð á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar rétt eftir klukkan fjögur. Nokkrir einstaklingar hafa verið fluttir upp á sjúkrahús til aðhlynningar. Innlent 2.6.2025 16:44 Umferðartafir vegna framkvæmda við Kringlumýrarbraut í sumar Framkvæmdir við nýja akrein við Kringlumýrarbraut hefjast eftir helgi. Verkefnastjóri segir einhverjar umferðartafir verða á svæðinu í sumar vegna framkvæmdanna. Innlent 30.5.2025 22:42 Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar „Fyrir sex árum fer dóttir mín út að hjóla með vinkonum sínum og þá fær ég þetta símtal sem enginn vill fá,“ segir Barbara Dröfn Fischer í viðtali í Reykjavík síðdegis. Innlent 28.5.2025 23:03 Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Tilkoma Borgarlínunnar mun koma til með að breyta ásýnd og umferð verulega um Suðurlandsbraut. Akbrautum verður þar fækkað um tvær fyrir Borgarlínuna auk þess sem bæta á við göngu- og hjólastígum þannig að þeir séu báðum megin. Tillaga að þessari breytingu var samþykkt á fundi borgarráðs í gær og gengur nú til endanlegrar samþykktar í borgarstjórn. Innlent 24.5.2025 07:29 Svona verður Sæbraut í stokki Breytingar á Vogahverfi þegar Sæbraut verður sett í stokk munu auka öryggi gangandi og hjólandi og bæta hljóð- og loftgæði. Gert er ráð fyrir verklokum árið 2030 og er ráðgert að verkið kosti um 25 milljarða króna. Innlent 22.5.2025 20:56 Varað við snörpum hviðum Veðurfræðingur Vegagerðarinnar hefur varað við snörpum hviðum undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi síðar í dag. Veður 22.5.2025 15:43 Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Mynd er komin á það hvernig Sæbraut verður lögð í stokk á næstu árum. Verk hefst árið 2027 og á að ljúka árið 2030. Samgönguverkfræðingur segir að með þessu aukist tenging íbúa í Vogabyggð við nærliggjandi hverfi og hljóðgæði batni til muna. Innlent 22.5.2025 14:13 Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. Innlent 22.5.2025 08:30 „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Verulegar bikblæðingar hafa verið um land allt í hlýindunum undanfarna daga. Framkvæmdastjóri Colas á Íslandi segir að ástæðuna megi rekja til þess að á Íslandi sé allt bundið slitlag meira og minna lagt með ódýrustu aðferðinni, klæðningu. Sú aðferð henti vel þar sem umferð er lítil en hún dugi ekki lengur til víða um land. Innlent 20.5.2025 18:36 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 32 ›
Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Bíl var ekið á sjö ára barn í Borgartúninu í Reykjavík um fjögurleytið í dag. Bíllinn mun hafa verið á litlum hraða, en barnið var flutt á sjúkrahús til skoðunar. Ekki er talið að meiðsli þess séu alvarleg. Innlent 8.7.2025 16:48
Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Átta ökumenn eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda, auk sektar, og 246 ökumenn til viðbótar von á sekt vegna hraðaksturs við framkvæmdasvæði hjá Kringlumýrarbraut á vegarkafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar á móts við Bólstaðarhlíð. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 8.7.2025 14:20
Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Þrír milljarðar verða settir til viðbótar í viðhald vega á landsbyggðinni árið 2025. Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnarinnar þess efnis þegar fjáraukalög voru afgreidd á laugardag. Innlent 7.7.2025 15:37
Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innviðaráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu hvort hjörtun í umferðaljósunum á Akureyri verði fjarlægð eins og Vegagerðin hefur óskað eftir við Akureyrarbæ. Ráðherra reyndi að mynda hjarta með fingrum sínum í pontu Alþingis en útkoman var skrautleg. Innlent 4.7.2025 16:03
Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð við Hamrastekk í Breiðholti þann 19. júní síðastliðinn, þar sem sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann. Innlent 4.7.2025 13:24
Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Íbúar í Breiðholti safna undirskriftum og krefjast þess að umferðaröryggi verði bætt við Hamrastekk eftir að sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var þar á hann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi Reykjavíkurborg erindi vegna málsins. Innlent 3.7.2025 23:03
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Þessi grein endurspeglar áhyggjur íbúa í Ásahverfi og eigendur lítilla fyrirtækja við Fitjabakka. Skoðun 3.7.2025 10:32
Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Breikkun Reykjanesbrautar um Straumsvík og Hvassahraun er á undan áætlun og stefnir í að búið verði að tvöfalda hana alla fyrir veturinn. Vegfarendur fá smjörþefinn á næstu dögum þegar umferð verður í fyrsta sinn hleypt á nýja akreinar. Innlent 2.7.2025 22:33
Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Allnokkrir ökumenn voru sviptir ökuréttindum og 322 ökumenn eiga von á sekt eftir að hafa ekið á meðalhraða 49 á Kringlumýrarbraut. Á vegarkaflanum á milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. Innlent 2.7.2025 20:05
Árekstur á Kringlumýrarbraut Árekstur varð laust upp úr klukkan 10 í morgun á Kringlumýrarbraut við Sæbraut. Búast má við töfum á umferð vegna slyssins. Innlent 2.7.2025 10:33
Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa verið gripinn á 185 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Hvassahraun. Innlent 30.6.2025 14:22
Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Halla Tómasdóttir forseti Íslands hefur blandað sér með óformlegum hætti í umræðuna um hjartalaga umferðarljósin á Akureyri. Halla birti hringrásarfærslu á Instagram þar sem fylgjendur gátu greitt atkvæði með tjákni um það hversu hrifnir þeir væru af hjartanu. Innlent 27.6.2025 23:02
Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. Innlent 27.6.2025 14:20
Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Ökumenn sem óku á yfir sextíu kílómetra hraða við framkvæmdasvæði í Reykjavík í gær eiga von á að verða sviptir ökuréttindunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hraðakstur við vegavinnusvæði mikið vandamál hér á landi. Innlent 27.6.2025 10:22
Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. Innlent 26.6.2025 16:22
Margir í vandræðum vegna of skyggðra rúðna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í dag afskipti af minnst þremur ökumönnum sem keyrðu bíla með of skyggðar rúður. Voru þeir sektaðir og bílarnir boðaðir í skoðun. Einn hafði áður ekki sinnt því að fara í skoðun vegna sama atriðis og voru því skráningarmerki bílsins fjarlægð. Innlent 24.6.2025 20:16
Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Ekki stendur til að bæta fallvarnir vegna grjóthruns við Holtshnúp þar sem varð banaslys í mars á þessu ári. Ráðherra segir fjármagni forgangsraðað í önnur verkefni. Það hafi komið til greina að setja upp varnir við veginn en það ekki enn komist til framkvæmdar. Íbúi við veginn segir stjórnvöld verða að forgangsraða. Það sé óásættanlegt að ekki séu varnir við veginn. Innlent 21.6.2025 07:01
Harður árekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætisvagni Harður árekstur varð á horni Hverfisgötu og Klapparstígs þar sem bíll keyrði í hliðina á strætisvagni. Slökkviliðið er á vettvangi ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum og segir um minniháttar meiðsli að ræða. Einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku. Innlent 18.6.2025 20:28
Var á yfir 200 kílómetra hraða þegar slysið varð Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á ofsahraða, lenti á afleggjara, kastaðist yfir hann og stöðvaðist utan vegar eftir rúma fimmtíu metra. Ökumaður og farþegi létust af völdum fjöláverka en samkvæmt gögnum úr árekstrareftirlitskerfi var bíllinn á 201 kílómetra hraða þegar slysið varð. Innlent 12.6.2025 08:48
Slævandi lyf og lágt sætisbak dráttarvélar orsakir banaslyss Meginorsök banaslyss sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, í janúar í fyrra var að ökumaður jeppa gætti ekki að umferð fyrir framan sig. Hann ók aftan á dráttarvél á áttatíu kílómetra hraða. Aðrar orsakir slyssins voru að ökumaðurinn var undir áhrifum slævandi lyfja, í lækningalegum skammti þó, og að sætisbak dráttarvélarinnar var aðeins 35 sentimetra hátt. Innlent 6.6.2025 11:42
Ferðamaður ók húsbíl niður göngustíg Ferðamaður ók húsbíl inn á göngustíg við gatnamót Laugavegs og Kringlumýrarbrautar eftir að hafa næstum ekið yfir gangandi vegfaranda á gangbraut gatnanna á milli. Útleigjandinn segir það ekki á ábyrgð bílaleiga að upplýsa leigjendur um að forðast eigi að aka á göngustígum. Innlent 5.6.2025 16:16
Flutt á sjúkrahús eftir bílslys á Háaleitisbraut Bílslys varð á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar rétt eftir klukkan fjögur. Nokkrir einstaklingar hafa verið fluttir upp á sjúkrahús til aðhlynningar. Innlent 2.6.2025 16:44
Umferðartafir vegna framkvæmda við Kringlumýrarbraut í sumar Framkvæmdir við nýja akrein við Kringlumýrarbraut hefjast eftir helgi. Verkefnastjóri segir einhverjar umferðartafir verða á svæðinu í sumar vegna framkvæmdanna. Innlent 30.5.2025 22:42
Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar „Fyrir sex árum fer dóttir mín út að hjóla með vinkonum sínum og þá fær ég þetta símtal sem enginn vill fá,“ segir Barbara Dröfn Fischer í viðtali í Reykjavík síðdegis. Innlent 28.5.2025 23:03
Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Tilkoma Borgarlínunnar mun koma til með að breyta ásýnd og umferð verulega um Suðurlandsbraut. Akbrautum verður þar fækkað um tvær fyrir Borgarlínuna auk þess sem bæta á við göngu- og hjólastígum þannig að þeir séu báðum megin. Tillaga að þessari breytingu var samþykkt á fundi borgarráðs í gær og gengur nú til endanlegrar samþykktar í borgarstjórn. Innlent 24.5.2025 07:29
Svona verður Sæbraut í stokki Breytingar á Vogahverfi þegar Sæbraut verður sett í stokk munu auka öryggi gangandi og hjólandi og bæta hljóð- og loftgæði. Gert er ráð fyrir verklokum árið 2030 og er ráðgert að verkið kosti um 25 milljarða króna. Innlent 22.5.2025 20:56
Varað við snörpum hviðum Veðurfræðingur Vegagerðarinnar hefur varað við snörpum hviðum undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi síðar í dag. Veður 22.5.2025 15:43
Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Mynd er komin á það hvernig Sæbraut verður lögð í stokk á næstu árum. Verk hefst árið 2027 og á að ljúka árið 2030. Samgönguverkfræðingur segir að með þessu aukist tenging íbúa í Vogabyggð við nærliggjandi hverfi og hljóðgæði batni til muna. Innlent 22.5.2025 14:13
Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Skipulagslýsing vegna Sæbrautarstokks var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í gær, en fyrirhugað er að setja Sæbraut í stokk á tæplega eins kílómetra löngum kafla frá Miklubraut og norður fyrir gatnamót Kleppsmýrarvegar og Skeiðarvogs. Í lýsingunni segir að framkvæmdir eigi að hefjast árið 2027 og að stokkurinn verði tilbúinn 2030. Innlent 22.5.2025 08:30
„Það er bara dýrt að vera fátækur“ Verulegar bikblæðingar hafa verið um land allt í hlýindunum undanfarna daga. Framkvæmdastjóri Colas á Íslandi segir að ástæðuna megi rekja til þess að á Íslandi sé allt bundið slitlag meira og minna lagt með ódýrustu aðferðinni, klæðningu. Sú aðferð henti vel þar sem umferð er lítil en hún dugi ekki lengur til víða um land. Innlent 20.5.2025 18:36