Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 12:01 Diogo Jota þakkar stuðningsmönnum Liverpool fyrir stuðninginn eftir að hann skoraði mark á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Getty/Andrew Powell Diogo Jota verður síðasti leikmaður Liverpool sem spilar í treyju númer tuttugu. Liverpool ákvað að leggja númeri hans eftir hræðilegt fráfall hans og yngri bróður hans í bílslysi á Spáni. Liverpool heiðraði minningu Jota með því að gefa það út að hann verður sá síðasti til að klæðast Liverpool treyju númer tuttugu. Þetta verður þó ekki eina númerið sem hefur verið tekið úr umferð hjá enskum félögum í gegnum tíðina. Tvö númer hjá West Ham Liverpool er vissulega leggja númeri í fyrsta sinn en West Ham hefur meðal annars tekið tvö númer úr umferð. Númerin 6 og 38 eru ekki í notkun hjá Hömrunum. Sexan til minningar um Bobby Moore, fyrrum fyrirliða félagsins og enska landsliðsins og númer 38 til minningar um Dylan Tombides. Moore lést aðeins 51 árs gamall úr krabbameini. Ian Bishop var þá að spila í sexunni hjá West Ham en hætti að spila í henni frá og með fyrsta leik eftir andlát Moore. Tombides var ástralskur fótboltamaður sem lést aðeins tvítugur ef baráttu við krabbamein. Hann lék einn leik með aðalliði West Ham en fór upp yngri flokkana og var unglingalandsliðsmaður hjá Ástralíu. Það má enginn spila númer 23 hjá Manchester City en því númeri var lagt til minningar um Marc-Vivian Foe. Foe var landsliðsmaður Kamerún og leikmaður City á láni frá Lyon. Hann lést eftir að hafa hnigið niður í landsleik Kamerún og Kólumbíu árið 2003. Queens Park Rangers notar ekki númer 31 til minningar um Ray Jones. Hann var átján ára leikmaður félagsins þegar hann lést í bílslysi þegar bíll hans keyrði beint framan á strætó í London. Líka númer Bellingham Allt annað dæmi er Birmingham City en félagið lagði treyju númer 22 vegna Jude Bellingham. Bellingham lék með Birmingham til sautján ára aldurs en varð síðan að stjörnu hjá Borussia Dortmund og stórstjörnu hjá Real Madrid. Birmingham ákvað að heiðra Bellingham fyrir það sem hann gerði á þessum stutta tíma hjá félaginu með því að taka treyjunúmer hans úr umferð. Númerin gætu verið tekin aftur í notkun eins og treyja númer níu hjá Exeter City. Henni var lagt í níu ár til minningar um Adam Stansfield sem lést úr krabbameini. Sonur hans, Jay Stansfield, klæddist hins vegar níunni þegar hann kom á láni til Exeter þrettán árum eftir að faðir hans kvaddi þennan heim. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau númer sem ekki má spila í hjá enskum fótboltafélögum. View this post on Instagram A post shared by The92Bible ⚽️ (@the92bible_) Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Liverpool heiðraði minningu Jota með því að gefa það út að hann verður sá síðasti til að klæðast Liverpool treyju númer tuttugu. Þetta verður þó ekki eina númerið sem hefur verið tekið úr umferð hjá enskum félögum í gegnum tíðina. Tvö númer hjá West Ham Liverpool er vissulega leggja númeri í fyrsta sinn en West Ham hefur meðal annars tekið tvö númer úr umferð. Númerin 6 og 38 eru ekki í notkun hjá Hömrunum. Sexan til minningar um Bobby Moore, fyrrum fyrirliða félagsins og enska landsliðsins og númer 38 til minningar um Dylan Tombides. Moore lést aðeins 51 árs gamall úr krabbameini. Ian Bishop var þá að spila í sexunni hjá West Ham en hætti að spila í henni frá og með fyrsta leik eftir andlát Moore. Tombides var ástralskur fótboltamaður sem lést aðeins tvítugur ef baráttu við krabbamein. Hann lék einn leik með aðalliði West Ham en fór upp yngri flokkana og var unglingalandsliðsmaður hjá Ástralíu. Það má enginn spila númer 23 hjá Manchester City en því númeri var lagt til minningar um Marc-Vivian Foe. Foe var landsliðsmaður Kamerún og leikmaður City á láni frá Lyon. Hann lést eftir að hafa hnigið niður í landsleik Kamerún og Kólumbíu árið 2003. Queens Park Rangers notar ekki númer 31 til minningar um Ray Jones. Hann var átján ára leikmaður félagsins þegar hann lést í bílslysi þegar bíll hans keyrði beint framan á strætó í London. Líka númer Bellingham Allt annað dæmi er Birmingham City en félagið lagði treyju númer 22 vegna Jude Bellingham. Bellingham lék með Birmingham til sautján ára aldurs en varð síðan að stjörnu hjá Borussia Dortmund og stórstjörnu hjá Real Madrid. Birmingham ákvað að heiðra Bellingham fyrir það sem hann gerði á þessum stutta tíma hjá félaginu með því að taka treyjunúmer hans úr umferð. Númerin gætu verið tekin aftur í notkun eins og treyja númer níu hjá Exeter City. Henni var lagt í níu ár til minningar um Adam Stansfield sem lést úr krabbameini. Sonur hans, Jay Stansfield, klæddist hins vegar níunni þegar hann kom á láni til Exeter þrettán árum eftir að faðir hans kvaddi þennan heim. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau númer sem ekki má spila í hjá enskum fótboltafélögum. View this post on Instagram A post shared by The92Bible ⚽️ (@the92bible_)
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira