Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn fyrir síðustu leikina í Þjóðadeildinni. Aron Einar Gunnarsson kemur aftur inn í íslenska hópinn en Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með. 6.11.2024 13:08
Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Andri Már Eggertsson, Nablinn, og Tómas Steindórsson skelltu sér í menningar- og skemmtiferð til Keflavíkur vegna leiks Keflvíkinga og KR-inga í Bónus deild karla. Afraksturinn var sýndur í Körfuboltakvöldi Extra. 6.11.2024 12:30
„Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. 6.11.2024 11:30
„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5.11.2024 17:16
Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Leikur Corinthians og Palmeiras í Brasilíu var stöðvaður eftir að svínshöfði var kastað inn á völlinn. 5.11.2024 16:30
Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Þeir stuðningsmenn Arsenal sem verða á leiknum gegn Inter í Meistaradeild Evrópu á morgun mega ekki kaupa sér áfengi fyrir viðureignina. 5.11.2024 15:45
Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Ástralski spretthlauparinn Gout Gout heldur áfram að vekja athygli fyrir magnaða frammistöðu á hlaupabrautinni. 5.11.2024 15:00
Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Chicago Bulls-treyja sem Michael Jordan notaði á tímabilinu 1996-97 seldist fyrir 4,68 milljónir dollara, eða 642 milljónir íslenskra króna, á uppboði Sotheby's. 5.11.2024 14:31
Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Stjarna Memphis Grizzlies, Ja Morant, sýndi stórkostleg tilþrif og skoraði ótrúlega körfu gegn Brooklyn Nets, ekki eina heldur tvær. 5.11.2024 12:31
Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Rúben Amorim, verðandi knattspyrnustjóri Manchester United, sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Sporting gegn Manchester City í gær. Hann átti þar afar vandræðaleg samskipti við blaðamann Sky Sports sem vildi endilega að Portúgalinn talaði ensku. 5.11.2024 11:01