
Svíþjóð

Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu
Arnóri Sigurðssyni bárust hótanir gagnvart fjölskyldu hans eftir skipti fótboltamannsins til Malmö í Svíþjóð á dögunum. Hann hefur ekki tilkynnt málið til lögreglu en metur næstu skref ásamt forráðamönnum félagsins.

Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu
Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún ætlaði að taka þrjú hundruð milljarða sænskra að láni til þess að endurnýja vopnabúnað Svíþjóðar. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu frá tímum kalda stríðsins, að sögn Ulfs Kristersson, forsætisráðherra.

Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs
Stúlkunafnið Inse hefur til þessa verið óþekkt í sænskri mannanafnasögu. Tvö nýfædd stúlkubörn hafa hins vegar fengið nafnið á síðustu vikum og er það rakið til mismæla Karls Gústafs Svíakonungs.

Á leið til Noregs og Svíþjóðar
Halla Tómasdóttir forseti hefur þegið boð um ríkisheimsóknir til Noregs og Svíþjóðar í vor. Markmið beggja heimsókna er að styrkja enn frekar söguleg tengsl þjóðanna og vinna að sameiginlegum hagsmunum.

Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns
Breska leikkonan Ciara Zelmerlöw sem er nýorðin fyrrverandi eiginkona sænsku poppstjörnunnar Måns Zelmerlow segist hafa þagað og haldið hlífisskildi yfir poppstjörnunni of lengi. Hún segist ekki geta boðið fjölskyldu sinni upp á að lifa í fjandsamlegum aðstæðum sem einkennist af fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og framhjáhöldum lengur.

Måns mættur á markaðinn
Sænska poppstjarnan Måns Zelmerlow og breska leikkonan Ciara Zelmerlow standa nú í skilnaði. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn.

Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi
Starfsmenn Húsdýragarðsins hafa síðustu daga lært af sænskum fræðingi. Það sé mikilvægt að lesa vel í hegðun dýra þegar verið er að nálgast þau.

Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi
Carl Lundström, einn meðstofnenda deilisíðunnar alræmdu Pirate bay, lést þegar flugvél hans brotlenti á fjallakofa í fjallshlíð í Slóvakíu á mánudag. Hann var einn um borð í flugvélinni.

„Magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“
Ólafur Jóhann Steinsson útvarpsmaður og áhrifavaldur fór fyrir þremur vikum í hjartaaðgerð. Hann segir aðgerðina það erfiðasta sem hann hafi nokkurn tíma gengið í gegnum, bæði líkamlega og andlega.

Northvolt í þrot
Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt hefur lýst yfir gjaldþroti. Starfsfólki var tilkynnt um þetta í morgun. Miklar vonir voru á sínum tíma gerðar til félagsins þegar kom að orkuskiptum, en vegna mikilla fjárhagsvandræða hefur gjaldþrot verið yfirvofandi síðustu misserin.

Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi
Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum.

Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision
Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes.

Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós
Eurovision-stjarnan Loreen og tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gáfu í gær út tvöfalda smáskífu undir nafninu SAGES og frumsýndu nýtt tónlistarmyndband sem var tekið upp á Íslandi og leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur.

Formaður sænska Miðflokksins hættir
Muharrem Demirok hefur ákveðið að segja af sér sem formaður sænska Miðflokksins. Hann hefur gegnt formennsku í flokknum í tvö ár.

Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus
Ekki var hægt að lenda Airbus-farþegaþotu Icelandair í þoku í Osló í morgun vegna þess að flugmenn félagsins eru enn í þjálfun á vélunum sem félagið tók nýlega í notkun. Farþegum var boðið að stíga frá borði í Stokkhólmi eða fljúga aftur heim til Íslands.

Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, verður fulltrúi Norðurlandanna á neyðarfundi Evrópuleiðtoga í París í dag um stöðuna í Úkraínu. Það var Emmanuel Macron Frakklandsforseti sem boðaði fundinn í framhaldi af málflutningi Trump-stjórnarinnar undanfarna daga í tengslum við friðarviðræður við Rússa vegna Úkraínu, sem Evrópu er haldið utan, og eftir samtöl Trump Bandaríkjaforseta við Pútín Rússlandsforseta.

Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám
Svo virðist sem legnám hafi verið framkvæmt á 44 konum að óþörfu á Akademiska sjúkrahúsinu í Uppsölum. Stjórnendur greindu frá 33 óþarfa aðgerðum í fyrra en rannsókn hefur leitt í ljós ellefu til viðbótar.

Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi
Lögreglan í Svíþjóð segir líklegt að Rickard Andersson, sem skaut tíu til bana í Örebro í síðustu viku, hafi valið skotmörk sín af handahófi. Nokkur fórnarlambanna voru af erlendu bergi brotin en lögreglan segir ekkert benda til þess að Andersson hafi reynt sérstaklega að myrða útlendinga.

Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar
Tveir karlmenn hafa fundist látnir í tjaldi í hlíðum Kebnekaise, hæsta fjalls Svíþjóðar.

Konungurinn miður sín eftir mismælin
Karl Gústaf Svíakonungur er miður sín eftir að hann mismælti sig þar sem hann tilkynnti um nafn nýjasta barnabarns síns og prinsessu Svíþjóðar.

Sænska prinsessan komin með nafn
Nýfædd dóttir sænsku prinsessunnar Sofiu og Karls Filippusar Svíaprins hefur fengið nafnið Ines Silvia Marie Lilian.

Myrti sjö konur og þrjá karla
Lögreglan í Svíþjóð hefur borið kennsl á öll fórnarlömbin tíu í skotárásinni í Örebro í vikunni. Árásarmaðurinn notaði þrjá hálfsjálfvirka riffla við árásina og hefur ríkisstjórn Svíþjóðar opinberað ætlanir um að draga úr aðgengi að slíkum byssum.

Prinsessan eignaðist dóttur
Sofia prinsessa af Svíþjóð er búin að eiga. Hún eignaðist dóttur klukkan 13:10 í dag. Þetta er fjórða barn hennar og Karls Filippusar.

Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna
Fólk af sýrlenskum og bosnískum uppruna var meðal þeirra sem létust í skotárás á skóla í Örebro í Svíþjóð á þriðjudag.

Var vopnaður þremur byssum
Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins.

Nafngreina árásarmanninn í Örebro
Lögregla í Svíþjóð vill meina að hinn 35 ára Rickard Andersson hafi verið árásarmaðurinn sem banaði tíu námsmönnum í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær.

Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sendi í morgun samúðarkveðju til Karls XVI Svíakonungs fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vegna hinna „hörmulega mannvíga“ í skóla í Örebro í gær.

Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro
Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni.

Ellefu létust í skotárásinni
Ellefu er látnir eftir skæða skotárás í skóla í Svíþjóð. Lögregla segir að tölu látinna geta hækkað.

„Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“
Að minnsta kosti tíu manns eru látnir eftir skotárás í skóla í bænum Örebro í Svíþjóð í dag. Árásarmaðurinn er í hópi látinna.