Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sky Sports á Ítalíu hefur rekið tvo lærlinga sem sáust fagna marki í beinni útsendingu. 4.11.2025 16:32
Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Trent Alexander-Arnold snýr í kvöld aftur á Anfield í fyrsta sinn eftir vistaskiptin frá Liverpool til Real Madrid. Búist er við því að hann fái óblíðar móttökur en búið er að skemma veggmynd af honum í Liverpool. 4.11.2025 13:32
Bikarmeistararnir fara norður Fram, sem vann Powerade-bikar karla í handbolta á síðasta tímabili, mætir KA á útivelli í átta liða úrslitum keppninnar í næsta mánuði. 4.11.2025 12:53
Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sænski framherjinn Viktor Gyökeres verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla þegar Arsenal sækir Slavia Prag heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 4.11.2025 12:00
Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Pia Sundhage fær ekki nýjan samning sem þjálfari svissneska kvennalandsliðsins í fótbolta og sú sænska var beðin um að taka hatt sinn og staf umsvifalaust. 4.11.2025 11:30
Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Tíundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk í gær með leik Sunderland og Everton á Ljósvangi. Nýliðarnir komu til baka og náðu í stig. Lokatölur 1-1. 4.11.2025 10:01
Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Cristiano Ronaldo kveðst vera betri fótboltamaður en Lionel Messi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju viðtali Ronaldos við Piers Morgan. 4.11.2025 09:00
Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Jamie Carragher sparaði ekki stóru orðin þegar hann ræddi um frammistöðu Tottenham í tapinu fyrir Chelsea um helgina. Hann sagði að Spurs hefði spilað eins og neðri deildarlið gegn nágrönnum sínum. 4.11.2025 08:32
Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Mladen Zizovic, þjálfari serbneska liðsins Radnicki 1923, lést í miðjum leik í gær. 4.11.2025 08:00
Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Southampton hefur sagt knattspyrnustjóranum Will Still upp störfum. 3.11.2025 15:31