Búast við hamförum vegna Melissu Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2025 09:42 Frá Kingston á Jamaíka á dögunum. AP/Matias Delacroix Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. Ráðamenn á Jamaíka vöruðu í nótt við því að þeir hefðu undirbúið sig eins vel og hægt væri en þrátt fyrir það væri útlit fyrir að skaðinn yrði gífurlegur. Verstu spár gera ráð fyrir að sjávarstaða við suðurhluta eyjunnar hækki um allt að fjóra metra. Meðalvindhraði Melissu er um fimmtíu metrar á sekúndu og fylgir mikil rigning fellibylnum. Beina útsendingu frá Kingston, höfuðborg Jamaíka, má sjá í spilaranum hér að neðan. Melissa safnaði krafti mjög hratt á undanförnum dögum og fór úr því að vera almenn lægð í að verða fimmta stigs fellibylur á innan við tveimur sólarhringum. Sjá einnig: Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað „Það eru engir innviðir á þessu svæði sem munu standa af sér fimmta stigs fellibyl,“ sagði Andrew Holness, forsætisráðherra. Hann sagði raunverulegu áskorunina vera að tryggja að Jamaíka jafnaði sig fljótt þegar óveðrinu slotar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Strax í nótt byrjuðu að berast fregnir af föllnum trjám, aurskriðum og rafmagnsleysi. Embættismenn búast við því að um fimmtíu þúsund manns, af um 2,8 milljónum, muni þurfa að yfirgefa heimili sín, samkvæmt frétt New York Times. Kvartað hefur verið yfir því að of fáir hafi farið frá svæðunum sem óttast er að verði hvað verst úti. Seinna í dag er búist við því að Melissa nái landi á Kúbu. Hér að neðan má sjá myndbönd sem tekin voru úr flugvél sem flogið var inn í auga Melissu í gær. Third pass through Melissa. GoPro in side window as different camera looking forward shooting in ultra high res 8k. Not sure when that might get processed as the file turned out ridiculous. Barely had HD space for it and MacBook Pro promptly chocked when I tried to edit it pic.twitter.com/3p430gPvZv— Tropical Cowboy of Danger (@FlynonymousWX) October 27, 2025 Jamaíka Kúba Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Ráðamenn á Jamaíka vöruðu í nótt við því að þeir hefðu undirbúið sig eins vel og hægt væri en þrátt fyrir það væri útlit fyrir að skaðinn yrði gífurlegur. Verstu spár gera ráð fyrir að sjávarstaða við suðurhluta eyjunnar hækki um allt að fjóra metra. Meðalvindhraði Melissu er um fimmtíu metrar á sekúndu og fylgir mikil rigning fellibylnum. Beina útsendingu frá Kingston, höfuðborg Jamaíka, má sjá í spilaranum hér að neðan. Melissa safnaði krafti mjög hratt á undanförnum dögum og fór úr því að vera almenn lægð í að verða fimmta stigs fellibylur á innan við tveimur sólarhringum. Sjá einnig: Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað „Það eru engir innviðir á þessu svæði sem munu standa af sér fimmta stigs fellibyl,“ sagði Andrew Holness, forsætisráðherra. Hann sagði raunverulegu áskorunina vera að tryggja að Jamaíka jafnaði sig fljótt þegar óveðrinu slotar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Strax í nótt byrjuðu að berast fregnir af föllnum trjám, aurskriðum og rafmagnsleysi. Embættismenn búast við því að um fimmtíu þúsund manns, af um 2,8 milljónum, muni þurfa að yfirgefa heimili sín, samkvæmt frétt New York Times. Kvartað hefur verið yfir því að of fáir hafi farið frá svæðunum sem óttast er að verði hvað verst úti. Seinna í dag er búist við því að Melissa nái landi á Kúbu. Hér að neðan má sjá myndbönd sem tekin voru úr flugvél sem flogið var inn í auga Melissu í gær. Third pass through Melissa. GoPro in side window as different camera looking forward shooting in ultra high res 8k. Not sure when that might get processed as the file turned out ridiculous. Barely had HD space for it and MacBook Pro promptly chocked when I tried to edit it pic.twitter.com/3p430gPvZv— Tropical Cowboy of Danger (@FlynonymousWX) October 27, 2025
Jamaíka Kúba Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira