Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Agnar Már Másson skrifar 29. október 2025 18:40 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vill breyta dvalarleyfiskerfinu og færa það nær alfarið undir ÚTL. Um helmingur þeirra sem hlaut námsleyfi á Íslandi í fyrra koma frá enskumælandi landi. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra vill breyta lögum um dvalarleyfisveitingar og færa málaflokkinn alfarið undir Útlendingastofnun. Ráðuneytið fullyrðir að vísbendingar séu um að fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi og því vill ráðherra auka eftirlit með námsárangri dvalarleyfishafa og takmarka möguleika þeirra á fjölskyldusameiningum. Flestir sem hlutu námsleyfi á Íslandi í fyrra komu frá Filippseyjum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Í sumar boðaði ráðherrann „norsku leiðina“ í útlendingamálum en hún kveðst með þessum breytingum ætla að samræma framkvæmd við önnur Norðurlönd í tengslum við útgáfu atvinnu- og námsleyfa. Í tilkynningu frá stjórnvöldum segir enn fremur að þessar breytingar séu liður í stærri vinnu sem snúi að úrbótum á dvalarleyfakerfinu í heild. Dómsmálaráðherra mun leggja fram annað frumvarp á vorþingi þess efnis. Megininntak frumvarpsins er að útgáfa tímabundinna atvinnu- og dvalarleyfa, svosem námsmannaleyfa, falli alfarið undir Útlendingastofnun en útgáfa þeirra sé á forræði tveggja stofnana, ÚTL og Vinnumálastofnunar — sem er að sögn ráðuneytisins, sé einstakt á Norðurlöndum. Reglur um námsmannaleyfi meðal helstu veikleika í útlendingamálum Í tilkynningunni segir að reglur um dvalarleyfi hér á landi hafi verið til skoðunar undanfarna mánuði eftir að ráðherra skipaði starfshóp á vormánuðum sem falið var að yfirfara gildandi reglur. Samkvæmt greiningu starfshópsins hafi Ísland gengið mun lengra við veitingu dvalarleyfa en önnur lönd síðustu ár og gildandi reglur um dvalarleyfi námsmanna séu meðal helstu veikleika í útlendingamálum. Umsóknir til Útlendingastofnunar um dvalarleyfi og ríkisborgararétt hafi nær tvöfaldast frá árunum 2020 til 2024. Á höfðatölu hafi verið allt að 55 prósent fleiri námsmannaleyfi á Íslandi en öðrum Norðurlöndum frá 2020. Umsóknum um námsmannaleyfi hafi fjölgað verulega milli 2024 og 2025, einkum frá „ákveðnum ríkjum utan EES,“ segir í tilkynningunni. Takmarka fjölskyldusameiningar og auka eftirlit með námsárangri Dómsmálaráðuneytið fullyrðir að vísbendingar séu um að námsmannaleyfin séu nýtt sem leið inn í landið án þess að nám við íslenska háskóla sé hið eiginlega erindi. Frumvarpið felur meðal annars í sér að auknar kröfur um námsárangur, /ar sem námsmönnum verði gert að standa skil á fullnægjandi námsárangri í hvert sinn sem dvalarleyfi er endurnýjað. Stjórnvöld segja þetta vera í samræmi við framkvæmd á öðrum Norðurlöndum en með frumvarpinu séu sömuleiðis gerðar nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi atvinnuþátttöku námsmanna meðan á námi stendur. Á þessu grafi sem birt var af stjórnarráðinu má sjá hvaðan námsleyfisumsækjendur komu árið 2024. Má þar sjá að flestir koma frá Filipseyjum, svo Bandaríkjunum en síðan Nígeríu, Gana og Pakistan. Stjórnarráðið Þá verði sett strangari skilyrði í kjölfar útskriftar þar sem lengd dvalarleyfis eftir útskrift verði stytt í eitt ár í stað þriggja og skilyrði dvalarleyfis verði að viðkomandi hafi lokið BA námi eða námi á meistara- eða doktorsstigi. Til að koma í veg fyrir „óeðlilega ásókn í námsleyfi“ verði sú krafa gerð að námsmenn hafi lokið í það minnsta háskólanámi á bakkalárstigi. Samkvæmt núgildandi lögum geti tveggja anna námsdvöl veitt möguleika á alls fjögurra ára atvinnuleyfi með litlum takmörkunum. Enn fremur vill ráðherra takmarka rétt dvalarleyfishafa til fjölskyldusameiningar takmarkaður í samræmdi við önnur Norðurlönd. Heimild til fjölskyldusameiningar muni því aðeins taka til maka, sambúðarmaka og barna námsmanns sem er í fullu námi til bakkalárgráðu, meistaragráðu eða doktorsgráðu. Á þessu grafi sem birt var af stjórnarráðinu má sjá hvaðan hvernig námsmannaleyfisveitingum hefur fjölgað. Stjórnarráð. Heimild til fjölskyldusameiningar við foreldra eldri en 67 ára verði felldur brott, en ekkert hinna Norðurlandanna skilgreinir foreldra námsmanna sem nánasta aðstandanda. „Við erum kerfisbundið að afnema íslenskar sérreglur í dvalarleyfakerfinu og samræma við norræna framkvæmd,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði í tilkynningu. „Með þessum breytingum erum við jafnframt að færa útgáfu dvalar- og atvinnuleyfa undir eitt stjórnvald til að einfalda kerfið og auka yfirsýn og getu.. Það er einfaldara fyrir umsækjendur og atvinnulífið og er skýrara fyrir eftirlitsaðila. Með markvissum breytingum á reglum um dvalarleyfi námsmanna tryggjum við jafnframt vandaðra kerfi þar sem réttindi og skyldur eru skýrar,“ á hún að hafa bætt við. Innflytjendamál Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Í sumar boðaði ráðherrann „norsku leiðina“ í útlendingamálum en hún kveðst með þessum breytingum ætla að samræma framkvæmd við önnur Norðurlönd í tengslum við útgáfu atvinnu- og námsleyfa. Í tilkynningu frá stjórnvöldum segir enn fremur að þessar breytingar séu liður í stærri vinnu sem snúi að úrbótum á dvalarleyfakerfinu í heild. Dómsmálaráðherra mun leggja fram annað frumvarp á vorþingi þess efnis. Megininntak frumvarpsins er að útgáfa tímabundinna atvinnu- og dvalarleyfa, svosem námsmannaleyfa, falli alfarið undir Útlendingastofnun en útgáfa þeirra sé á forræði tveggja stofnana, ÚTL og Vinnumálastofnunar — sem er að sögn ráðuneytisins, sé einstakt á Norðurlöndum. Reglur um námsmannaleyfi meðal helstu veikleika í útlendingamálum Í tilkynningunni segir að reglur um dvalarleyfi hér á landi hafi verið til skoðunar undanfarna mánuði eftir að ráðherra skipaði starfshóp á vormánuðum sem falið var að yfirfara gildandi reglur. Samkvæmt greiningu starfshópsins hafi Ísland gengið mun lengra við veitingu dvalarleyfa en önnur lönd síðustu ár og gildandi reglur um dvalarleyfi námsmanna séu meðal helstu veikleika í útlendingamálum. Umsóknir til Útlendingastofnunar um dvalarleyfi og ríkisborgararétt hafi nær tvöfaldast frá árunum 2020 til 2024. Á höfðatölu hafi verið allt að 55 prósent fleiri námsmannaleyfi á Íslandi en öðrum Norðurlöndum frá 2020. Umsóknum um námsmannaleyfi hafi fjölgað verulega milli 2024 og 2025, einkum frá „ákveðnum ríkjum utan EES,“ segir í tilkynningunni. Takmarka fjölskyldusameiningar og auka eftirlit með námsárangri Dómsmálaráðuneytið fullyrðir að vísbendingar séu um að námsmannaleyfin séu nýtt sem leið inn í landið án þess að nám við íslenska háskóla sé hið eiginlega erindi. Frumvarpið felur meðal annars í sér að auknar kröfur um námsárangur, /ar sem námsmönnum verði gert að standa skil á fullnægjandi námsárangri í hvert sinn sem dvalarleyfi er endurnýjað. Stjórnvöld segja þetta vera í samræmi við framkvæmd á öðrum Norðurlöndum en með frumvarpinu séu sömuleiðis gerðar nauðsynlegar breytingar á fyrirkomulagi atvinnuþátttöku námsmanna meðan á námi stendur. Á þessu grafi sem birt var af stjórnarráðinu má sjá hvaðan námsleyfisumsækjendur komu árið 2024. Má þar sjá að flestir koma frá Filipseyjum, svo Bandaríkjunum en síðan Nígeríu, Gana og Pakistan. Stjórnarráðið Þá verði sett strangari skilyrði í kjölfar útskriftar þar sem lengd dvalarleyfis eftir útskrift verði stytt í eitt ár í stað þriggja og skilyrði dvalarleyfis verði að viðkomandi hafi lokið BA námi eða námi á meistara- eða doktorsstigi. Til að koma í veg fyrir „óeðlilega ásókn í námsleyfi“ verði sú krafa gerð að námsmenn hafi lokið í það minnsta háskólanámi á bakkalárstigi. Samkvæmt núgildandi lögum geti tveggja anna námsdvöl veitt möguleika á alls fjögurra ára atvinnuleyfi með litlum takmörkunum. Enn fremur vill ráðherra takmarka rétt dvalarleyfishafa til fjölskyldusameiningar takmarkaður í samræmdi við önnur Norðurlönd. Heimild til fjölskyldusameiningar muni því aðeins taka til maka, sambúðarmaka og barna námsmanns sem er í fullu námi til bakkalárgráðu, meistaragráðu eða doktorsgráðu. Á þessu grafi sem birt var af stjórnarráðinu má sjá hvaðan hvernig námsmannaleyfisveitingum hefur fjölgað. Stjórnarráð. Heimild til fjölskyldusameiningar við foreldra eldri en 67 ára verði felldur brott, en ekkert hinna Norðurlandanna skilgreinir foreldra námsmanna sem nánasta aðstandanda. „Við erum kerfisbundið að afnema íslenskar sérreglur í dvalarleyfakerfinu og samræma við norræna framkvæmd,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði í tilkynningu. „Með þessum breytingum erum við jafnframt að færa útgáfu dvalar- og atvinnuleyfa undir eitt stjórnvald til að einfalda kerfið og auka yfirsýn og getu.. Það er einfaldara fyrir umsækjendur og atvinnulífið og er skýrara fyrir eftirlitsaðila. Með markvissum breytingum á reglum um dvalarleyfi námsmanna tryggjum við jafnframt vandaðra kerfi þar sem réttindi og skyldur eru skýrar,“ á hún að hafa bætt við.
Innflytjendamál Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent