Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 12:01 Diogo Jota þakkar stuðningsmönnum Liverpool fyrir stuðninginn eftir að hann skoraði mark á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Getty/Andrew Powell Diogo Jota verður síðasti leikmaður Liverpool sem spilar í treyju númer tuttugu. Liverpool ákvað að leggja númeri hans eftir hræðilegt fráfall hans og yngri bróður hans í bílslysi á Spáni. Liverpool heiðraði minningu Jota með því að gefa það út að hann verður sá síðasti til að klæðast Liverpool treyju númer tuttugu. Þetta verður þó ekki eina númerið sem hefur verið tekið úr umferð hjá enskum félögum í gegnum tíðina. Tvö númer hjá West Ham Liverpool er vissulega leggja númeri í fyrsta sinn en West Ham hefur meðal annars tekið tvö númer úr umferð. Númerin 6 og 38 eru ekki í notkun hjá Hömrunum. Sexan til minningar um Bobby Moore, fyrrum fyrirliða félagsins og enska landsliðsins og númer 38 til minningar um Dylan Tombides. Moore lést aðeins 51 árs gamall úr krabbameini. Ian Bishop var þá að spila í sexunni hjá West Ham en hætti að spila í henni frá og með fyrsta leik eftir andlát Moore. Tombides var ástralskur fótboltamaður sem lést aðeins tvítugur ef baráttu við krabbamein. Hann lék einn leik með aðalliði West Ham en fór upp yngri flokkana og var unglingalandsliðsmaður hjá Ástralíu. Það má enginn spila númer 23 hjá Manchester City en því númeri var lagt til minningar um Marc-Vivian Foe. Foe var landsliðsmaður Kamerún og leikmaður City á láni frá Lyon. Hann lést eftir að hafa hnigið niður í landsleik Kamerún og Kólumbíu árið 2003. Queens Park Rangers notar ekki númer 31 til minningar um Ray Jones. Hann var átján ára leikmaður félagsins þegar hann lést í bílslysi þegar bíll hans keyrði beint framan á strætó í London. Líka númer Bellingham Allt annað dæmi er Birmingham City en félagið lagði treyju númer 22 vegna Jude Bellingham. Bellingham lék með Birmingham til sautján ára aldurs en varð síðan að stjörnu hjá Borussia Dortmund og stórstjörnu hjá Real Madrid. Birmingham ákvað að heiðra Bellingham fyrir það sem hann gerði á þessum stutta tíma hjá félaginu með því að taka treyjunúmer hans úr umferð. Númerin gætu verið tekin aftur í notkun eins og treyja númer níu hjá Exeter City. Henni var lagt í níu ár til minningar um Adam Stansfield sem lést úr krabbameini. Sonur hans, Jay Stansfield, klæddist hins vegar níunni þegar hann kom á láni til Exeter þrettán árum eftir að faðir hans kvaddi þennan heim. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau númer sem ekki má spila í hjá enskum fótboltafélögum. View this post on Instagram A post shared by The92Bible ⚽️ (@the92bible_) Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
Liverpool heiðraði minningu Jota með því að gefa það út að hann verður sá síðasti til að klæðast Liverpool treyju númer tuttugu. Þetta verður þó ekki eina númerið sem hefur verið tekið úr umferð hjá enskum félögum í gegnum tíðina. Tvö númer hjá West Ham Liverpool er vissulega leggja númeri í fyrsta sinn en West Ham hefur meðal annars tekið tvö númer úr umferð. Númerin 6 og 38 eru ekki í notkun hjá Hömrunum. Sexan til minningar um Bobby Moore, fyrrum fyrirliða félagsins og enska landsliðsins og númer 38 til minningar um Dylan Tombides. Moore lést aðeins 51 árs gamall úr krabbameini. Ian Bishop var þá að spila í sexunni hjá West Ham en hætti að spila í henni frá og með fyrsta leik eftir andlát Moore. Tombides var ástralskur fótboltamaður sem lést aðeins tvítugur ef baráttu við krabbamein. Hann lék einn leik með aðalliði West Ham en fór upp yngri flokkana og var unglingalandsliðsmaður hjá Ástralíu. Það má enginn spila númer 23 hjá Manchester City en því númeri var lagt til minningar um Marc-Vivian Foe. Foe var landsliðsmaður Kamerún og leikmaður City á láni frá Lyon. Hann lést eftir að hafa hnigið niður í landsleik Kamerún og Kólumbíu árið 2003. Queens Park Rangers notar ekki númer 31 til minningar um Ray Jones. Hann var átján ára leikmaður félagsins þegar hann lést í bílslysi þegar bíll hans keyrði beint framan á strætó í London. Líka númer Bellingham Allt annað dæmi er Birmingham City en félagið lagði treyju númer 22 vegna Jude Bellingham. Bellingham lék með Birmingham til sautján ára aldurs en varð síðan að stjörnu hjá Borussia Dortmund og stórstjörnu hjá Real Madrid. Birmingham ákvað að heiðra Bellingham fyrir það sem hann gerði á þessum stutta tíma hjá félaginu með því að taka treyjunúmer hans úr umferð. Númerin gætu verið tekin aftur í notkun eins og treyja númer níu hjá Exeter City. Henni var lagt í níu ár til minningar um Adam Stansfield sem lést úr krabbameini. Sonur hans, Jay Stansfield, klæddist hins vegar níunni þegar hann kom á láni til Exeter þrettán árum eftir að faðir hans kvaddi þennan heim. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau númer sem ekki má spila í hjá enskum fótboltafélögum. View this post on Instagram A post shared by The92Bible ⚽️ (@the92bible_)
Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira