Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2025 13:29 Tæknimenn dönsku lögreglunnar á vettvangi sprenginga við ísraelska sendiráðið í Hellerup í október árið 2024. Vísir/EPA Tveir ungir sænskir ríkisborgarar sem eru taldir hafa kastað handsprengjum að ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn í fyrra voru ákærðir fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverka. Málið er það fyrsta sinnar tegundar í Danmörku sem varðar hryðjuverk sem var fullframið. Handsprengjurnar sprungu við íbúðarhús nærri sendiráði Ísraels í Hellerup, úthverfi Kaupmannahafnar aðfararnótt 2. október í fyrra. Engan sakaði en þær ollu skemmdum á nærliggjandi byggingum. Mennirnir sem eru ákærðir eru átján og tuttugu ára gamlir, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Þeir eru sagði hafa flutt fimm handsprengjur með sér í grennd sendiráðsins. Fyrir þeim hafi vakað að kasta þeim í sendiráðið og að það teljist hryðjuverk, að sögn Lise-Lotte Nilas, saksóknara í Kaupmannahöfn. Þeir eru taldir hafa lagt á ráðin um verknaðinn í sameiningu og í samráði við einn eða fleiri óþekkta vitorðsmenn. Daginn fyrir sprengingarnar var byssuskotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Síðar í sama mánuði var skotum enn hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg. Um þetta leyti var ár liðið frá því að hernaður Ísraelshers á Gasaströndinni hófst. Réttarhöld eiga að hefjast í næsta mánuði Til viðbótar við hryðjuverk og tilraun til þeirra eru tvímenningarnir ákærðir fyrir að stefna lífi öryggisvarða við sendiráðið í hættu og tilraun til manndráps. Sakborningarnir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir sprengingarnar á aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn við mikinn lögregluviðbúnað. Málið gegn Svíunum tveimur verður tekið fyrir í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Saksóknarar krefjast þess að þeir verði dæmdir til fangelsisvistar og að þeim verði vísað úr landi og bannað að koma til Danmerkur varanlega. Danmörk Svíþjóð Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Sjá meira
Handsprengjurnar sprungu við íbúðarhús nærri sendiráði Ísraels í Hellerup, úthverfi Kaupmannahafnar aðfararnótt 2. október í fyrra. Engan sakaði en þær ollu skemmdum á nærliggjandi byggingum. Mennirnir sem eru ákærðir eru átján og tuttugu ára gamlir, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins. Þeir eru sagði hafa flutt fimm handsprengjur með sér í grennd sendiráðsins. Fyrir þeim hafi vakað að kasta þeim í sendiráðið og að það teljist hryðjuverk, að sögn Lise-Lotte Nilas, saksóknara í Kaupmannahöfn. Þeir eru taldir hafa lagt á ráðin um verknaðinn í sameiningu og í samráði við einn eða fleiri óþekkta vitorðsmenn. Daginn fyrir sprengingarnar var byssuskotum hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Síðar í sama mánuði var skotum enn hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg. Um þetta leyti var ár liðið frá því að hernaður Ísraelshers á Gasaströndinni hófst. Réttarhöld eiga að hefjast í næsta mánuði Til viðbótar við hryðjuverk og tilraun til þeirra eru tvímenningarnir ákærðir fyrir að stefna lífi öryggisvarða við sendiráðið í hættu og tilraun til manndráps. Sakborningarnir voru handteknir nokkrum klukkustundum eftir sprengingarnar á aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn við mikinn lögregluviðbúnað. Málið gegn Svíunum tveimur verður tekið fyrir í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Saksóknarar krefjast þess að þeir verði dæmdir til fangelsisvistar og að þeim verði vísað úr landi og bannað að koma til Danmerkur varanlega.
Danmörk Svíþjóð Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Sjá meira