Þriðju kosningarnar á fjórum árum Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2025 07:31 Geert Wilders, formaður Frelsisflokksins, fær sér að borða á knæpu í Volendam. AP Hollendingar ganga að kjörborðinu í dag þar sem haldnar eru þriðju þingkosningarnar í landinu á fjórum árum. Þó að kannanir bendi til að Frelsisflokkur Geert Wilders verði stærstur eru taldar litlar líkur á að flokkurinn muni geta leitt ríkisstjórn að loknum kosningum. Wilders og flokkur hans, sem hefur lengi barist gegn komu innflytjenda til landsins, vann sigur í síðustu kosningum í nóvember 2023, en síðustu kannanir benda nú til þess að fylgi flokksins hafi dregist nokkuð saman. Kosningabaráttan hefur að stórum hluta snúist um húsnæðisskortinn í landinu, yfirfullar miðstöðvar fyrir hælisleitendur, aukinn kostnað við rekstur heilbrigðiskerfisins og hækkandi leigukostnað. Í kappræðum gærkvöldsins var mikið talað um húsnæðisskortinn þar sem Wilders kenndi innflytjendum um á meðan aðrir bentu á að skipulagsmálum væri um að kenna og þá þróun að sífellt fleiri búi einir. Mikil óvissa Um tíu þúsund kjörstaðir opnuðu í landinu klukkan 6:30 í morgun og verður þeim lokað klukkan 21 í kvöld að íslenskum tíma. Kannanir hafa sýnt að óvissan sé mikil og kvöldið fyrir kosningar hefði þriðjungur kjósenda enn ekki gert upp hug sinn, hvaða flokk skyldi kjósa. Frans Timmermans, formaður Vinstri græningja, og Henri Bontenbal, gormaður Kristilegra demókrata. AP Fréttaskýrendur telja að mestu skipti hvaða flokkur hljóti næstflest atkvæði þar sem líklegast sé að sá flokkur komi til með að leiða næstu ríkisstjórn. Ólíkt aðdraganda síðustu kosninga þá hafa aðrir flokkar útilokað að starfa með Wilders og flokki hans eftir kosningar, eftir að Wilders sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í júní síðastliðnum. Þannig þykir líklegast að þó að flokkur Wilders hljóti flest atkvæði þá sé líklegra að ný ríkisstjórn verði frá miðju. Fimmtán flokkar Talið er að allt að fimmtán flokkar komi til með að deila með sér þingsætunum 150 þó að kannanir bendi til að langflest þingsætin komi til með að falla í skaut fjögurra flokka – Frelsisflokksins undir stjórn Geert Wilders, Vinstri græningja undir stjórn Frans Timmermans, hins frjálslynda D66 undir stjórn Rob Jetten og Kristilegra demókrata undir stjórn Henri Bontenbal. Þó að Wilders hafi aldrei gegnt embætti forsætisráðherra og lengi verið utangarðsmaður í hollenskum stjórnmálum þá gegndi hann lykilhlutverki í síðustu ríkisstjórn þar sem hann bæði myndaði stjórn og sleit samstarfinu ellefu mánuðum síðar í kjölfar deilna um innflytjendamál. Samstarfsflokkar hans neituðu að samþykkja Wilders sem forsætisráðherra og fengu þess í stað fyrrverandi forstjóra hollensku leyniþjónustunnar, Dick Schoof, til að leiða ríkisstjórn tæknikrata. Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Hollands segir af sér Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur tilkynnt um afsögn sína úr embætti. Tilkynningin kemur fáeinum klukkustundum eftir að Geert Wilders tilkynnti að hægriöfgaflokkurinn PVV hefði ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina í kjölfar deilna um innflytjendamál. 3. júní 2025 14:10 Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3. júní 2025 08:17 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Wilders og flokkur hans, sem hefur lengi barist gegn komu innflytjenda til landsins, vann sigur í síðustu kosningum í nóvember 2023, en síðustu kannanir benda nú til þess að fylgi flokksins hafi dregist nokkuð saman. Kosningabaráttan hefur að stórum hluta snúist um húsnæðisskortinn í landinu, yfirfullar miðstöðvar fyrir hælisleitendur, aukinn kostnað við rekstur heilbrigðiskerfisins og hækkandi leigukostnað. Í kappræðum gærkvöldsins var mikið talað um húsnæðisskortinn þar sem Wilders kenndi innflytjendum um á meðan aðrir bentu á að skipulagsmálum væri um að kenna og þá þróun að sífellt fleiri búi einir. Mikil óvissa Um tíu þúsund kjörstaðir opnuðu í landinu klukkan 6:30 í morgun og verður þeim lokað klukkan 21 í kvöld að íslenskum tíma. Kannanir hafa sýnt að óvissan sé mikil og kvöldið fyrir kosningar hefði þriðjungur kjósenda enn ekki gert upp hug sinn, hvaða flokk skyldi kjósa. Frans Timmermans, formaður Vinstri græningja, og Henri Bontenbal, gormaður Kristilegra demókrata. AP Fréttaskýrendur telja að mestu skipti hvaða flokkur hljóti næstflest atkvæði þar sem líklegast sé að sá flokkur komi til með að leiða næstu ríkisstjórn. Ólíkt aðdraganda síðustu kosninga þá hafa aðrir flokkar útilokað að starfa með Wilders og flokki hans eftir kosningar, eftir að Wilders sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í júní síðastliðnum. Þannig þykir líklegast að þó að flokkur Wilders hljóti flest atkvæði þá sé líklegra að ný ríkisstjórn verði frá miðju. Fimmtán flokkar Talið er að allt að fimmtán flokkar komi til með að deila með sér þingsætunum 150 þó að kannanir bendi til að langflest þingsætin komi til með að falla í skaut fjögurra flokka – Frelsisflokksins undir stjórn Geert Wilders, Vinstri græningja undir stjórn Frans Timmermans, hins frjálslynda D66 undir stjórn Rob Jetten og Kristilegra demókrata undir stjórn Henri Bontenbal. Þó að Wilders hafi aldrei gegnt embætti forsætisráðherra og lengi verið utangarðsmaður í hollenskum stjórnmálum þá gegndi hann lykilhlutverki í síðustu ríkisstjórn þar sem hann bæði myndaði stjórn og sleit samstarfinu ellefu mánuðum síðar í kjölfar deilna um innflytjendamál. Samstarfsflokkar hans neituðu að samþykkja Wilders sem forsætisráðherra og fengu þess í stað fyrrverandi forstjóra hollensku leyniþjónustunnar, Dick Schoof, til að leiða ríkisstjórn tæknikrata.
Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Forsætisráðherra Hollands segir af sér Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur tilkynnt um afsögn sína úr embætti. Tilkynningin kemur fáeinum klukkustundum eftir að Geert Wilders tilkynnti að hægriöfgaflokkurinn PVV hefði ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina í kjölfar deilna um innflytjendamál. 3. júní 2025 14:10 Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3. júní 2025 08:17 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Forsætisráðherra Hollands segir af sér Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur tilkynnt um afsögn sína úr embætti. Tilkynningin kemur fáeinum klukkustundum eftir að Geert Wilders tilkynnti að hægriöfgaflokkurinn PVV hefði ákveðið að segja skilið við ríkisstjórnina í kjölfar deilna um innflytjendamál. 3. júní 2025 14:10
Wilders slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Frelsisflokkurinn hefur slitið hollenska ríkisstjórnarsamstarfinu. Leiðtogi flokksins segir stefnu sína í hælisleitendamálum hafa gert útslagið. 3. júní 2025 08:17