José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, gat ekki stillt sig um að skjóta á sína gömlu vinnuveitendur í Manchester United eftir sigurinn á Norwich City í gær.
Á blaðamannafundi að leik loknum spurði Mourinho fréttamann Sky Sports hver staðan væri á mögulegum félagaskiptum Brunos Fernandes til United.
„Hvernig var í Lissabon? Gaman? Kemur Bruno Fernandes til United eða ekki?“ sagði Mourinho.
„Þú fórst til Lissabon og hann er ekki að koma? Eða hvað?,“ bætti sá portúgalski við.
United hefur ekki enn náð samkomulagi við Sporting Lissabon um kaup á Fernandes. Talið er að Sporting vildi 20 milljónum meira en United er tilbúið að borga fyrir portúgalska landsliðsmanninn.
United tapaði fyrir Burnley á heimavelli í gær, 0-2.Þetta var fyrsta tap liðsins fyrir Burnley á Old Trafford síðan 1962.
Mourinho hæddist að United vegna Bruno Fernandes

Tengdar fréttir

Fyrsti deildarsigur Spurs á árinu | Öruggt hjá Leicester
Tottenham vann afar mikilvægan sigur á Norwich City og Leicester City vann öruggan sigur á West Ham.

Margfaldur meistari með Man. United talaði eftir leikinn um eitrað andrúmsloft á Old Trafford
Það er óhætt að segja að tap Manchester United í gærkvöldi á heimavelli á móti Burnley hafi farið illa í bæði stuðningsmenn félagsins sem og nokkra knattspyrnusérfræðinga.

Burnley sótti sigur á Old Trafford
Manchester United mistókst að minnka forskot Chelsea í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið tók á móti Burnley.

Bítlarnir höfðu ekki enn gefið út plötu síðast þegar Burnley vann á Old Trafford
Burnley vann sinn fyrsta sigur á Manchester United á Old Trafford í 58 ár í gær.

„Strákarnir hafa gert frábærlega á þessu tímabili en þetta var ekki nógu gott“
Knattspyrnustjóri Manchester United stendur þétt við bakið á sínum mönnum.