Skipar hernum að gera árásir á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2025 16:38 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. AP/Nathan Howard Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur skipað her ríkisins að gera „kröftugar“ árásir á Gasaströndina. Hann sakar Hamas-liða um að hafa brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Vígamenn eru sagðir hafa skotið að ísraelskum hermönnum í dag og þar að auki saka Ísraelar Hamas um að brjóta gegn samkomulaginu hvað varðar að skila líkum gísla. Utanríkisráðuneyti Ísrael sakaði Hamas fyrr í dag um að sviðsetja leit að líkum gísla í rústum húsa á Gasaströndinni. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sagði að meðfylgjandi drónamyndband sýndi Hamas-liða grafa líkamsleifar og þykjast grafa þær aftur upp, fyrir starfsmenn Rauða krossins. Þá sagði Netanjahú fyrr í dag, samkvæmt Al Jazeera, að líkamsleifar sem Hamas hefði skilað síðustu nótt tilheyrðu látnum gísl. Ísraelskir hermenn hefðu frelsað lík hans fyrr á árinu. Þetta sagði ráðherrann klárt brot á vopnahléssamkomulagi. Netanjahú sagðist þá ætla að kalla saman herforingja sína og ákveða næstu skref. Þau skref liggja nú fyrir, samkvæmt yfirlýsingu. Annars liggur lítið fyrir um umfang þeirra og staðsetningu, þegar þetta er skrifað. Following security consultations, Prime Minister Netanyahu has directed the military to immediately carry out forceful strikes in the Gaza Strip.— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) October 28, 2025 Enn eru lík þrettán gísla sem Hamasliðar fluttu til Gasastrandarinnar í höndum Hamas eða í rústum húsa á svæðinu. Fyrsti liður vopnahléssamkomulagsins, sem kennt er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir til um að Hamas eigi að skila líkunum. Síðan eiga þeir í kjölfarið að afvopnast og alþjóðlegt gæslulið verður sent til Gasastrandarinnar. Leiðtogar Hamas hafa sagst eiga í vandræðum með að finna lík gísla vegna gífurlegrar eyðileggingar á Gasa. Al Jazeera segir íbúa óttaslegna eftir yfirlýsingu Netanjahús. Þeir viti ekki hvar né hvenær þær verði gerðar. Flestir eru þó sagðir meðvitaðir um að vopnahléið hefur frá upphafi verið brothætt. Ísraelar stjórna um 53 prósentum Gasastrandinnar og eiga að hörfa þaðan í áföngum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Abdullah konungur af Jórdaníu segir að friður sé forsenda þess að erlendur liðsafli verði sendur inn á Gasa. Jórdanía og Egyptaland hafa skuldbundið sig til að koma að því að þjálfa nýtt lögreglulið á Gasa. 27. október 2025 07:59 „Ísrael mun missa allan stuðning“ Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. 23. október 2025 13:46 Óttast að senda hermenn til Gasa Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða. 21. október 2025 16:29 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Ísrael sakaði Hamas fyrr í dag um að sviðsetja leit að líkum gísla í rústum húsa á Gasaströndinni. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu sagði að meðfylgjandi drónamyndband sýndi Hamas-liða grafa líkamsleifar og þykjast grafa þær aftur upp, fyrir starfsmenn Rauða krossins. Þá sagði Netanjahú fyrr í dag, samkvæmt Al Jazeera, að líkamsleifar sem Hamas hefði skilað síðustu nótt tilheyrðu látnum gísl. Ísraelskir hermenn hefðu frelsað lík hans fyrr á árinu. Þetta sagði ráðherrann klárt brot á vopnahléssamkomulagi. Netanjahú sagðist þá ætla að kalla saman herforingja sína og ákveða næstu skref. Þau skref liggja nú fyrir, samkvæmt yfirlýsingu. Annars liggur lítið fyrir um umfang þeirra og staðsetningu, þegar þetta er skrifað. Following security consultations, Prime Minister Netanyahu has directed the military to immediately carry out forceful strikes in the Gaza Strip.— Prime Minister of Israel (@IsraeliPM) October 28, 2025 Enn eru lík þrettán gísla sem Hamasliðar fluttu til Gasastrandarinnar í höndum Hamas eða í rústum húsa á svæðinu. Fyrsti liður vopnahléssamkomulagsins, sem kennt er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir til um að Hamas eigi að skila líkunum. Síðan eiga þeir í kjölfarið að afvopnast og alþjóðlegt gæslulið verður sent til Gasastrandarinnar. Leiðtogar Hamas hafa sagst eiga í vandræðum með að finna lík gísla vegna gífurlegrar eyðileggingar á Gasa. Al Jazeera segir íbúa óttaslegna eftir yfirlýsingu Netanjahús. Þeir viti ekki hvar né hvenær þær verði gerðar. Flestir eru þó sagðir meðvitaðir um að vopnahléið hefur frá upphafi verið brothætt. Ísraelar stjórna um 53 prósentum Gasastrandinnar og eiga að hörfa þaðan í áföngum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Abdullah konungur af Jórdaníu segir að friður sé forsenda þess að erlendur liðsafli verði sendur inn á Gasa. Jórdanía og Egyptaland hafa skuldbundið sig til að koma að því að þjálfa nýtt lögreglulið á Gasa. 27. október 2025 07:59 „Ísrael mun missa allan stuðning“ Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. 23. október 2025 13:46 Óttast að senda hermenn til Gasa Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða. 21. október 2025 16:29 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Abdullah konungur af Jórdaníu segir að friður sé forsenda þess að erlendur liðsafli verði sendur inn á Gasa. Jórdanía og Egyptaland hafa skuldbundið sig til að koma að því að þjálfa nýtt lögreglulið á Gasa. 27. október 2025 07:59
„Ísrael mun missa allan stuðning“ Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast ósáttir við ályktun ísraelska þingsins um innlimun Vesturbakkans. JD Vance, varaforseti, segir atkvæðagreiðsluna sem haldin var í morgun vera móðgandi og pólitískt glæfrabragð. Marco Rubio, utanríkisráðherra, segir ríkisstjórn Bandaríkjanna ekki geta stutt innlimun og að það myndi ógna friði við botni Miðjarðarhafs. 23. október 2025 13:46
Óttast að senda hermenn til Gasa Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða. 21. október 2025 16:29